Íslenski boltinn

Formaður FH í stjórn með Ed Woodward, framkvæmdarstjóra Liverpool og forseta Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar er hér lengst til hægri.
Viðar er hér lengst til hægri. mynd/eca
Viðar Halldórsson, formaður FH, var á dögunum endurkjörinn í stjórn ECA (e. European Club Association) en samtökin telja 232 lið.

Viðar hefur verið í stjórn ECA undanfarin ár en hann á nú einnig sæti í nefnd UEFA sem ber nafnið UEFA Club Competition Committee sem fer yfir mótamál og fleira í þeim dúr.

Það eru engir aukvisar með Viðari í stjórn ECA en þar má meðal annars finna forseta bæði Barcelona og PSG. Einnig eru menn á borð við Edwin van der Saar, Ed Woodward og Peter Moore.







FH er ekki eina félagið frá Íslandi sem er í samtökunum því einnig eru KR, Valur og Stjarnan í samtökunum sem hafa góða rödd innan UEFA og FIFA.

Kosið er í stjórn til fjögurra ára og mun því Viðar sitja í stjórn, að minnsta kosti til ársins 2023, en hann hefur verið formaður FH um margra ára skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×