Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2019 06:45 Kjarasamningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Mjög hægur gangur hefur verið í viðræðunum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við samþykktum að taka frí frá viðræðum í sumar með því fororði að þá yrði þetta tekið föstum tökum. Það hefur því miður ekki gerst sem eru þvílík vonbrigði að það hálfa væri nóg,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, um stöðuna í viðræðunum. Samningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Í lok júní var svo samið um viðræðuhlé fram í miðjan ágúst og samþykktu ríki og sveitarfélög að greiða starfsmönnum sínum eingreiðslu vegna þess hve gerð samninga hafði tafist. Samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.„Það eru allir að kvarta undan þessu seinlæti okkar viðsemjenda. Þeir eiga nú ekki mikið inni hjá okkur áður en við förum eitthvað að beita okkur. Ég geri fastlega ráð fyrir að við sjáum til hvernig gengur í þessari viku og byrjun næstu,“ segir Árni Stefán. Fari hlutirnir ekki að skýrast og gangur að komast í viðræðurnar þurfi að fara að huga að einhverju öðru. „Þá þyrfti að vísa til ríkissáttasemjara svo við hefðum þá möguleikann á að fara eitthvað lengra. Við förum ekki í neinar aðgerðir nema að vera búin að vísa til ríkissáttasemjara.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og Árni Stefán og segir viðræður ganga afar hægt. „Það komst aðeins hreyfing á málin eftir sumarleyfi. En það er í rauninni ekki farið að móta fyrir neinum alvöru samningaviðræðum,“ segir Þórunn. Ýmsar hugmyndir séu á borðinu af beggja hálfu sem ræddar hafi verið fram og til baka. Þórunn segist binda vonir við tillögur starfshóps sem leitað hefur að leiðum til að létta endurgreiðslubyrði námslána. „Sá hópur er að klára og tillögurnar eru um það bil að lenda hjá forsætisráðherra.“Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að því miður hafi lítið þokast í viðræðum um stóru málin eins og styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli almenna og opinberu markaðanna. „Það er að taka mun lengri tíma en nokkur gerði ráð fyrir og ennþá nokkuð langt á milli okkar. Við upplifum það svolítið þannig að við stöndum á sama stað,“ segir hún. Sonja segir BSRB leggja mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar verði innleidd án launaskerðingar og vísar í góða reynslu af tilraunaverkefnum. Áfram verður fundað í vikunni en á næsta föstudag munu samninganefndir BSRB hittast og fara yfir stöðuna. „Maður finnur það að okkar félagsmenn eru ekki ánægðir með þessa framvindu og vilja fara að sjá einhverja niðurstöðu. Ef ekkert breytist í viðræðunum í þessari viku þá þurfum við að fara að hugsa hvort við setjum ekki viðræðurnar í einhvern annan farveg til að reyna að þoka þessu áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við samþykktum að taka frí frá viðræðum í sumar með því fororði að þá yrði þetta tekið föstum tökum. Það hefur því miður ekki gerst sem eru þvílík vonbrigði að það hálfa væri nóg,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, um stöðuna í viðræðunum. Samningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Í lok júní var svo samið um viðræðuhlé fram í miðjan ágúst og samþykktu ríki og sveitarfélög að greiða starfsmönnum sínum eingreiðslu vegna þess hve gerð samninga hafði tafist. Samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.„Það eru allir að kvarta undan þessu seinlæti okkar viðsemjenda. Þeir eiga nú ekki mikið inni hjá okkur áður en við förum eitthvað að beita okkur. Ég geri fastlega ráð fyrir að við sjáum til hvernig gengur í þessari viku og byrjun næstu,“ segir Árni Stefán. Fari hlutirnir ekki að skýrast og gangur að komast í viðræðurnar þurfi að fara að huga að einhverju öðru. „Þá þyrfti að vísa til ríkissáttasemjara svo við hefðum þá möguleikann á að fara eitthvað lengra. Við förum ekki í neinar aðgerðir nema að vera búin að vísa til ríkissáttasemjara.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og Árni Stefán og segir viðræður ganga afar hægt. „Það komst aðeins hreyfing á málin eftir sumarleyfi. En það er í rauninni ekki farið að móta fyrir neinum alvöru samningaviðræðum,“ segir Þórunn. Ýmsar hugmyndir séu á borðinu af beggja hálfu sem ræddar hafi verið fram og til baka. Þórunn segist binda vonir við tillögur starfshóps sem leitað hefur að leiðum til að létta endurgreiðslubyrði námslána. „Sá hópur er að klára og tillögurnar eru um það bil að lenda hjá forsætisráðherra.“Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að því miður hafi lítið þokast í viðræðum um stóru málin eins og styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli almenna og opinberu markaðanna. „Það er að taka mun lengri tíma en nokkur gerði ráð fyrir og ennþá nokkuð langt á milli okkar. Við upplifum það svolítið þannig að við stöndum á sama stað,“ segir hún. Sonja segir BSRB leggja mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar verði innleidd án launaskerðingar og vísar í góða reynslu af tilraunaverkefnum. Áfram verður fundað í vikunni en á næsta föstudag munu samninganefndir BSRB hittast og fara yfir stöðuna. „Maður finnur það að okkar félagsmenn eru ekki ánægðir með þessa framvindu og vilja fara að sjá einhverja niðurstöðu. Ef ekkert breytist í viðræðunum í þessari viku þá þurfum við að fara að hugsa hvort við setjum ekki viðræðurnar í einhvern annan farveg til að reyna að þoka þessu áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira