Sýknuð af morði á nýfæddu barni sínu sem hún gróf úti í garði Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2019 11:47 Richardson við dómsuppkvaðningu í Ohio í gær. Vísir/AP Brooke Skylar Richardson, tvítug kona frá Ohio sem ákærð var fyrir að myrða nýfætt barn sitt vorið 2017, var sýknuð af morðákærunum í gær. Lík barnsins fannst grafið í garði Richardson-fjölsyldunnar um tveimur mánuðum eftir fæðinguna.Sjá einnig: Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Málið hefur vakið töluverða athygli í Bandaríkjunum. Richardson var átján ára þegar hún fæddi stúlkubarn inni á baðherbergi á heimili sínu í bænum Carlisle í Ohio í maí árið 2017. Hún hafði falið meðgönguna fyrir bæði foreldrum sínum og kærasta en enginn nákominn henni hafði minnstu hugmynd um að hún gengi með barn. Eins og áður segir var Richardson sýknuð af ákærum um morð. Þá var hún einnig sýknuð af ákærum um að stofna lífi barns í hættu, auk manndrápsákæru. Richardson var hins vegar sakfelld fyrir að svívirða lík. Refsing yfir henni verður kveðin upp síðar dag. Gert er ráð fyrir að hún hljóti skilorðsbundinn dóm.Richardson ræðir við föður sinn, Scott, í dómsal á miðvikudag.Vísir/APSaksóknari hélt því fram að Richardson hefði fætt barnið, lamið það í höfuðið og grafið líkið svo úti í garði. Þetta var byggt á niðurstöðum réttarmeinalæknis, sem sagði barnið hafa látist af „ofbeldi ætluðu til manndráps“. Saksóknari byggði mál sitt jafnframt á því að Richardson hefði slegið leitarorðin „hvernig skal losa sig við barn“ inn í leitarvélar á netinu. Þá hafi hún viðurkennt í yfirheyrslu lögreglu að hún gæti hafa séð barnið hreyfa sig og gefa frá sér hljóð. Richardson hafi þannig myrt barnið, og það hafi hún enn fremur gert til að fá ekki smánarblett á „fullkomið líf“ sitt. Richardson hélt því ætíð fram að barnið, sem hún nefndi Annabelle, hafi fæðst andvana. Hún hafi grafið líkið vegna þess að hún var sorgmædd og hrædd. Sálfræðingur sem bar vitni við réttarhöldin sagði að klækjabrögðum hefði verið beitt við yfirheyrslur til að knýja fram falskar yfirlýsingar Richardson. Hún væri bæði berskjölduð og óþroskuð, auk þess sem hún væri haldin persónuleikaröskun sem gerði henni illmögulegt annað en að þóknast yfirboðurum sínum. Þannig ætti lögregla afar auðvelt með að sannfæra hana um að lýsa á hendur sér glæpsamlegu athæfi. Bandaríkin Tengdar fréttir Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30 Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Sjá meira
Brooke Skylar Richardson, tvítug kona frá Ohio sem ákærð var fyrir að myrða nýfætt barn sitt vorið 2017, var sýknuð af morðákærunum í gær. Lík barnsins fannst grafið í garði Richardson-fjölsyldunnar um tveimur mánuðum eftir fæðinguna.Sjá einnig: Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Málið hefur vakið töluverða athygli í Bandaríkjunum. Richardson var átján ára þegar hún fæddi stúlkubarn inni á baðherbergi á heimili sínu í bænum Carlisle í Ohio í maí árið 2017. Hún hafði falið meðgönguna fyrir bæði foreldrum sínum og kærasta en enginn nákominn henni hafði minnstu hugmynd um að hún gengi með barn. Eins og áður segir var Richardson sýknuð af ákærum um morð. Þá var hún einnig sýknuð af ákærum um að stofna lífi barns í hættu, auk manndrápsákæru. Richardson var hins vegar sakfelld fyrir að svívirða lík. Refsing yfir henni verður kveðin upp síðar dag. Gert er ráð fyrir að hún hljóti skilorðsbundinn dóm.Richardson ræðir við föður sinn, Scott, í dómsal á miðvikudag.Vísir/APSaksóknari hélt því fram að Richardson hefði fætt barnið, lamið það í höfuðið og grafið líkið svo úti í garði. Þetta var byggt á niðurstöðum réttarmeinalæknis, sem sagði barnið hafa látist af „ofbeldi ætluðu til manndráps“. Saksóknari byggði mál sitt jafnframt á því að Richardson hefði slegið leitarorðin „hvernig skal losa sig við barn“ inn í leitarvélar á netinu. Þá hafi hún viðurkennt í yfirheyrslu lögreglu að hún gæti hafa séð barnið hreyfa sig og gefa frá sér hljóð. Richardson hafi þannig myrt barnið, og það hafi hún enn fremur gert til að fá ekki smánarblett á „fullkomið líf“ sitt. Richardson hélt því ætíð fram að barnið, sem hún nefndi Annabelle, hafi fæðst andvana. Hún hafi grafið líkið vegna þess að hún var sorgmædd og hrædd. Sálfræðingur sem bar vitni við réttarhöldin sagði að klækjabrögðum hefði verið beitt við yfirheyrslur til að knýja fram falskar yfirlýsingar Richardson. Hún væri bæði berskjölduð og óþroskuð, auk þess sem hún væri haldin persónuleikaröskun sem gerði henni illmögulegt annað en að þóknast yfirboðurum sínum. Þannig ætti lögregla afar auðvelt með að sannfæra hana um að lýsa á hendur sér glæpsamlegu athæfi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30 Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Sjá meira
Gefið að sök að hafa grafið ungabarn lifandi Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningum sem skýrt geta nánar frá dánarorsök barnsins 22. júlí 2017 18:30