Erlent

Borgarstjóri sem fangelsaður var vegna spillingar náðaður

Andri Eysteinsson skrifar
Khalifa Sall í París árið 2014.
Khalifa Sall í París árið 2014. Getty/NurPhoto
Forseti Afríkuríkisins Senegal, Macky Sall, hefur ákveðið að náða fyrrum borgarstjóra senegölsku höfuðborgarinnar Dakar. Borgarstjórinn Khalifa Sall var dæmdur í fimm ára fangelsi árið 2018 fyrir að hafa dregið sér fé. BBC greinir frá.

Khalifa Sall hafði á þeim tíma hug á að bjóða sig fram gegn Macky Sall í forsetakosningunum sem fram fóru í febrúar á þessu ári. Andstæðingar forsetans sögðu að hann hafi látið fangelsa Khalifa Sall vegna ásakana sem enginn fótur væri fyrir.

Nú hefur forsetinn tilskipað að Khalifa Sall verði látinn laus og hefur hreinsað sakaskrá hans að fullu.

Lögmaður Khalifa Sall segir hinsvegar að málinu sé ekki lokið, ákvörðun um að fangelsa hann hafi verið tekin að geðþótta forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×