Innlent

Nýjar götur á Gelgju­tanga komnar með nafn

Atli Ísleifsson skrifar
Uppbyggingarsvæðið er í 104 Reykjavík.
Uppbyggingarsvæðið er í 104 Reykjavík. Reykjavíkurborg
Nýjar götur verða lagðar á Gelgjutanga í Reykjavík í tengslum við uppbyggingu þar og hafa þær nú fengið nafn.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að breytingar verði gerðar á austasta hluta Kleppsmýrarvegar og gatnamótum við Kjalarvog og þar verði nýjar götur lagðar sem hafi fengið nöfnin Bátavogur og Stefnisvogur. Framundan er uppbygging á svæðinu.

„Framkvæmdir hefjast í næstu viku og verður aðkomu að hafnarsvæðinu beint um Brúarvog. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdasvæðið og huga að merktum hjáleiðum.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki í nóvember,“ segir í tilkynningunni.

Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×