Lífið

Elon Musk sendir Íslandi góðar kveðjur

Samúel Karl Ólason skrifar
Elon Musk.
Elon Musk. Getty/Bloomberg
Elon Musk, stofnandi rafbílafyrirtækisins Tesla, sendi Íslandi góðar kveðjur á Twitter í kvöld. Þar endurtísti hann tísti starfsmanns Tesla frá því í gær þar sem maður að nafni Jorge Milburn segist hafa fengið skringilega hlýjar móttökur á Íslandi, þrátt fyrir að „Ís“ væri í nafninu.

Jorge var viðstaddur opnun þjónustumiðstöðvar Tesla á Krókhálsi í gær. Starfsmenn fyrirtækisins áforma einnig að reka minnst þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu og á að opna þá fyrstu á næsta ári.



Sjá einnig: Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga



Í tísti sínu skrifar Musk „Ísland“ og hefur nafnið umkringt fánum og hjörtum. Í einu svari til Musk er því haldið fram að Tesla-bílar og gífurlega hátt hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa hér á landi eigi vel saman. Musk svaraði um hæl og sagði „algerlega“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×