Innlent

Marglytturnar komnar hálfa leið og synda nú í frönskum sjó

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér til vinstri sést Marglytta á sundi. Til hægri er Halldóra Gyða Matthíasdóttir, ein Marglyttanna, í þann mund að stinga sér til sunds.
Hér til vinstri sést Marglytta á sundi. Til hægri er Halldóra Gyða Matthíasdóttir, ein Marglyttanna, í þann mund að stinga sér til sunds. Mynd/Samsett
Sundhópurinn Marglytturnar, sem nú þreyta sund yfir Ermarsundið, eru komnar hálfa leið og eru þannig formlega syntar inn í franska landhelgi. Enn eru þó margir klukkutímar í að Marglytturnar nái til lands hinum megin við sundið.

Marglytturnar syntu yfir miðlínuna á öðrum tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Soffíu Sigurgeirsdóttur, Marglyttu í landi, eru sundkonurnar upplitsdjarfar.

Hún segir þær jafnframt á áætlun en búist er við að sundið, sem áætlað er að taki 16 til 18 tíma, klárist í kvöld. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi.

Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×