Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2019 06:45 Kjarasamningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Mjög hægur gangur hefur verið í viðræðunum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við samþykktum að taka frí frá viðræðum í sumar með því fororði að þá yrði þetta tekið föstum tökum. Það hefur því miður ekki gerst sem eru þvílík vonbrigði að það hálfa væri nóg,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, um stöðuna í viðræðunum. Samningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Í lok júní var svo samið um viðræðuhlé fram í miðjan ágúst og samþykktu ríki og sveitarfélög að greiða starfsmönnum sínum eingreiðslu vegna þess hve gerð samninga hafði tafist. Samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.„Það eru allir að kvarta undan þessu seinlæti okkar viðsemjenda. Þeir eiga nú ekki mikið inni hjá okkur áður en við förum eitthvað að beita okkur. Ég geri fastlega ráð fyrir að við sjáum til hvernig gengur í þessari viku og byrjun næstu,“ segir Árni Stefán. Fari hlutirnir ekki að skýrast og gangur að komast í viðræðurnar þurfi að fara að huga að einhverju öðru. „Þá þyrfti að vísa til ríkissáttasemjara svo við hefðum þá möguleikann á að fara eitthvað lengra. Við förum ekki í neinar aðgerðir nema að vera búin að vísa til ríkissáttasemjara.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og Árni Stefán og segir viðræður ganga afar hægt. „Það komst aðeins hreyfing á málin eftir sumarleyfi. En það er í rauninni ekki farið að móta fyrir neinum alvöru samningaviðræðum,“ segir Þórunn. Ýmsar hugmyndir séu á borðinu af beggja hálfu sem ræddar hafi verið fram og til baka. Þórunn segist binda vonir við tillögur starfshóps sem leitað hefur að leiðum til að létta endurgreiðslubyrði námslána. „Sá hópur er að klára og tillögurnar eru um það bil að lenda hjá forsætisráðherra.“Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að því miður hafi lítið þokast í viðræðum um stóru málin eins og styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli almenna og opinberu markaðanna. „Það er að taka mun lengri tíma en nokkur gerði ráð fyrir og ennþá nokkuð langt á milli okkar. Við upplifum það svolítið þannig að við stöndum á sama stað,“ segir hún. Sonja segir BSRB leggja mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar verði innleidd án launaskerðingar og vísar í góða reynslu af tilraunaverkefnum. Áfram verður fundað í vikunni en á næsta föstudag munu samninganefndir BSRB hittast og fara yfir stöðuna. „Maður finnur það að okkar félagsmenn eru ekki ánægðir með þessa framvindu og vilja fara að sjá einhverja niðurstöðu. Ef ekkert breytist í viðræðunum í þessari viku þá þurfum við að fara að hugsa hvort við setjum ekki viðræðurnar í einhvern annan farveg til að reyna að þoka þessu áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Væri skömm að hjálpa ekki fleirum upp úr holunni Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
„Við samþykktum að taka frí frá viðræðum í sumar með því fororði að þá yrði þetta tekið föstum tökum. Það hefur því miður ekki gerst sem eru þvílík vonbrigði að það hálfa væri nóg,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, um stöðuna í viðræðunum. Samningar á opinbera markaðnum hafa nú verið lausir frá byrjun apríl. Í lok júní var svo samið um viðræðuhlé fram í miðjan ágúst og samþykktu ríki og sveitarfélög að greiða starfsmönnum sínum eingreiðslu vegna þess hve gerð samninga hafði tafist. Samninganefnd Sameykis á í viðræðum við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.„Það eru allir að kvarta undan þessu seinlæti okkar viðsemjenda. Þeir eiga nú ekki mikið inni hjá okkur áður en við förum eitthvað að beita okkur. Ég geri fastlega ráð fyrir að við sjáum til hvernig gengur í þessari viku og byrjun næstu,“ segir Árni Stefán. Fari hlutirnir ekki að skýrast og gangur að komast í viðræðurnar þurfi að fara að huga að einhverju öðru. „Þá þyrfti að vísa til ríkissáttasemjara svo við hefðum þá möguleikann á að fara eitthvað lengra. Við förum ekki í neinar aðgerðir nema að vera búin að vísa til ríkissáttasemjara.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tekur í svipaðan streng og Árni Stefán og segir viðræður ganga afar hægt. „Það komst aðeins hreyfing á málin eftir sumarleyfi. En það er í rauninni ekki farið að móta fyrir neinum alvöru samningaviðræðum,“ segir Þórunn. Ýmsar hugmyndir séu á borðinu af beggja hálfu sem ræddar hafi verið fram og til baka. Þórunn segist binda vonir við tillögur starfshóps sem leitað hefur að leiðum til að létta endurgreiðslubyrði námslána. „Sá hópur er að klára og tillögurnar eru um það bil að lenda hjá forsætisráðherra.“Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að því miður hafi lítið þokast í viðræðum um stóru málin eins og styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli almenna og opinberu markaðanna. „Það er að taka mun lengri tíma en nokkur gerði ráð fyrir og ennþá nokkuð langt á milli okkar. Við upplifum það svolítið þannig að við stöndum á sama stað,“ segir hún. Sonja segir BSRB leggja mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar verði innleidd án launaskerðingar og vísar í góða reynslu af tilraunaverkefnum. Áfram verður fundað í vikunni en á næsta föstudag munu samninganefndir BSRB hittast og fara yfir stöðuna. „Maður finnur það að okkar félagsmenn eru ekki ánægðir með þessa framvindu og vilja fara að sjá einhverja niðurstöðu. Ef ekkert breytist í viðræðunum í þessari viku þá þurfum við að fara að hugsa hvort við setjum ekki viðræðurnar í einhvern annan farveg til að reyna að þoka þessu áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Væri skömm að hjálpa ekki fleirum upp úr holunni Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira