„Í góðum farvegi“ Eyþór Arnalds skrifar 10. september 2019 07:00 Við sjálfstæðismenn lögðum til snjallvæðingu umferðarljósa eins og gert er í öðrum borgum Evrópu. Samtök iðnaðarins reiknuðu út að 15% minnkun ferðatíma sem er fyrirsjáanleg með kerfinu myndi spara 80 milljarða. En hvað var gert? Tillögunni var vísað frá. Meirihlutinn segir þessi mál vera í „góðum farvegi“. En hvernig er þessi farvegur? Jú, síðasta útboð fór af stað fyrir 15 árum, en þá voru snjallsímarnir ekki komnir fram. Ekkert frekar en sú tækni sem hér um ræðir. Aðrar borgir bjóða út svona kerfi á fjögurra ára fresti. Búið er að skoða eitt og annað „í farveginum“ hjá borginni, en ekkert verið ákveðið. Á sama tíma hefur umferðin þyngst verulega og hlutfall einkabíla vaxið mikið. Það er rýr árangur. Svipað er að sjá með rekstur borgarinnar. Þar ætla menn að læra af mistökunum. Það gengur fremur hægt eins og sjá má af síendurteknum svipuðum mistökum. Bragginn, framúrkeyrslan í Félagsbústöðum og nú áætlanagerð Sorpu eru skýrt mynstur óstjórnar. Sífellt er talað um að læra af mistökunum en það virðist ganga hægt. Það er ekki góður farvegur. Stjórnkerfið skilar ekki svörum og íbúarnir verða að sætta sig við að málin séu „í farvegi“. En langur er sá farvegur. Stundum er hollara að líta í spegil og játa það að „góði farvegurinn“ er kannski ekki svo góður eftir allt saman. Að minnsta kosti þarf góður árfarvegur að skila sínu en ekki vera stíflaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við sjálfstæðismenn lögðum til snjallvæðingu umferðarljósa eins og gert er í öðrum borgum Evrópu. Samtök iðnaðarins reiknuðu út að 15% minnkun ferðatíma sem er fyrirsjáanleg með kerfinu myndi spara 80 milljarða. En hvað var gert? Tillögunni var vísað frá. Meirihlutinn segir þessi mál vera í „góðum farvegi“. En hvernig er þessi farvegur? Jú, síðasta útboð fór af stað fyrir 15 árum, en þá voru snjallsímarnir ekki komnir fram. Ekkert frekar en sú tækni sem hér um ræðir. Aðrar borgir bjóða út svona kerfi á fjögurra ára fresti. Búið er að skoða eitt og annað „í farveginum“ hjá borginni, en ekkert verið ákveðið. Á sama tíma hefur umferðin þyngst verulega og hlutfall einkabíla vaxið mikið. Það er rýr árangur. Svipað er að sjá með rekstur borgarinnar. Þar ætla menn að læra af mistökunum. Það gengur fremur hægt eins og sjá má af síendurteknum svipuðum mistökum. Bragginn, framúrkeyrslan í Félagsbústöðum og nú áætlanagerð Sorpu eru skýrt mynstur óstjórnar. Sífellt er talað um að læra af mistökunum en það virðist ganga hægt. Það er ekki góður farvegur. Stjórnkerfið skilar ekki svörum og íbúarnir verða að sætta sig við að málin séu „í farvegi“. En langur er sá farvegur. Stundum er hollara að líta í spegil og játa það að „góði farvegurinn“ er kannski ekki svo góður eftir allt saman. Að minnsta kosti þarf góður árfarvegur að skila sínu en ekki vera stíflaður.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar