Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. september 2019 17:38 Veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins koma verst niður á tekjulágum að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann efast um að bíleigendur eigi eftir að samþykkja svo íþyngjandi álögur. Umræðan um þunga umferð innan höfuðborgarsvæðisins hefur verið hávær síðustu daga og vikur sem ríki og sveitarfélögin á svæðinu leita leiða til þess að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær, fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna, framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á svæðinu. Gert er ráð fyrir að 125 milljarðar verði settir í hinar ýmsu framkvæmdir til ársins 2033 að viðbættu framlagi ríkisins úr samgönguáætlun. Framkvæmdir sem eru nefndar eru mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Miklubraut og Sæbraut í stokk en þyngst vega framkvæmdir við fyrirhugaða borgarlínu sem áætlað er að hefjist 2021.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur„Fólk hefur ekki efni á þessu“ Gert er ráð fyrir því að helmingur fjármagnsins sem leggja á í framkvæmdirnar, eða 60 milljarðar, verði innheimt með veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að komi til með að koma verst niður á þeim tekjulægstu. En tölur sem hafa verið nefndar eru á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð. „Þetta gætu verið auknar álögur um allt að 400 þúsund krónur á ári fyrir margar fjölskyldur hérna á höfuðborgarsvæðinu og þetta myndi leggjast þyngst á þá sem eru á jaðrinum á byggðinni. Fyrir fólk sem er í stórum tekjum þá skiptir þetta litlu máli en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum eru þetta verulegar fjárhæðir. Þetta eru tvö mánaðarlaun yfir eitt ár. Þú getur rétt ímyndað þér - fólk hefur ekki efni á þessu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir í samtali við fréttastofu að búið sé að kynna metnaðarfull markmið um uppbyggingu á samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Engar tölur hafi verið ákveðnar og þá eigi alveg eftir að útfæra hugmyndirnar.Skiptar skoðanir eru á milli ökumanna um gjaldtöku á stofnbrautumVísir/Stöð 2Ekki allir tilbúnir til þess að greiða gjald á stofnbrautum Bíleigendur eru hins vegar ekki allir tilbúnir til þess að greiða veggjöld á helstu stofnleiðum innan svæðisins. „Við erum búin að borga okkar skatta í veggjöld nú þegar“ segir Þorvaldur Stefánsson.Ertu til í að greiða einhverja ákveðna upphæð fyrir að keyra Ártúnsbrekku í hvert og eitt skipti? „Nei ég er ekki til í það,“ segir Þorvaldur. „Ég hélt að við borguðum nóg í bensíninu okkar og í öðrum gjöldum en það virðist vera notað í eitthvað annað held ég,“ segir Ægir Kópsson. „Ég held að það sé bara allt í góðu ef að við hættum að eyða hálfum deginum á stofnbrautunum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Einar Jóhann Stefánsson.Telur þú að þetta sé ekki aukin skattbyrgði á heimilin? „Að sjálfsögðu er það en hvað eigum við að gera?,“ segir Einar. Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins koma verst niður á tekjulágum að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann efast um að bíleigendur eigi eftir að samþykkja svo íþyngjandi álögur. Umræðan um þunga umferð innan höfuðborgarsvæðisins hefur verið hávær síðustu daga og vikur sem ríki og sveitarfélögin á svæðinu leita leiða til þess að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær, fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna, framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á svæðinu. Gert er ráð fyrir að 125 milljarðar verði settir í hinar ýmsu framkvæmdir til ársins 2033 að viðbættu framlagi ríkisins úr samgönguáætlun. Framkvæmdir sem eru nefndar eru mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Miklubraut og Sæbraut í stokk en þyngst vega framkvæmdir við fyrirhugaða borgarlínu sem áætlað er að hefjist 2021.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur„Fólk hefur ekki efni á þessu“ Gert er ráð fyrir því að helmingur fjármagnsins sem leggja á í framkvæmdirnar, eða 60 milljarðar, verði innheimt með veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að komi til með að koma verst niður á þeim tekjulægstu. En tölur sem hafa verið nefndar eru á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð. „Þetta gætu verið auknar álögur um allt að 400 þúsund krónur á ári fyrir margar fjölskyldur hérna á höfuðborgarsvæðinu og þetta myndi leggjast þyngst á þá sem eru á jaðrinum á byggðinni. Fyrir fólk sem er í stórum tekjum þá skiptir þetta litlu máli en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum eru þetta verulegar fjárhæðir. Þetta eru tvö mánaðarlaun yfir eitt ár. Þú getur rétt ímyndað þér - fólk hefur ekki efni á þessu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir í samtali við fréttastofu að búið sé að kynna metnaðarfull markmið um uppbyggingu á samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Engar tölur hafi verið ákveðnar og þá eigi alveg eftir að útfæra hugmyndirnar.Skiptar skoðanir eru á milli ökumanna um gjaldtöku á stofnbrautumVísir/Stöð 2Ekki allir tilbúnir til þess að greiða gjald á stofnbrautum Bíleigendur eru hins vegar ekki allir tilbúnir til þess að greiða veggjöld á helstu stofnleiðum innan svæðisins. „Við erum búin að borga okkar skatta í veggjöld nú þegar“ segir Þorvaldur Stefánsson.Ertu til í að greiða einhverja ákveðna upphæð fyrir að keyra Ártúnsbrekku í hvert og eitt skipti? „Nei ég er ekki til í það,“ segir Þorvaldur. „Ég hélt að við borguðum nóg í bensíninu okkar og í öðrum gjöldum en það virðist vera notað í eitthvað annað held ég,“ segir Ægir Kópsson. „Ég held að það sé bara allt í góðu ef að við hættum að eyða hálfum deginum á stofnbrautunum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Einar Jóhann Stefánsson.Telur þú að þetta sé ekki aukin skattbyrgði á heimilin? „Að sjálfsögðu er það en hvað eigum við að gera?,“ segir Einar.
Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25