Fótbolti

De Jong hefði valið PSG eða Man. City hefði hann ekki farið til Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frenkie de Jong í leik með Barcelona.
Frenkie de Jong í leik með Barcelona. vísir/getty
Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, segir að valið hafi staðið á milli Barcelona, PSG og Manchester City í sumar.

Flest stærstu félög Evrópu voru á eftir hollenska miðjumanninum í sumar er hann ákvað að yfirgefa Ajax sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.

Barcelona var fljótt komið inn í myndina en grannarnir í Man. City og Man. Utd börðust einnig um Hollendinginn frábæra.

Hann fór svo að lokum til Spánar á 68 milljónir punda en segir í viðtali að PSG og Manchester City hefðu verið aðrir líklegir áfangastaðir.

„Ef það hefði ekki verið fyrir Barcelona og það er erfitt að segja þetta núna en þá hefði valið staðið á milli PSG eða City,“ sagði sá hollenski.





„Það mikilvægasta var hvernig Barcelona spilaði og hvernig þeir sáu mig sem leikmann. Þeir voru einnig með plön fyrir mig,“ bætti De Jong við.

„Það er ekki rétt að tala um peninga því ég pæli ekki í því. Það var aldrei rætt með mig í herberginu því það er eitthvað sem umboðsmaður minn sér um.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×