Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2019 09:37 Planet Labs náði mynd af reiknum sem steig upp eftir sprenginguna í olíuvinnslustöðinni á einn gervihnatta sinna. ap/Planet Labs Inc Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Írani í gær um að bera ábyrgð á árásinni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Hætta þurfti framleiðslu tímabundið í Abqaiq olíuvinnslustöðinni og á Khurais olíuakrinum en jemenskir Húta-uppreisnarmenn lýstu yfir ábyrgð á árásunum í gær. Önnur stöðin sem sprengd var er sú stærsta í heimi og talið er að flutningur allt að 5,7 milljón olíutunna muni frestast en yfirvöld í Riyadh segja byrgðir ríkisins vera nægar til að bjarga málunum. Talið er að árásin muni hafa gríðarleg áhrif á orkuverð í heiminum en hún jók einnig spennu á svæðinu til muna og þá sérstaklega á milli Íran og Bandaríkjanna. Mikil átök hafa verið á milli ríkjanna tveggja vegna kjarnorkusamnings sem ríkin skrifuðu undir, ásamt fleiri stórríkjum, árið 2015. Bandaríkin sögðu sig frá samningnum í fyrra og hefur Íran orðið uppvíst um samningsbrot síðan þá. Seint í gærkvöldi leitaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Twitter og sakaði þar Íran um að bera ábyrgð á árásinni án þess að færa rök fyrir máli sínu. Bandaríkin, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, bandamenn þeirra við Persaflóa og sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja Írani sjá Hútum fyrir vopnum og drónum en Tehran hefur ítrekað neitað því. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Abbas Mousavi, sagði ásakanir Pompeo stoðlausar og þýðingarlausar. Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Írani í gær um að bera ábyrgð á árásinni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Hætta þurfti framleiðslu tímabundið í Abqaiq olíuvinnslustöðinni og á Khurais olíuakrinum en jemenskir Húta-uppreisnarmenn lýstu yfir ábyrgð á árásunum í gær. Önnur stöðin sem sprengd var er sú stærsta í heimi og talið er að flutningur allt að 5,7 milljón olíutunna muni frestast en yfirvöld í Riyadh segja byrgðir ríkisins vera nægar til að bjarga málunum. Talið er að árásin muni hafa gríðarleg áhrif á orkuverð í heiminum en hún jók einnig spennu á svæðinu til muna og þá sérstaklega á milli Íran og Bandaríkjanna. Mikil átök hafa verið á milli ríkjanna tveggja vegna kjarnorkusamnings sem ríkin skrifuðu undir, ásamt fleiri stórríkjum, árið 2015. Bandaríkin sögðu sig frá samningnum í fyrra og hefur Íran orðið uppvíst um samningsbrot síðan þá. Seint í gærkvöldi leitaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Twitter og sakaði þar Íran um að bera ábyrgð á árásinni án þess að færa rök fyrir máli sínu. Bandaríkin, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, bandamenn þeirra við Persaflóa og sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja Írani sjá Hútum fyrir vopnum og drónum en Tehran hefur ítrekað neitað því. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Abbas Mousavi, sagði ásakanir Pompeo stoðlausar og þýðingarlausar.
Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44