Kaupendur ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 23. september 2019 13:37 Ari Skúlason er hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Vísir Kaupendur virðast ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum sem hafa streymt inn á markaðinn að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Íbúðirnar séu of dýrar og stórar og eftirspurnin gæti hafa verið ofmetin. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að framboð nýrra íbúða á markaðnum virðist hafa farið langt með að mæta raunverulegri þörf. Það sem af er ári eru nýjar íbúðir sextán prósent seldra íbúða en í fyrra var hlutfallið aðeins hærra, eða sautján prósent. Svo virðist sem fjölgun nýrra íbúða skili sér ekki í aukinni söluhlutdeild. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að lítil spenna sé á markaðnum og að nýjar íbúðirnar henti ef til vill ekki kaupendum. „Miðað við það að það sé mjög mikil þörf eftir íbúðum þá er það svolítið merkilegt ástand, að það er miklu, miklu minna að seljast af íbúðum – bæði nýjum íbúðum og af eldri – en fyrir ári síðan. Það bendir til þess að sé ekki sérstaklega mikil spenna,“ segir Ari.Vísir/VilhelmEftirspurn ofmetin Spurn eftir þessum íbúðum gæti hafa verið ofmetin. „Það er allavega nokkuð ljóst að það er mikið framboð af nýjum íbúðum sem hefur verið að koma og eru að koma. Það lítur þannig út að kaupandinn sé ekkert sérlega spenntur.“ Nýjar íbúðir eru að jafnaði stærri en þær eldri og kaupendur gætu verið að bíða eftir minni íbúðum. „Það er alltaf talin vera þörf áíbúðum sem er ekki verið að byggja.“ Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur að hækkað mismikið eftir aldri íbúða. Í fyrra var fermetraverð nýrra íbúða um nítján prósentum hærra en á þeim eldri. Bilið hefur breikkað töluvert í ár og þær nýju eru núna almennt um fjórðungi dýrari. Verðhækkun nýrra íbúða hefur þrýst upp fasteignaverði. Verð nýrra íbúða gæti þó tekið að lækka. „Þeir sem eru að byggja íbúðir til þess að selja þeir þurfa að losna við þær. Það er náttúrulega mjög dýrt að hafa fullbyggðar og óseldar íbúðir í eigu sinni mjög lengi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Kaupendur virðast ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum sem hafa streymt inn á markaðinn að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Íbúðirnar séu of dýrar og stórar og eftirspurnin gæti hafa verið ofmetin. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að framboð nýrra íbúða á markaðnum virðist hafa farið langt með að mæta raunverulegri þörf. Það sem af er ári eru nýjar íbúðir sextán prósent seldra íbúða en í fyrra var hlutfallið aðeins hærra, eða sautján prósent. Svo virðist sem fjölgun nýrra íbúða skili sér ekki í aukinni söluhlutdeild. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að lítil spenna sé á markaðnum og að nýjar íbúðirnar henti ef til vill ekki kaupendum. „Miðað við það að það sé mjög mikil þörf eftir íbúðum þá er það svolítið merkilegt ástand, að það er miklu, miklu minna að seljast af íbúðum – bæði nýjum íbúðum og af eldri – en fyrir ári síðan. Það bendir til þess að sé ekki sérstaklega mikil spenna,“ segir Ari.Vísir/VilhelmEftirspurn ofmetin Spurn eftir þessum íbúðum gæti hafa verið ofmetin. „Það er allavega nokkuð ljóst að það er mikið framboð af nýjum íbúðum sem hefur verið að koma og eru að koma. Það lítur þannig út að kaupandinn sé ekkert sérlega spenntur.“ Nýjar íbúðir eru að jafnaði stærri en þær eldri og kaupendur gætu verið að bíða eftir minni íbúðum. „Það er alltaf talin vera þörf áíbúðum sem er ekki verið að byggja.“ Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur að hækkað mismikið eftir aldri íbúða. Í fyrra var fermetraverð nýrra íbúða um nítján prósentum hærra en á þeim eldri. Bilið hefur breikkað töluvert í ár og þær nýju eru núna almennt um fjórðungi dýrari. Verðhækkun nýrra íbúða hefur þrýst upp fasteignaverði. Verð nýrra íbúða gæti þó tekið að lækka. „Þeir sem eru að byggja íbúðir til þess að selja þeir þurfa að losna við þær. Það er náttúrulega mjög dýrt að hafa fullbyggðar og óseldar íbúðir í eigu sinni mjög lengi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira