Íslenski boltinn

Óli Jóh fær ekki nýjan samning hjá Val: „Mat stjórnar að nú þurfi nýjar hendur að taka um stýrið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur vann fjóra stóra titla sem þjálfari Vals.
Ólafur vann fjóra stóra titla sem þjálfari Vals. vísir/daníel
Ólafur Jóhannesson stýrði Val í síðasta sinn þegar liðið vann 2-0 sigur á HK í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

Eftir leikinn sendi Valur frá sér yfirlýsingu þess efnis að samningur Ólafs við félagið yrði ekki framlengdur. Jafnframt segir að eftirmaður Ólafs verði tilkynntur innan skamms.

Ólafur stýrði Val í fimm ár. Undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari 2015 og 2016 og Íslandsmeistari 2017 og 2018.

Í sumar gekk illa hjá Val sem endaði í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar og var 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR.

„Fimm ár eru langur tími í íslenskri knattspyrnu og það er mat stjórnar knattspyrnudeildar að nú þurfi nýjar hendur að taka um stýrið. Valur stendur í mikilli þakkarskuld við Ólaf fyrir árangurinn á umliðnum árum og óskar honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir í yfirlýsingu Vals. Hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×