Íslenski boltinn

Vonbrigði ef Evrópusætið næst ekki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það verða vonbrigði að ná ekki Evrópusæti á næstu leiktíð segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar í Pepsi Max deild karla.

Lokaumferð Pepsi Max deildarinnar fer fram á morgun þar sem FH og Stjarnan berjast um síðasta Evrópusætið.

FH er í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan Stjörnunni.

„Ég lít bara þannig á þetta að við þurfum bara að vinna okkar leik og svo sjáum við bara hvernig þetta fer í Hafnarfirði,“ sagði Rúnar Páll við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Við getum ekkert gert neitt meira en það.“

Evrópusætið skiptir félögin miklu máli, ekki síst peningalega en þau fá veglega greitt frá evrópska knattspyrnusambandinu fyrir að taka þátt.

„Þetta skiptir máli fyrir öll þau lið sem vilja vera á toppnum,“ sagði Rúnar.

„Ef við náum því ekki, þá verður bara að hafa það og við höldum áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×