Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 20:48 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. Þá hafi vantraustsyfirlýsingar, eins og þær sem borist hafa úr herbúðum lögreglu á ríkislögreglustjóra í vikunni, ekki áhrif á það hvort sá sem á í hlut haldi starfinu. Gustað hefur um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið.Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ráðherra geti vissulega veitt embættismönnum lausn um stundarsakir. Skilyrði fyrir brottvikningu úr starfi sé þó fyrst og fremst að embættismaður hafi gerst brotlegur í starfi. Þannig hafi vantrauststillögur ekki mikla þýðingu í því samhengi. „Yfirlýsingar af því tagi hafa ekki þýðingu um það hvort embættismaðurinn eigi að halda starfinu. Ef þær lýsa einfaldlega samskiptavanda eða einhverri slíkri afstöðu, sem ekki er hægt að segja beinlínis að lýsi broti ríkislögreglustjóra að einhverju leyti, þá hafa þær bara þá þýðingu að þær eru pressa á aðila málsins. Og í því tilviki væntanlega fyrst og fremst beint til ríkislögreglustjóra sjálfs en ekki annarra.“ Hugsanlega sé þó hægt að semja við ríkislögreglustjóra um breytingu verkefna – og jafnvel sé hægt að semja um starfslok. „Það er hægt að flytja embættismenn til. Allt er háð þeirra samþykki,“ segir Trausti. „En þeir möguleikar [um starfslok] eru að nokkru marki takmarkaðir. Við þurfum auðvitað að gæta þess að það sé jafnræði og fyrirsjáanleiki í stjórnsýslunni. Að menn noti ekki starfslokasamninga til að fara fram hjá þessum reglum um það hvernig starfslok eiga almennt að bera að. Svo verður auðvitað að hafa í huga að skipunartíminn er fimm ár, hann er ekki endalaus, þannig að það er hægt að endurskoða þessar embættisveitingar á ákveðnum tímapunkti.“Í spilaranum hér að neðan má horfa á kvöldfrétt Stöðvar 2 um helstu vendingar dagsins í máli ríkislögreglustjóra. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. Þá hafi vantraustsyfirlýsingar, eins og þær sem borist hafa úr herbúðum lögreglu á ríkislögreglustjóra í vikunni, ekki áhrif á það hvort sá sem á í hlut haldi starfinu. Gustað hefur um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið.Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ráðherra geti vissulega veitt embættismönnum lausn um stundarsakir. Skilyrði fyrir brottvikningu úr starfi sé þó fyrst og fremst að embættismaður hafi gerst brotlegur í starfi. Þannig hafi vantrauststillögur ekki mikla þýðingu í því samhengi. „Yfirlýsingar af því tagi hafa ekki þýðingu um það hvort embættismaðurinn eigi að halda starfinu. Ef þær lýsa einfaldlega samskiptavanda eða einhverri slíkri afstöðu, sem ekki er hægt að segja beinlínis að lýsi broti ríkislögreglustjóra að einhverju leyti, þá hafa þær bara þá þýðingu að þær eru pressa á aðila málsins. Og í því tilviki væntanlega fyrst og fremst beint til ríkislögreglustjóra sjálfs en ekki annarra.“ Hugsanlega sé þó hægt að semja við ríkislögreglustjóra um breytingu verkefna – og jafnvel sé hægt að semja um starfslok. „Það er hægt að flytja embættismenn til. Allt er háð þeirra samþykki,“ segir Trausti. „En þeir möguleikar [um starfslok] eru að nokkru marki takmarkaðir. Við þurfum auðvitað að gæta þess að það sé jafnræði og fyrirsjáanleiki í stjórnsýslunni. Að menn noti ekki starfslokasamninga til að fara fram hjá þessum reglum um það hvernig starfslok eiga almennt að bera að. Svo verður auðvitað að hafa í huga að skipunartíminn er fimm ár, hann er ekki endalaus, þannig að það er hægt að endurskoða þessar embættisveitingar á ákveðnum tímapunkti.“Í spilaranum hér að neðan má horfa á kvöldfrétt Stöðvar 2 um helstu vendingar dagsins í máli ríkislögreglustjóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent