Innlent

Lentu í sjálfheldu við Tröllafoss

Sylvía Hall skrifar
Björgunarfólk var komið á svæðið um klukkan eitt.
Björgunarfólk var komið á svæðið um klukkan eitt. vísir/vilhelm
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út klukkan 12:17 í dag vegna tveggja einstaklinga sem voru í sjálfheldu við Tröllafoss í Mosfellsdal.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg var fyrsta björgunarsveitarfólk var komið á vettvang um klukkan eitt í dag.

Stuttu síðar var búið að finna fólkið og er björgunarfólk nú á leiðinni til fólksins með öryggisbúnað til þess að koma þeim niður.

Uppfært: Búið er að koma fólkinu niður.

Frá björgunaraðgerðum í dag.Aðsend
Fyrsta björgunarfólk kom á svæðið um eittleytið.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×