Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 20:48 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. Þá hafi vantraustsyfirlýsingar, eins og þær sem borist hafa úr herbúðum lögreglu á ríkislögreglustjóra í vikunni, ekki áhrif á það hvort sá sem á í hlut haldi starfinu. Gustað hefur um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið.Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ráðherra geti vissulega veitt embættismönnum lausn um stundarsakir. Skilyrði fyrir brottvikningu úr starfi sé þó fyrst og fremst að embættismaður hafi gerst brotlegur í starfi. Þannig hafi vantrauststillögur ekki mikla þýðingu í því samhengi. „Yfirlýsingar af því tagi hafa ekki þýðingu um það hvort embættismaðurinn eigi að halda starfinu. Ef þær lýsa einfaldlega samskiptavanda eða einhverri slíkri afstöðu, sem ekki er hægt að segja beinlínis að lýsi broti ríkislögreglustjóra að einhverju leyti, þá hafa þær bara þá þýðingu að þær eru pressa á aðila málsins. Og í því tilviki væntanlega fyrst og fremst beint til ríkislögreglustjóra sjálfs en ekki annarra.“ Hugsanlega sé þó hægt að semja við ríkislögreglustjóra um breytingu verkefna – og jafnvel sé hægt að semja um starfslok. „Það er hægt að flytja embættismenn til. Allt er háð þeirra samþykki,“ segir Trausti. „En þeir möguleikar [um starfslok] eru að nokkru marki takmarkaðir. Við þurfum auðvitað að gæta þess að það sé jafnræði og fyrirsjáanleiki í stjórnsýslunni. Að menn noti ekki starfslokasamninga til að fara fram hjá þessum reglum um það hvernig starfslok eiga almennt að bera að. Svo verður auðvitað að hafa í huga að skipunartíminn er fimm ár, hann er ekki endalaus, þannig að það er hægt að endurskoða þessar embættisveitingar á ákveðnum tímapunkti.“Í spilaranum hér að neðan má horfa á kvöldfrétt Stöðvar 2 um helstu vendingar dagsins í máli ríkislögreglustjóra. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. Þá hafi vantraustsyfirlýsingar, eins og þær sem borist hafa úr herbúðum lögreglu á ríkislögreglustjóra í vikunni, ekki áhrif á það hvort sá sem á í hlut haldi starfinu. Gustað hefur um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið.Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ráðherra geti vissulega veitt embættismönnum lausn um stundarsakir. Skilyrði fyrir brottvikningu úr starfi sé þó fyrst og fremst að embættismaður hafi gerst brotlegur í starfi. Þannig hafi vantrauststillögur ekki mikla þýðingu í því samhengi. „Yfirlýsingar af því tagi hafa ekki þýðingu um það hvort embættismaðurinn eigi að halda starfinu. Ef þær lýsa einfaldlega samskiptavanda eða einhverri slíkri afstöðu, sem ekki er hægt að segja beinlínis að lýsi broti ríkislögreglustjóra að einhverju leyti, þá hafa þær bara þá þýðingu að þær eru pressa á aðila málsins. Og í því tilviki væntanlega fyrst og fremst beint til ríkislögreglustjóra sjálfs en ekki annarra.“ Hugsanlega sé þó hægt að semja við ríkislögreglustjóra um breytingu verkefna – og jafnvel sé hægt að semja um starfslok. „Það er hægt að flytja embættismenn til. Allt er háð þeirra samþykki,“ segir Trausti. „En þeir möguleikar [um starfslok] eru að nokkru marki takmarkaðir. Við þurfum auðvitað að gæta þess að það sé jafnræði og fyrirsjáanleiki í stjórnsýslunni. Að menn noti ekki starfslokasamninga til að fara fram hjá þessum reglum um það hvernig starfslok eiga almennt að bera að. Svo verður auðvitað að hafa í huga að skipunartíminn er fimm ár, hann er ekki endalaus, þannig að það er hægt að endurskoða þessar embættisveitingar á ákveðnum tímapunkti.“Í spilaranum hér að neðan má horfa á kvöldfrétt Stöðvar 2 um helstu vendingar dagsins í máli ríkislögreglustjóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45