Meiri stuðningur við sjálfstæði Skotlands Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. september 2019 09:00 Skoskir sjálfstæðissinnar mótmæltu í Edinborg. Þessi hundur er óhress með fyrirætlanir Boris. Nordicphotos/Getty Frestun þingsins í Westminster til 14. október var dæmd ólögleg af áfrýjunardómstól í Skotlandi. Það voru 75 þingmenn sem kærðu ákvörðun Boris Johnson og hefur úrskurðinum nú verið áfrýjað til hæstaréttar Bretlands. Það er engin tilviljun að Skotland er vettvangurinn þar sem tekist var á um lögmæti frestunarinnar. Skotland var líklegasti staðurinn til að fá jákvæða niðurstöðu og þar er andstaðan við útgöngu án samnings mest. Skotar reiða sig mikið á Evrópusamstarfið, sérstaklega á innflutt vinnuafl frá Austur-Evrópu sem að stórum hluta starfar í ferðaþjónustu, veitingageiranum og byggingariðnaði. Atvinnurekendur hafa áhyggjur vegna óvissunnar um útgönguna og hvað verður um starfsfólk þeirra. Til dæmis Willie Cameron, hótelstjóri við hið sögufræga vatn Loch Ness, sem ræddi við BBC. „Þeir segja að starfsfólkið okkar fái að vera áfram, en hvernig vitum við að það sé satt? Það gæti breyst hvenær sem er,“ sagði Cameron. Skotar kusu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. 55 prósent kusu gegn sjálfstæði en 45 með. Aðeins borgirnar Glasgow, Dundee og svæðið í kring kaus með sjálfstæði. Vindurinn fór hins vegar ekki úr sjálfstæðishreyfingunni og ári síðar vann Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur í breska þinginu. Fór úr 6 sætum í 56, sem voru næstum öll þingsæti Skotlands. Í kosningunni um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016 kusu öll kjördæmi Skotlands með áframhaldandi sambandi. Árið 2017 tapaði Skoski þjóðarflokkurinn 20 sætum, flestum til Íhaldsflokksins. Ef kosningar yrðu haldnar í dag mætti búast við því að flokkurinn ynni flest ef ekki öll sætin til baka. Nýlega sagði hin gríðarvinsæla Ruth Davidson af sér sem leiðtogi skoskra Íhaldsmanna vegna harðlínustefnu Johnsons. Enginn er í sjónmáli til að taka við af henni. Nicolu Sturgeon, og félögum í Skoska þjóðarflokknum, stafar nú mest hætta af Frjálslyndum demókrötum, en þeir vilja draga útgönguna til baka. Margir sem börðust gegn sjálfstæði Skotlands árið 2014 gerðu það til að halda Skotlandi inni í Evrópusambandinu. Til dæmis Ruaridh Hanna frá Inverness í norðurhluta landsins. Honum hefur nú alveg snúist hugur enda eru forsendurnar horfnar. Í skoðanakönnunum síðan 2014 hefur sameinað Bretland yfir leitt verið ofan á, með allt að 20 prósenta mun. Eftir að Johnson tók við hefur þetta breyst og er munurinn nú innan skekkjumarka. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vilji aðrar kosningar um sjálfstæði Skotlands, í lok árs 2020. Næstu vikur og mánuðir gætu breytt þeim áætlunum. Ljóst er að allt stefnir í aðrar þingkosningar og munu þær alfarið snúast um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Flokkarnir eru þegar farnir að ræða „hræðslubandalög“ sín á milli. Það gæti farið svo að Íhaldsmenn og Brexitflokkur Nigels Farage myndi kosningabandalag um harðlínustefnu og Skoski þjóðarflokkurinn og Verkamannaflokkurinn um mýkri lendingu. Opinberlega hafnar Verkamannaflokkurinn því að hafa lofað Skoska þjóðarflokknum annarri þjóðaratkvæðagreiðslu en átök innan flokksins um málefnið gefa til kynna að sterklega sé þrýst á það. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Frestun þingsins í Westminster til 14. október var dæmd ólögleg af áfrýjunardómstól í Skotlandi. Það voru 75 þingmenn sem kærðu ákvörðun Boris Johnson og hefur úrskurðinum nú verið áfrýjað til hæstaréttar Bretlands. Það er engin tilviljun að Skotland er vettvangurinn þar sem tekist var á um lögmæti frestunarinnar. Skotland var líklegasti staðurinn til að fá jákvæða niðurstöðu og þar er andstaðan við útgöngu án samnings mest. Skotar reiða sig mikið á Evrópusamstarfið, sérstaklega á innflutt vinnuafl frá Austur-Evrópu sem að stórum hluta starfar í ferðaþjónustu, veitingageiranum og byggingariðnaði. Atvinnurekendur hafa áhyggjur vegna óvissunnar um útgönguna og hvað verður um starfsfólk þeirra. Til dæmis Willie Cameron, hótelstjóri við hið sögufræga vatn Loch Ness, sem ræddi við BBC. „Þeir segja að starfsfólkið okkar fái að vera áfram, en hvernig vitum við að það sé satt? Það gæti breyst hvenær sem er,“ sagði Cameron. Skotar kusu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. 55 prósent kusu gegn sjálfstæði en 45 með. Aðeins borgirnar Glasgow, Dundee og svæðið í kring kaus með sjálfstæði. Vindurinn fór hins vegar ekki úr sjálfstæðishreyfingunni og ári síðar vann Skoski þjóðarflokkurinn stórsigur í breska þinginu. Fór úr 6 sætum í 56, sem voru næstum öll þingsæti Skotlands. Í kosningunni um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu árið 2016 kusu öll kjördæmi Skotlands með áframhaldandi sambandi. Árið 2017 tapaði Skoski þjóðarflokkurinn 20 sætum, flestum til Íhaldsflokksins. Ef kosningar yrðu haldnar í dag mætti búast við því að flokkurinn ynni flest ef ekki öll sætin til baka. Nýlega sagði hin gríðarvinsæla Ruth Davidson af sér sem leiðtogi skoskra Íhaldsmanna vegna harðlínustefnu Johnsons. Enginn er í sjónmáli til að taka við af henni. Nicolu Sturgeon, og félögum í Skoska þjóðarflokknum, stafar nú mest hætta af Frjálslyndum demókrötum, en þeir vilja draga útgönguna til baka. Margir sem börðust gegn sjálfstæði Skotlands árið 2014 gerðu það til að halda Skotlandi inni í Evrópusambandinu. Til dæmis Ruaridh Hanna frá Inverness í norðurhluta landsins. Honum hefur nú alveg snúist hugur enda eru forsendurnar horfnar. Í skoðanakönnunum síðan 2014 hefur sameinað Bretland yfir leitt verið ofan á, með allt að 20 prósenta mun. Eftir að Johnson tók við hefur þetta breyst og er munurinn nú innan skekkjumarka. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vilji aðrar kosningar um sjálfstæði Skotlands, í lok árs 2020. Næstu vikur og mánuðir gætu breytt þeim áætlunum. Ljóst er að allt stefnir í aðrar þingkosningar og munu þær alfarið snúast um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Flokkarnir eru þegar farnir að ræða „hræðslubandalög“ sín á milli. Það gæti farið svo að Íhaldsmenn og Brexitflokkur Nigels Farage myndi kosningabandalag um harðlínustefnu og Skoski þjóðarflokkurinn og Verkamannaflokkurinn um mýkri lendingu. Opinberlega hafnar Verkamannaflokkurinn því að hafa lofað Skoska þjóðarflokknum annarri þjóðaratkvæðagreiðslu en átök innan flokksins um málefnið gefa til kynna að sterklega sé þrýst á það.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira