Íslenski boltinn

Ágúst Gylfason: Komnar þreifingar en framhaldið óljóst

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ágúst í leik gegn KR að Meistaravöllum fyrr í sumar.
Ágúst í leik gegn KR að Meistaravöllum fyrr í sumar. vísir/bára
„Þetta var jafn leikur, tvö bestu lið landsins að mætast en KR voru aðeins sterkari en við og áttu sigurinn fyllilega skilið en ég kveð Kópavoginn með sóma,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks að loknu 2-1 tapi liðsins gegn Íslandsmeisturum KR. 

Ágúst var að stýra Blikum í síðasta sinn en fyrr í vikunni kom fram að hans krafta væri ekki óskað á næstu leiktíð. 

„Það var minnsta mál. Það var aðallega hvað maður er þakklátur fyrir að hafa starfað í Kópavoginum. Ég þakka fyrir leikmennina og allt í kringum félagið, búinn að vera frábær tími. Búið að vera góður árangur, skoruðum flestu mörkin og spiluðum góðan sóknarbolta,“ sagði Ágúst og hélt svo áfram. 

„Við skoruðum 45 mörk svo ég og Guðmundur Steinarsson( aðstoðarþjálfari Breiðabliks) göngum sáttir frá borði, það er nokkuð ljóst.“ 

„Það eru þreifingar en við vildum klára þennan leik fyrst og sína hverskonar karakterar við værum og gerðum það vel. Stýrðum síðasta leik okkar sem var bara gaman. Sérstaklega gaman að fá klapp frá stuðningsmönnunum en þeir eru lykillinn að Breiðablik.“ 

„Hvað varðar framhaldið þá er það óljóst, það eru einhver lið búin að hafa samband en við tökum stöðuna í næstu viku,“ sagði Ágúst að lokum í sínu síðasta viðtali sem þjálfari Breiðabliks.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 1-2 | KR-ingar jöfnuðu stigametið

Íslandsmeistarar KR unnu 1-2 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn var sá allra rólegasti en KR-ingar gerðu út um hann með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleik, mörk þeirra gerðu Kennie Chopart og Kristján Flóki Finnbogason. Það skipti litlu þó að Thomas Mikkelsen hafi skorað úr vítaspyrnu undir lok leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×