Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Víkingur 1-5 | Víkingar tóku Skagamenn í kennslustund Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. september 2019 17:30 Víkingar skoruðu nóg af mörkum á Skaganum í dag vísir/bára Víkingur R. fór illa með ÍA í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag. Liðin mættust á Norðurálsvellinum á Akranesi og enduðu leikar svo að Víkingur vann 5-1 sigur. Gestirnir úr Fossvoginum komust í gott færi strax á fyrstu mínútum leiksins en það voru gulir heimamenn sem skoruðu fyrsta markið. Það gerði Bjarki Steinn Bjarkason með glæsilegu einstaklingsframtaki. Hann dansaði upp völlinn framhjá varnarmönnum Víkings og lét svo vaða fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Víkingar jöfnuðu hins vegar aðeins þremur mínútum seinna þegar ÍA gekk illa að hreinsa boltann úr teignum og Örvar Eggertsson nýtti sér það. Skagamenn gerðust aftur sekir um slappan varnarleik á 23. mínútu þegar Kwame Quee gat skallað fyrirgjöf Örvars í netið algjörlega óáreittur á teignum. Víkingar voru sterkari út hálfleikinn, voru meira með boltann og sóttu að marki heimamanna, án þess þó að búa sér til nein frábær færi. Staðan var nokkuð verðskuldað 2-1 fyrir Víkingi í hálfleik. Eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik skoruðu Víkingar sitt þriðja mark og það má segja að það hafi verið rothöggið sem gerði út um ÍA. Þrátt fyrir að þeir hafi aðeins reynt að sækja þá var lítil ógn úr þeirra aðgerðum og var það ekki gegn gangi leiksins að Víkingar hafi bætt við tveimur mörkum úr hröðum sóknum undir lok leiksins. Fullkomlega verðskuldaður 5-1 sigur Víkings staðreynd og Skagamenn fara líklega með biturt bragð í munni inn í haustið.Af hverju vann Víkingur? Það hjálpaði Víkingum líklega mikið að hafa náð að jafna leikinn svo snemma. Eftir að þeir komust svo yfir þá voru þeir í raun með öll völd á vellinum. Vissulega áttu Skagamenn sína spretti, en þeir voru eiginlega aldrei líklegir, sérstaklega ekki eftir að þriðja markið kom frá Víkingum.Hverjir stóðu upp úr? Reynsluboltarnir í þrennunni í hjarta varnar og miðju, Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson áttu mjög góðan leik og stigu varla feilspor. Þá voru Óttar Magnús Karlsson og Kwame Quee öflugir fram á við fyrir gestina, Quee skilaði mjög góðu dagsverki með tvö mörk og stoðsendingu. Mark Bjarka Steins var stórglæsilegt en annars voru fáir Skagamenn sem létu ljós sitt skína skært í dag.Hvað gekk illa? ÍA byggir mikið á löngum boltum fram völlinn en það var erfitt fyrir þá í dag á móti Kára, Sölva og Halldóri. Þeir hafa bæði hæðina og reynsluna til þess að þeir unnu svo gott sem alla skallabolta sem þeir fóru upp í í dag. Fyrir utan það þá eru þeir líka sterkir og stæðilegir og ráða vel við menn á jörðu niðri líka og Skagamönnum gekk ekkert að komast áleiðis í gegnum þá.Hvað gerist næst? Fótboltatímabilið er búið og nú er það bara uppgjörsþáttur Pepsi Max markanna á Stöð 2 Sport í kvöld. Liðin eru komin í smá frí áður en undirbúningstímabilið hefst á nýjan leik.Jóhannes Karl hélt nýliðum ÍA uppi í deild þeirra bestuvísir/vilhelmJói Kalli: Erfitt að vera sáttur eftir svona tap „Við byrjuðum þetta vel, við byrjuðum að pressa Víkingana og við ætluðum að ná yfirhöndinni í leiknum og gerðum það vel. Áttum alveg tækifæri til að nýta okkur það betur, þessa forystu sem við vorum komnir í,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. „Við vitum það líka að Víkingarnir eru vel spilandi lið og við vorum þegar leið á leikinn, þegar leið á fyrri hálfleikinn og inn í seinni hálfleik, allt of oft að tapa stöðunni einn á móti einum. Við ætluðum okkur að gera það betur í dag.“ „Það heppnaðist á köflum ansi vel en þeir eru með gott fótboltalið og þeir refsuðu okkur grimmilega á þessum stöðum þar sem við vorum undir í baráttunni.“ Eftir lokaleikinn í dag hvernig horfir sumarið sem heild við þjálfaranum? „Það er rosalega erfitt að segjast vera sáttur, sérstaklega eftir að hafa tapað svona illa á heimavelli síðasta leiknum. Það kom fullt af fólki að styðja við bakið á okkur og við höfum fundið fyrir góðum stuðningi allt tímabilið þannig að ég er virkilega sár og svekktur að þetta hafi ekki endað betur heldur en þetta.“ „Við erum búnir að leggja gríðarlega mikla vinnu á okkur alveg frá því í haust að koma af krafti inn í þetta mót, við gerðum það, en svo hafa verið ákveðin vonbrigði. Við þurfum að læra af því og vera klárir þegar undirbúningurinn byrjar í haust aftur.“ „Við tryggðum okkur sætið í Pepsi Max deildinni nokkuð örugglega og við erum sáttir með það,“ sagði Jóhannes Karl.Arnar Gunnlaugsson skilaði góðum árangri með Víking í sumarvísir/daníel þórArnar: Tíu lið í deildinni sem vilja skipta við okkur hvernig sumarið gekk „Þetta var hrikalega flottur leikur í alla staði. Við nálguðumst leikinn mjög vel og mjög jákvætt þó að í sjálfu sér hefðum við bara að heiðrinum að keppa,“ sagði Arnar eftir leikinn, en Víkingur var búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir leikinn. „Þetta var bara virkilega flottur leikur, einn af okkar flottari í sumar. Alveg frá fyrstu mínútu þá vorum við með tögl og haldir í leiknum og lögðum hann vel upp. Við herjuðum á veikleika Skagamanna í þessum leik og það gekk upp.“ Arnar er uppalinn Skagamaður og spilaði fjölda leikja með ÍA á sínum tíma. Var þessi sigur sætari fyrir vikið, gegn hans gamla liði á gamla heimavellinum? „Nei, súrara eiginlega,“ sagði Arnar og hló. „Maður er alltaf Skagamaður, þetta er ekkert flóknara en það. Að keyra inn í bæinn með rútunni, það eru miklar minningar sem koma og það er ekkert gaman að sjá Skagann tapa svona stórt.“ „Ég skemmti mér ekkert sérlega vel, eða jú ég reyndar lýg því, fyrst að liðið mitt vann þá líður mér ágætlega.“ Tímabilið endaði á góðu nótunum hjá Víkingum, lokastaðan í deildinni er 7. sæti og fyrsti bikarmeistaratitillinn í áratugi vannst í sumar. Hvernig horfir sumarið við Arnari? „Sumarið er búið að vera í einu orði sagt geðveikt.“ „Það er ekki búið að vera frábært heldur bara geðveikt. Að því leiti að ég hef fylgst með fótbolta lengi og ég efast um að lið hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar og Víkingur hefur gert á einu ári. Þegar ég tala um breytingar er ég ekki að tala um breytingar á leikkerfi eða eitthvað svoleiðis, heldur breytingar þar sem við erum að taka í gegn alla knattspyrnulega hugmyndafræði sem fyrirfinnst í einu félagi og gera það mjög vel.“ „Ekki bara ég og mitt þjálfarateymi, heldur leikmennirnir og stjórnin geta verið virkilega stolt af því hvernig sumarið hefur þróast og hvað við gerðum.“ „Fyrir mér eru örugglega tíu lið í deildinni sem myndu vilja skipta við okkur með hvernig sumarið gekk. Titill og 7. sæti í deild. Hin liðin eru Íslandsmeistarar KR og Víkingur, því við getum ekki skipt við sjálfa okkur. En hin liðin tíu myndu gjarnan vilja skipta við okkur hvernig sumarið þróaðist og hvað við stóðum fyrir.“ Í lok tímabils er hin klassíska spurning hvað verður um þjálfarann. Arnar sagðist ekki vita betur en að hann yrði áfram í Fossvoginum. „Ég er með samning næstu tvö árin svo ég er ekki að fara rassgat, ekki nema Víkingur reki mig.“ „En þetta er hverfull heimur. Þú sérð að núna eru vinir mínir að detta út úr starfi, margir hverjir á ósanngjarnan hátt. Gústi er að fara frá Breiðabliki eftir tvö ár í öðru sæti, það er helvíti hart. Valur líklega að skipta um þjálfara í brúnni sem er búinn að skila mörgum titlum, þetta er bara úrslitamiðað umhverfi og ég veit það, það er erfitt að vinna fótboltaleiki í dag, þetta er hverfull bransi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Pepsi Max-deild karla
Víkingur R. fór illa með ÍA í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag. Liðin mættust á Norðurálsvellinum á Akranesi og enduðu leikar svo að Víkingur vann 5-1 sigur. Gestirnir úr Fossvoginum komust í gott færi strax á fyrstu mínútum leiksins en það voru gulir heimamenn sem skoruðu fyrsta markið. Það gerði Bjarki Steinn Bjarkason með glæsilegu einstaklingsframtaki. Hann dansaði upp völlinn framhjá varnarmönnum Víkings og lét svo vaða fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Víkingar jöfnuðu hins vegar aðeins þremur mínútum seinna þegar ÍA gekk illa að hreinsa boltann úr teignum og Örvar Eggertsson nýtti sér það. Skagamenn gerðust aftur sekir um slappan varnarleik á 23. mínútu þegar Kwame Quee gat skallað fyrirgjöf Örvars í netið algjörlega óáreittur á teignum. Víkingar voru sterkari út hálfleikinn, voru meira með boltann og sóttu að marki heimamanna, án þess þó að búa sér til nein frábær færi. Staðan var nokkuð verðskuldað 2-1 fyrir Víkingi í hálfleik. Eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik skoruðu Víkingar sitt þriðja mark og það má segja að það hafi verið rothöggið sem gerði út um ÍA. Þrátt fyrir að þeir hafi aðeins reynt að sækja þá var lítil ógn úr þeirra aðgerðum og var það ekki gegn gangi leiksins að Víkingar hafi bætt við tveimur mörkum úr hröðum sóknum undir lok leiksins. Fullkomlega verðskuldaður 5-1 sigur Víkings staðreynd og Skagamenn fara líklega með biturt bragð í munni inn í haustið.Af hverju vann Víkingur? Það hjálpaði Víkingum líklega mikið að hafa náð að jafna leikinn svo snemma. Eftir að þeir komust svo yfir þá voru þeir í raun með öll völd á vellinum. Vissulega áttu Skagamenn sína spretti, en þeir voru eiginlega aldrei líklegir, sérstaklega ekki eftir að þriðja markið kom frá Víkingum.Hverjir stóðu upp úr? Reynsluboltarnir í þrennunni í hjarta varnar og miðju, Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson áttu mjög góðan leik og stigu varla feilspor. Þá voru Óttar Magnús Karlsson og Kwame Quee öflugir fram á við fyrir gestina, Quee skilaði mjög góðu dagsverki með tvö mörk og stoðsendingu. Mark Bjarka Steins var stórglæsilegt en annars voru fáir Skagamenn sem létu ljós sitt skína skært í dag.Hvað gekk illa? ÍA byggir mikið á löngum boltum fram völlinn en það var erfitt fyrir þá í dag á móti Kára, Sölva og Halldóri. Þeir hafa bæði hæðina og reynsluna til þess að þeir unnu svo gott sem alla skallabolta sem þeir fóru upp í í dag. Fyrir utan það þá eru þeir líka sterkir og stæðilegir og ráða vel við menn á jörðu niðri líka og Skagamönnum gekk ekkert að komast áleiðis í gegnum þá.Hvað gerist næst? Fótboltatímabilið er búið og nú er það bara uppgjörsþáttur Pepsi Max markanna á Stöð 2 Sport í kvöld. Liðin eru komin í smá frí áður en undirbúningstímabilið hefst á nýjan leik.Jóhannes Karl hélt nýliðum ÍA uppi í deild þeirra bestuvísir/vilhelmJói Kalli: Erfitt að vera sáttur eftir svona tap „Við byrjuðum þetta vel, við byrjuðum að pressa Víkingana og við ætluðum að ná yfirhöndinni í leiknum og gerðum það vel. Áttum alveg tækifæri til að nýta okkur það betur, þessa forystu sem við vorum komnir í,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. „Við vitum það líka að Víkingarnir eru vel spilandi lið og við vorum þegar leið á leikinn, þegar leið á fyrri hálfleikinn og inn í seinni hálfleik, allt of oft að tapa stöðunni einn á móti einum. Við ætluðum okkur að gera það betur í dag.“ „Það heppnaðist á köflum ansi vel en þeir eru með gott fótboltalið og þeir refsuðu okkur grimmilega á þessum stöðum þar sem við vorum undir í baráttunni.“ Eftir lokaleikinn í dag hvernig horfir sumarið sem heild við þjálfaranum? „Það er rosalega erfitt að segjast vera sáttur, sérstaklega eftir að hafa tapað svona illa á heimavelli síðasta leiknum. Það kom fullt af fólki að styðja við bakið á okkur og við höfum fundið fyrir góðum stuðningi allt tímabilið þannig að ég er virkilega sár og svekktur að þetta hafi ekki endað betur heldur en þetta.“ „Við erum búnir að leggja gríðarlega mikla vinnu á okkur alveg frá því í haust að koma af krafti inn í þetta mót, við gerðum það, en svo hafa verið ákveðin vonbrigði. Við þurfum að læra af því og vera klárir þegar undirbúningurinn byrjar í haust aftur.“ „Við tryggðum okkur sætið í Pepsi Max deildinni nokkuð örugglega og við erum sáttir með það,“ sagði Jóhannes Karl.Arnar Gunnlaugsson skilaði góðum árangri með Víking í sumarvísir/daníel þórArnar: Tíu lið í deildinni sem vilja skipta við okkur hvernig sumarið gekk „Þetta var hrikalega flottur leikur í alla staði. Við nálguðumst leikinn mjög vel og mjög jákvætt þó að í sjálfu sér hefðum við bara að heiðrinum að keppa,“ sagði Arnar eftir leikinn, en Víkingur var búið að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir leikinn. „Þetta var bara virkilega flottur leikur, einn af okkar flottari í sumar. Alveg frá fyrstu mínútu þá vorum við með tögl og haldir í leiknum og lögðum hann vel upp. Við herjuðum á veikleika Skagamanna í þessum leik og það gekk upp.“ Arnar er uppalinn Skagamaður og spilaði fjölda leikja með ÍA á sínum tíma. Var þessi sigur sætari fyrir vikið, gegn hans gamla liði á gamla heimavellinum? „Nei, súrara eiginlega,“ sagði Arnar og hló. „Maður er alltaf Skagamaður, þetta er ekkert flóknara en það. Að keyra inn í bæinn með rútunni, það eru miklar minningar sem koma og það er ekkert gaman að sjá Skagann tapa svona stórt.“ „Ég skemmti mér ekkert sérlega vel, eða jú ég reyndar lýg því, fyrst að liðið mitt vann þá líður mér ágætlega.“ Tímabilið endaði á góðu nótunum hjá Víkingum, lokastaðan í deildinni er 7. sæti og fyrsti bikarmeistaratitillinn í áratugi vannst í sumar. Hvernig horfir sumarið við Arnari? „Sumarið er búið að vera í einu orði sagt geðveikt.“ „Það er ekki búið að vera frábært heldur bara geðveikt. Að því leiti að ég hef fylgst með fótbolta lengi og ég efast um að lið hafi farið í gegnum jafn miklar breytingar og Víkingur hefur gert á einu ári. Þegar ég tala um breytingar er ég ekki að tala um breytingar á leikkerfi eða eitthvað svoleiðis, heldur breytingar þar sem við erum að taka í gegn alla knattspyrnulega hugmyndafræði sem fyrirfinnst í einu félagi og gera það mjög vel.“ „Ekki bara ég og mitt þjálfarateymi, heldur leikmennirnir og stjórnin geta verið virkilega stolt af því hvernig sumarið hefur þróast og hvað við gerðum.“ „Fyrir mér eru örugglega tíu lið í deildinni sem myndu vilja skipta við okkur með hvernig sumarið gekk. Titill og 7. sæti í deild. Hin liðin eru Íslandsmeistarar KR og Víkingur, því við getum ekki skipt við sjálfa okkur. En hin liðin tíu myndu gjarnan vilja skipta við okkur hvernig sumarið þróaðist og hvað við stóðum fyrir.“ Í lok tímabils er hin klassíska spurning hvað verður um þjálfarann. Arnar sagðist ekki vita betur en að hann yrði áfram í Fossvoginum. „Ég er með samning næstu tvö árin svo ég er ekki að fara rassgat, ekki nema Víkingur reki mig.“ „En þetta er hverfull heimur. Þú sérð að núna eru vinir mínir að detta út úr starfi, margir hverjir á ósanngjarnan hátt. Gústi er að fara frá Breiðabliki eftir tvö ár í öðru sæti, það er helvíti hart. Valur líklega að skipta um þjálfara í brúnni sem er búinn að skila mörgum titlum, þetta er bara úrslitamiðað umhverfi og ég veit það, það er erfitt að vinna fótboltaleiki í dag, þetta er hverfull bransi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti