Hárteygjan fyrir dótturina rauk upp í verði hjá Íslandspósti Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2019 16:49 Veru brá þegar heildarkostnaður við drasl sem hún pantaði fyrir dóttur sína frá Ali Express lá fyrir. Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmanni brá í brún þegar hún fór til Íslandspósts að sækja dót sem hún hafði keypt fyrir dóttur sína á netinu. „Ég er ekki búin að opna pakkann. Þetta er e-ð drasl frá Ali Express sem ég held ég hafi pantað fyrir dóttur mína. Teygja í hárið eða eitthvað álíka ómerkilegt. Sem kostaði 0.57USD,“ segir Vera í samtali við Vísi og veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta.Verðið hljóp upp úr öll valdi með aðkomu Íslandspósts Í íslenskum krónum leggur það sig á tæpar 72 krónur sú upphæð var ekkert í líkingu við það sem Veru var gert að borga fyrir pakkann. Með milligöngu Íslandspósts hljóp sá reikningur upp í 1.212 krónur. Ofan á kostnað við sjálf kaupin á hárteygjunni leggjast aðflutningsgjöld, umsýslugjöld og sendingargjald. „Mjög spes. Ég spurði afgreiðslumanninn hvað gert væri ef ég tæki ekki við honum og hann sagði að þetta yrði bara sent til baka. Ég sagði: Kostar það ekki eitthvað fyrir umheiminn? Og hann sagði jú.“Aðflutningsgjöld, umsýslugjald, sendingargjald ... menn ættu að hafa þetta allt í huga vilji þeir panta sér dót á netinu.Vera segist vera mjög feginn að hún hafi ekki pantað meira dót á netinu. En, borgaði hún reikninginn?„Jájá,“ segir Vera og hlær. „Ég bara greiddi og fór út í hláturskasti og svo fattaði ég hvað þetta var fáránlegt.“ Ætlar ekki að panta meira í bráð Vera segir að „fattarinn“ eins og hún orðar það, hafi verið langur og svo hafi hún brjálast á Facebook til að ná þessu úr kerfinu. En, Vera birti mynd af nótunni á Facebooksíðu sinni og þar blöskrar mannskapnum. „Miðaldra gráðugur kall er búinn að setja Póstinn á hausinn og neytendur eiga að borga. Íslenzka bissnissmódelið,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, til að mynda. Vísir hefur fjallað um þennan rausnarlega kostnað sem leggst ofan á varning sem saklausir Íslendingar sem vilja panta sér eitt og annað á netinu þurfa að greiða. Frá og með 3. júní lagðist svokallað sendingargjald á og er innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið er 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Alþingi samþykkti fyrir ekki svo löngu viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Vera segir að hún hefði mátt vita þetta og hefur ekki í hyggju að panta sér meira dót af netinu. Ekki í bráð. Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarmanni brá í brún þegar hún fór til Íslandspósts að sækja dót sem hún hafði keypt fyrir dóttur sína á netinu. „Ég er ekki búin að opna pakkann. Þetta er e-ð drasl frá Ali Express sem ég held ég hafi pantað fyrir dóttur mína. Teygja í hárið eða eitthvað álíka ómerkilegt. Sem kostaði 0.57USD,“ segir Vera í samtali við Vísi og veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta.Verðið hljóp upp úr öll valdi með aðkomu Íslandspósts Í íslenskum krónum leggur það sig á tæpar 72 krónur sú upphæð var ekkert í líkingu við það sem Veru var gert að borga fyrir pakkann. Með milligöngu Íslandspósts hljóp sá reikningur upp í 1.212 krónur. Ofan á kostnað við sjálf kaupin á hárteygjunni leggjast aðflutningsgjöld, umsýslugjöld og sendingargjald. „Mjög spes. Ég spurði afgreiðslumanninn hvað gert væri ef ég tæki ekki við honum og hann sagði að þetta yrði bara sent til baka. Ég sagði: Kostar það ekki eitthvað fyrir umheiminn? Og hann sagði jú.“Aðflutningsgjöld, umsýslugjald, sendingargjald ... menn ættu að hafa þetta allt í huga vilji þeir panta sér dót á netinu.Vera segist vera mjög feginn að hún hafi ekki pantað meira dót á netinu. En, borgaði hún reikninginn?„Jájá,“ segir Vera og hlær. „Ég bara greiddi og fór út í hláturskasti og svo fattaði ég hvað þetta var fáránlegt.“ Ætlar ekki að panta meira í bráð Vera segir að „fattarinn“ eins og hún orðar það, hafi verið langur og svo hafi hún brjálast á Facebook til að ná þessu úr kerfinu. En, Vera birti mynd af nótunni á Facebooksíðu sinni og þar blöskrar mannskapnum. „Miðaldra gráðugur kall er búinn að setja Póstinn á hausinn og neytendur eiga að borga. Íslenzka bissnissmódelið,“ segir Ragnheiður Pálsdóttir, til að mynda. Vísir hefur fjallað um þennan rausnarlega kostnað sem leggst ofan á varning sem saklausir Íslendingar sem vilja panta sér eitt og annað á netinu þurfa að greiða. Frá og með 3. júní lagðist svokallað sendingargjald á og er innheimt af sendingum frá útlöndum. Sendingargjaldið er 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krónur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Alþingi samþykkti fyrir ekki svo löngu viðauka við póstlög sem heimila slíka ráðstöfun en sendingargjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Vera segir að hún hefði mátt vita þetta og hefur ekki í hyggju að panta sér meira dót af netinu. Ekki í bráð.
Íslandspóstur Neytendur Tengdar fréttir Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18
Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51