Landnámshænur vinsælar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2019 08:00 Valgerður á Hlyni frá Húsatóftum. Mynd/Vigdís Guðjónsdóttir Valgerður á Húsatóftum á Skeiðum er ein af þekktustu ræktendum landnámshænunnar á Íslandi. Hún ætlar að sýna gestum og gangandi hænurnar sínar milli klukkan 13 og 17 á sunnudaginn, 29. september. Hún er í stjórn Félags eigenda og ræktenda landnámshænsna og segir það hafa staðið fyrir mörgum sýningum á þessum litfögru fuglum. „Fjölsóttustu sýningarnar voru í Húsdýragarðinum, fyrirtækinu Jötunvélum og á Hrafnagili í Eyjafirði. Nú var ákveðið að hafa eina hér heima.“ Valgerður og Guðjón bóndi hennar hafa ræktað landnámshænur frá árinu 1977 og eiga nú hátt í hundrað. „Svo eru ungar að auki, líklega svona um 200,“ segir Valgerður og lýsir því að sumar hænurnar fái að liggja á eggjum og unga þannig út. „Ungana sem ég hef til minnar ræktunar reyni ég að láta hænur ala upp. Þá geta þeir verið úti og það þarf ekkert að hafa fyrir því að venja þá við. En aðalútungunin fer fram í vélum.“ Spurningu um hvort íslenska landnámshænan sé í nokkurs konar landnámi hér á landi núna svarar Valgerður: „Já, það má alveg segja það, hún er vinsæl og fáir fá sér öðruvísi hænur. Það fóru 660 ungar frá mér til Hríseyjar í sumar. Þar er verið að stofna stórt bú með landnámshænum, þar sem einangrunarstöðin var. En svo er reyndar verið að smygla eggjum úr alla vega hænum til landsins, silkihænum, brahmahænum, svörtum þýskum og allskonar stofnum sem ég hef ekki nöfn yfir. Við verðum að vera á verði til að láta þá ekki blandast íslenska stofninum.“ Hún segir dæmi um að dverghænur sem hafi verið nokkuð lengi á landinu hafi smitað þann íslenska. Þær séu fallegar en verpi voða lítið.Landnámshænsn eru litskrúðug.Afurðir frá Húsatóftum verða til sölu á sunnudaginn, til dæmis egg og hunang og krem úr hunangi. Einnig sútuð lambsskinn. Valgerður kveðst fá lömb úr sveitinni sem drepist hafi í fæðingu. „Við náum strax í lömbin, Guðjón fláir þau og ég fæ skinnin.“ Sjálf voru þau hjón með kúabú, ásamt hænsnarækt framan af. „Það brunnu hjá okkur útihús árið 2006, það var hræðilegt. Við misstum kýrnar okkar og hænurnar. Þá hættum við með kýr því við höfðum ekki efni á að byggja nýtt kúabú. En ég átti egg hér heima og náði líka í egg sem voru til sölu í Þingborg og setti strax í útungunarvél. Nú segjum við að við séum H-bændur því við erum með hey, hunda, hross, hænur og hunang á Húsatóftum,“ segir Valgerður og tekur fram að hundarnir séu Íslendingar. Um hestana þarf ekki að efast. Þess má geta að frá Selfossi að Húsatóftum eru 28 kílómetrar. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Valgerður á Húsatóftum á Skeiðum er ein af þekktustu ræktendum landnámshænunnar á Íslandi. Hún ætlar að sýna gestum og gangandi hænurnar sínar milli klukkan 13 og 17 á sunnudaginn, 29. september. Hún er í stjórn Félags eigenda og ræktenda landnámshænsna og segir það hafa staðið fyrir mörgum sýningum á þessum litfögru fuglum. „Fjölsóttustu sýningarnar voru í Húsdýragarðinum, fyrirtækinu Jötunvélum og á Hrafnagili í Eyjafirði. Nú var ákveðið að hafa eina hér heima.“ Valgerður og Guðjón bóndi hennar hafa ræktað landnámshænur frá árinu 1977 og eiga nú hátt í hundrað. „Svo eru ungar að auki, líklega svona um 200,“ segir Valgerður og lýsir því að sumar hænurnar fái að liggja á eggjum og unga þannig út. „Ungana sem ég hef til minnar ræktunar reyni ég að láta hænur ala upp. Þá geta þeir verið úti og það þarf ekkert að hafa fyrir því að venja þá við. En aðalútungunin fer fram í vélum.“ Spurningu um hvort íslenska landnámshænan sé í nokkurs konar landnámi hér á landi núna svarar Valgerður: „Já, það má alveg segja það, hún er vinsæl og fáir fá sér öðruvísi hænur. Það fóru 660 ungar frá mér til Hríseyjar í sumar. Þar er verið að stofna stórt bú með landnámshænum, þar sem einangrunarstöðin var. En svo er reyndar verið að smygla eggjum úr alla vega hænum til landsins, silkihænum, brahmahænum, svörtum þýskum og allskonar stofnum sem ég hef ekki nöfn yfir. Við verðum að vera á verði til að láta þá ekki blandast íslenska stofninum.“ Hún segir dæmi um að dverghænur sem hafi verið nokkuð lengi á landinu hafi smitað þann íslenska. Þær séu fallegar en verpi voða lítið.Landnámshænsn eru litskrúðug.Afurðir frá Húsatóftum verða til sölu á sunnudaginn, til dæmis egg og hunang og krem úr hunangi. Einnig sútuð lambsskinn. Valgerður kveðst fá lömb úr sveitinni sem drepist hafi í fæðingu. „Við náum strax í lömbin, Guðjón fláir þau og ég fæ skinnin.“ Sjálf voru þau hjón með kúabú, ásamt hænsnarækt framan af. „Það brunnu hjá okkur útihús árið 2006, það var hræðilegt. Við misstum kýrnar okkar og hænurnar. Þá hættum við með kýr því við höfðum ekki efni á að byggja nýtt kúabú. En ég átti egg hér heima og náði líka í egg sem voru til sölu í Þingborg og setti strax í útungunarvél. Nú segjum við að við séum H-bændur því við erum með hey, hunda, hross, hænur og hunang á Húsatóftum,“ segir Valgerður og tekur fram að hundarnir séu Íslendingar. Um hestana þarf ekki að efast. Þess má geta að frá Selfossi að Húsatóftum eru 28 kílómetrar.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira