Vilja ekki endurtaka sig Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. september 2019 08:00 Við höfum báðir talað um það að við vildum sýna saman og það er gaman að það skuli nú gerast. Fréttablaðið/Valli Valheimur er yfirskrift sýningar Matthíasar Rúnars Sigurðssonar og Sigurðar Ámundasonar sem nú stendur yfir í Hverfisgalleríi. Báðir sækja innblástur í epískar frásagnarhefðir, furðuheima og goðsagnir.Form og þróun Matthías gerir höggmyndir. „Flest verkin eru úr grágrýti og eitt verkið er úr gabbró sem minnir nokkuð á granít. Gabbróið fékk ég í Steinkompaníinu en ég fæ stundum steina þaðan og finn líka sjálfur steina og vel þá steina sem ég get borið,“ segir Matthías. „Ég byrja á því að grófmóta steinana og bý til formið og nota meðal annars hamar og meitil en einnig önnur verkfæri sem standa mér til boða, þar á meðal rafmagnsverkfæri. Í seinni tíð hef ég hugsað æ meir um formið á verkunum.“ Sigurður gerir stórar teikningar með kúlupenna og trélitum. „Ég skissa aldrei heldur byrja og tek ómeðvitaðar ákvarðanir um það hvernig teikningin á að vera. Þegar ég er búinn að gera myndina þá sé ég oft að þar er ákveðin myndbygging og einhvers konar samtal í gangi sem ég var ekki endilega búinn að velta fyrir mér. Ég ætlaði mér kannski að gera eitthvað allt öðruvísi en myndin þróaðist í aðra átt. Ég ætla mér til dæmis aldrei að hafa mikið af litadýrð í myndunum en hún kemur bara af sjálfu sér,“ segir Sigurður. Spurðir um áhrif segir Matthías: „Ég veit ekki alveg hvaðan áhrifin koma en kvikmyndir eru alveg örugglega áhrifavaldur.“ Sigurður nefnir einnig kvikmyndir og segist líka vera undir áhrifum frá vísindaskáldsögum, teiknimyndum og goðsögum. „Joseph Campbell útskýrði goðsögulegt myndmál á skemmtilegan hátt með því að taka dæmi af sögunni af prinsinum sem bjargar prinsessunni frá drekanum. Prinsinn stendur fyrir hugrekkið, prinsessan fyrir sakleysið og drekinn er skrímslið. Allt þetta er inni í okkur sjálfum. Þegar ég teikna dýr vil ég gefa því mannlega eiginleika og tengja það þannig við dýrið í sjálfum okkur.“ Báðir segjast þeir leita eftir því að gera eitthvað sem þeir hafa ekki gert áður og byggja þannig upp þekkingu. „Maður vill ekki endurtaka sig,“ segir Sigurður. Þeir eru vinir en segja það vera algjöra tilviljun að þeir voru valdir til að sýna saman. „Við höfum báðir talað um það að við vildum sýna saman og það er gaman að það skuli nú gerast,“ segja þeir. Sýning þeirra stendur til 5. október. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Valheimur er yfirskrift sýningar Matthíasar Rúnars Sigurðssonar og Sigurðar Ámundasonar sem nú stendur yfir í Hverfisgalleríi. Báðir sækja innblástur í epískar frásagnarhefðir, furðuheima og goðsagnir.Form og þróun Matthías gerir höggmyndir. „Flest verkin eru úr grágrýti og eitt verkið er úr gabbró sem minnir nokkuð á granít. Gabbróið fékk ég í Steinkompaníinu en ég fæ stundum steina þaðan og finn líka sjálfur steina og vel þá steina sem ég get borið,“ segir Matthías. „Ég byrja á því að grófmóta steinana og bý til formið og nota meðal annars hamar og meitil en einnig önnur verkfæri sem standa mér til boða, þar á meðal rafmagnsverkfæri. Í seinni tíð hef ég hugsað æ meir um formið á verkunum.“ Sigurður gerir stórar teikningar með kúlupenna og trélitum. „Ég skissa aldrei heldur byrja og tek ómeðvitaðar ákvarðanir um það hvernig teikningin á að vera. Þegar ég er búinn að gera myndina þá sé ég oft að þar er ákveðin myndbygging og einhvers konar samtal í gangi sem ég var ekki endilega búinn að velta fyrir mér. Ég ætlaði mér kannski að gera eitthvað allt öðruvísi en myndin þróaðist í aðra átt. Ég ætla mér til dæmis aldrei að hafa mikið af litadýrð í myndunum en hún kemur bara af sjálfu sér,“ segir Sigurður. Spurðir um áhrif segir Matthías: „Ég veit ekki alveg hvaðan áhrifin koma en kvikmyndir eru alveg örugglega áhrifavaldur.“ Sigurður nefnir einnig kvikmyndir og segist líka vera undir áhrifum frá vísindaskáldsögum, teiknimyndum og goðsögum. „Joseph Campbell útskýrði goðsögulegt myndmál á skemmtilegan hátt með því að taka dæmi af sögunni af prinsinum sem bjargar prinsessunni frá drekanum. Prinsinn stendur fyrir hugrekkið, prinsessan fyrir sakleysið og drekinn er skrímslið. Allt þetta er inni í okkur sjálfum. Þegar ég teikna dýr vil ég gefa því mannlega eiginleika og tengja það þannig við dýrið í sjálfum okkur.“ Báðir segjast þeir leita eftir því að gera eitthvað sem þeir hafa ekki gert áður og byggja þannig upp þekkingu. „Maður vill ekki endurtaka sig,“ segir Sigurður. Þeir eru vinir en segja það vera algjöra tilviljun að þeir voru valdir til að sýna saman. „Við höfum báðir talað um það að við vildum sýna saman og það er gaman að það skuli nú gerast,“ segja þeir. Sýning þeirra stendur til 5. október.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira