Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Sylvía Hall skrifar 22. september 2019 23:15 Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. Þar vísar hún í orð Haraldar Johannessen í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir það vera „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hafi gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar ef til starfsloka kæmi. Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem meðal annars var rætt um stöðuna innan lögreglunnar. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald innan lögreglunnar og sagði formaður lögreglufélags Reykjavíkur framkomu ríkislögreglustjóra langt í frá vera honum til framdráttar.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Mér finnst að það þurfi að koma upp á yfirborðið og hann þurfi að skýra sín orð betur vegna þess að það í raun og veru er mjög slæmt bara inn á við inn í lögregluna og líka fyrir okkur borgara samfélagsins, að vita það að æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu tali um spillingu innan lögreglunnar. Við þurfum bara að fá botn í það mál, af því ef svo er þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann þarf í raun og veru að útskýra það,“ segir Rósa Björk. Hún segir það vera erfitt fyrir fólk sem ekki þekkti til innri starfsemi lögreglunnar að átta sig á þeirri stöðu sem þar er uppi. Hinn almenni borgari geti ekki vitað hvaða öfl séu að takast á. „Það er svolítið erfitt að vita nákvæmlega hvað á sér stað. Þess vegna þarf kannski bara að leiða það til lykta ef það er eitthvað sem er eins og hann gefur sterklega til kynna, einhver spilling og einhver átök sem eiga ekki að þurfa að vera innan lögreglunnar, þá þarf að leiða það til lykta.“ Þá áréttar Rósa Björk að slíkum yfirlýsingum fylgi mikil ábyrgð og þessi ummæli gætu mögulega rýrt traust almennings til lögreglunnar. „Það er auðvitað mjög slæmt ef ríkislögreglustjóri kemur ekki og útskýrir fyrir borgurunum hvað hann á nákvæmlega við eins og til að mynda í þessu tilviki. Það er ábyrgð að koma fram með svona yfirlýsingar, eins og þegar kemur að trausti í garð lögreglunnar,“ segir Rósa Björk. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. Þar vísar hún í orð Haraldar Johannessen í viðtali við Morgunblaðið þar sem hann segir það vera „efni í sérstakt viðtal“ að ræða hvað hafi gengið á á bak við tjöldin innan lögreglunnar ef til starfsloka kæmi. Rósa Björk var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag þar sem meðal annars var rætt um stöðuna innan lögreglunnar. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um óánægju með Harald innan lögreglunnar og sagði formaður lögreglufélags Reykjavíkur framkomu ríkislögreglustjóra langt í frá vera honum til framdráttar.Sjá einnig: Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar„Mér finnst að það þurfi að koma upp á yfirborðið og hann þurfi að skýra sín orð betur vegna þess að það í raun og veru er mjög slæmt bara inn á við inn í lögregluna og líka fyrir okkur borgara samfélagsins, að vita það að æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu tali um spillingu innan lögreglunnar. Við þurfum bara að fá botn í það mál, af því ef svo er þá er það mjög alvarlegur hlutur og hann þarf í raun og veru að útskýra það,“ segir Rósa Björk. Hún segir það vera erfitt fyrir fólk sem ekki þekkti til innri starfsemi lögreglunnar að átta sig á þeirri stöðu sem þar er uppi. Hinn almenni borgari geti ekki vitað hvaða öfl séu að takast á. „Það er svolítið erfitt að vita nákvæmlega hvað á sér stað. Þess vegna þarf kannski bara að leiða það til lykta ef það er eitthvað sem er eins og hann gefur sterklega til kynna, einhver spilling og einhver átök sem eiga ekki að þurfa að vera innan lögreglunnar, þá þarf að leiða það til lykta.“ Þá áréttar Rósa Björk að slíkum yfirlýsingum fylgi mikil ábyrgð og þessi ummæli gætu mögulega rýrt traust almennings til lögreglunnar. „Það er auðvitað mjög slæmt ef ríkislögreglustjóri kemur ekki og útskýrir fyrir borgurunum hvað hann á nákvæmlega við eins og til að mynda í þessu tilviki. Það er ábyrgð að koma fram með svona yfirlýsingar, eins og þegar kemur að trausti í garð lögreglunnar,“ segir Rósa Björk.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Víglínan Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Hefur komið til umræðu að lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Ekki er ólíklegt að formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna lýsi yfir vantrausti á störf Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, á fundi sem verður haldinn eftir helgi. Mikil ólga er meðal lögreglumanna vegna ummæla og framferðis ríkislögreglustjóra undanfarin misseri. 18. september 2019 18:30