Íslenski boltinn

Þjálfari Fjölnis skálaði í Pepsi Max: „Gleðjumst yfir því að takmarkinu sé náð“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var að vonum sáttur eftir að hans menn tryggðu sér sæti í Pepsi Max-deild karla með 1-1 jafntefli gegn Leikni R. í dag.

„Úrslitin eru það sem skiptir máli. Þetta var erfiður leikur eins og við vissum að þetta yrði. Leiknir er með gott lið, aðstæður voru erfiðar og það var margt erfitt við leikinn. En við fengum stigið sem við þurftum,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi eftir leikinn á Extra-vellinum í Grafarvogi í dag.

„Auðvitað hefðum við viljað vinna leikinn en gleðjumst yfir því að takmarkinu sé náð.“

Ásmundur var hinn kátasti í viðtalinu og skálaði í Pepsi Max, að sjálfsögðu.

„Við erum með nokkra sem hafa spilað áður í efstu deild en engu að síður höfum við notað marga unga leikmenn. Það er góð blanda í liðinu,“ sagði Ásmundur aðspurður um möguleika Fjölnis í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili.

„Þetta verður bara að koma í ljós. Það er langur vetur framundan og við skoðum hvað við getum gert í framhaldinu.“

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Ásmund auk viðtals við Jóhann Árna Gunnarsson og Guðmund Karl Guðmundsson. Þá má sjá Fjölnismenn fagna inni í búningsklefa eftir leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×