Tveimur mönnum bjargað úr bát sem strandaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2019 06:07 Mönnunum var bjargað um borð í TF EIR klukkan 02:52 í nótt. vísir/vilhelm Laust eftir miðnætti í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall frá tólf metra handfærabát sem hafði strandað rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi. Voru tveir menn um borð í bátnum. Að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni var þyrlan send strax af stað auk björgunarbáta frá Þórshöfn og Bakkafirði og skipa sem voru í grennd við strandaðan bátinn. Þá voru björgunarsveitir frá Raufarhöfn, Þórshöfn og Húsavík sendar landleiðina á staðinn. Um klukkan 01:20 kom fiskibátur á svæðið en gat ekki athafnað sig á svæðinu. Þar var þó ágætis veður, bjart en nokkur sjór. Um klukkan hálfþrjú í nótt kom svo björgunarbátur frá Bakkafirði á staðinn en sökum sjólags var ekki talið ráðlegt að reyna björgun frá sjó. Þá voru aðstæður til björgunar frá landi ekki góðar vegna aðstæðna en strandstaður var undir bjargi. Klukkan 02.35 var þyrlan TF EIR komin á vettvang og sautján mínútum síðar var búið að bjarga mönnunum um borð í þyrluna. Við birtingu verða aðstæður svo skoðaðar betur með tilliti til björgunar á bátnum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er ekki vitað hvers vegna báturinn strandaði en rannsóknarnefnd sjóslysa mun fara með rannsókn málsins. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fór úr þyrlunni og niður í bátinn.Klippa: Sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bát sem strandaði Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Laust eftir miðnætti í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall frá tólf metra handfærabát sem hafði strandað rétt utan við Skála á sunnanverðu Langanesi. Voru tveir menn um borð í bátnum. Að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni var þyrlan send strax af stað auk björgunarbáta frá Þórshöfn og Bakkafirði og skipa sem voru í grennd við strandaðan bátinn. Þá voru björgunarsveitir frá Raufarhöfn, Þórshöfn og Húsavík sendar landleiðina á staðinn. Um klukkan 01:20 kom fiskibátur á svæðið en gat ekki athafnað sig á svæðinu. Þar var þó ágætis veður, bjart en nokkur sjór. Um klukkan hálfþrjú í nótt kom svo björgunarbátur frá Bakkafirði á staðinn en sökum sjólags var ekki talið ráðlegt að reyna björgun frá sjó. Þá voru aðstæður til björgunar frá landi ekki góðar vegna aðstæðna en strandstaður var undir bjargi. Klukkan 02.35 var þyrlan TF EIR komin á vettvang og sautján mínútum síðar var búið að bjarga mönnunum um borð í þyrluna. Við birtingu verða aðstæður svo skoðaðar betur með tilliti til björgunar á bátnum. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er ekki vitað hvers vegna báturinn strandaði en rannsóknarnefnd sjóslysa mun fara með rannsókn málsins. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar sigmaður Gæslunnar fór úr þyrlunni og niður í bátinn.Klippa: Sigmaður Landhelgisgæslunnar fer í bát sem strandaði
Landhelgisgæslan Langanesbyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira