Fáklæddur ferðamaður í háskaleik við Skógafoss Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2019 11:43 Færsla Noru McMahon hefur vakið mikla athygli og umtal í Facebook-hópnum Iceland Q&A. Myndirnar af manninum sjást í skjáskoti af færslunni. Skjáskot/Facebook Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. Myndir náðust af manninum þar sem hann stendur fáklæddur við brún fossins. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis sem varð vitni að atvikinu í gær segir að lítið hefði mátt út af bregða til að illa færi fyrir ferðamanninum. Nora McMahon birti fyrst myndir af atvikinu í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. „Hvað sem þú gerir, þegar þú heimsækir Ísland, ekki vera þessi hálfviti,“ skrifar Nora við myndina. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Hér að neðan má sjá umræddar myndir á Instagram-reikningi McMahon. View this post on InstagramNext level assholery-I thought I was going to watch an idiot Instagram “influencer” die. We’re raising generations of narcissists who will do anything for a “like”. A post shared by Nora McMahon (@snora88) on Sep 9, 2019 at 12:51pm PDT Örlygur Örlygsson, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Travice, var staddur við Skógafoss um sjöleytið í gær þegar ferðamaðurinn greip til uppátækisins. Örlygur segir í samtali við Vísi að honum hafi brugðið við að sjá manninn, sem var staddur við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Fólkið virðist hafa komið að fossinum á bílaleigubíl og þá telur Örlygur að þau hafi öll verið bandarísk. „Hann stóð bara á brúninni. Ef það hefði verið smásteinn á brúninni þá hefði hann farið niður,“ segir Örlygur, sem vatt sér þvínæst upp að manninum og spurði hann út í háttalagið. Ætlunin hafi greinilega verið að ná spennandi myndum úr Íslandsferðalaginu. „Hann sagði að þetta skipti ekki máli því að lífið er allt áhætta. Ég gat ekkert sagt, var bara mjög hissa á þessu.“ Örlygur segir að maðurinn hafi komist klakklaust niður á jafnsléttu, þar sem hann hafi einnig farið á bak við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Lögreglan á Suðurlandi hafði ekki heyrt af atvikinu þegar fréttastofa hafði samband í dag. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Erlendur ferðamaður vakti athygli fyrir einkar glæfralega hegðun við Skógafoss í gærkvöldi. Myndir náðust af manninum þar sem hann stendur fáklæddur við brún fossins. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis sem varð vitni að atvikinu í gær segir að lítið hefði mátt út af bregða til að illa færi fyrir ferðamanninum. Nora McMahon birti fyrst myndir af atvikinu í Facebook-hópnum Iceland Q&A í gær. „Hvað sem þú gerir, þegar þú heimsækir Ísland, ekki vera þessi hálfviti,“ skrifar Nora við myndina. Myndum Noru var síðar deilt áfram í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar. Hátterni ferðamannsins vakti töluverða hneykslan í báðum hópum.Hér að neðan má sjá umræddar myndir á Instagram-reikningi McMahon. View this post on InstagramNext level assholery-I thought I was going to watch an idiot Instagram “influencer” die. We’re raising generations of narcissists who will do anything for a “like”. A post shared by Nora McMahon (@snora88) on Sep 9, 2019 at 12:51pm PDT Örlygur Örlygsson, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Travice, var staddur við Skógafoss um sjöleytið í gær þegar ferðamaðurinn greip til uppátækisins. Örlygur segir í samtali við Vísi að honum hafi brugðið við að sjá manninn, sem var staddur við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Fólkið virðist hafa komið að fossinum á bílaleigubíl og þá telur Örlygur að þau hafi öll verið bandarísk. „Hann stóð bara á brúninni. Ef það hefði verið smásteinn á brúninni þá hefði hann farið niður,“ segir Örlygur, sem vatt sér þvínæst upp að manninum og spurði hann út í háttalagið. Ætlunin hafi greinilega verið að ná spennandi myndum úr Íslandsferðalaginu. „Hann sagði að þetta skipti ekki máli því að lífið er allt áhætta. Ég gat ekkert sagt, var bara mjög hissa á þessu.“ Örlygur segir að maðurinn hafi komist klakklaust niður á jafnsléttu, þar sem hann hafi einnig farið á bak við fossinn ásamt samferðafólki sínu. Lögreglan á Suðurlandi hafði ekki heyrt af atvikinu þegar fréttastofa hafði samband í dag.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira