Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. september 2019 06:15 Haraldur fundaði með dómsmálaráðherra í gær. Eftir fundinn sagði hann við fjölmiðla að of mikið hefði verið gert úr orðum hans um að spilling þrífist innan lögreglunnar. Fréttablaðið/Anton Brink Dómsmálaráðherra hefur sett af stað vinnu til að takast á við ólgu innan lögreglunnar og beinist hún sérstaklega að ríkislögreglustjóra. Um er að ræða vinnu í samstarfi við helstu aðila um hvernig best sé að hátta fyrirkomulagi lögregluembætta til frambúðar. „Ég tel mikilvægt að þessi vinna sé upphafið á stefnumótun og skipulagsbreytingum innan lögreglunnar. Nú eru liðin fimm ár frá því að umtalsverð endurskipulagning átti sér stað og það er komin talsverð reynsla á skipulagið. Vegna stöðunnar sem er uppi er nauðsynlegt að skoða þessi mál vel og hratt,“ segir ráðherrann sem einnig fundaði með Landssambandi lögreglumanna og Félagi lögreglustjóra í gær. „Það kom skýrt fram á fundi mínum með ríkislögreglustjóra að við erum sammála um að fyrirkomulagið í dag sé ekki að virka. Ég er opin fyrir breytingum sem gætu aukið hagkvæmni og minnkað yfirstjórn.“ Sjálfur hefur Haraldur sagst vilja hafa einn lögreglustjóra yfir landinu og vilja „fækka silkihúfum“.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Líkt og fram hefur komið hefur ríkislögreglustjóri verið mikið gagnrýndur. Aðfinnslur hafa snúist að persónu hans, en ekki síður rekstri embættisins, svo sem bílamiðstöðvarinnar sem sér lögregluembættum fyrir bifreiðum. Ákveðið hefur verið að leggja miðstöðina niður. Þá hefur Ríkisendurskoðun hafið úttekt á embættinu. Lögreglustjórafélagið hefur einnig fundað vegna málsins, þar sem viðtal Morgunblaðsins við ríkislögreglustjóra var meðal annars rætt. Í viðtalinu hótar hann því að ljóstra upp um spillingu innan lögreglunnar verði hann látinn fara. Samkvæmt heimildum hefur engin tilkynning borist frá ríkislögreglustjóra til héraðssaksóknara um meinta spillingu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá héraðssaksóknara um hvort hafin skuli rannsókn vegna þeirra fullyrðinga um spillingu sem hafðar voru eftir ríkislögreglustjóra í viðtalinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur sett af stað vinnu til að takast á við ólgu innan lögreglunnar og beinist hún sérstaklega að ríkislögreglustjóra. Um er að ræða vinnu í samstarfi við helstu aðila um hvernig best sé að hátta fyrirkomulagi lögregluembætta til frambúðar. „Ég tel mikilvægt að þessi vinna sé upphafið á stefnumótun og skipulagsbreytingum innan lögreglunnar. Nú eru liðin fimm ár frá því að umtalsverð endurskipulagning átti sér stað og það er komin talsverð reynsla á skipulagið. Vegna stöðunnar sem er uppi er nauðsynlegt að skoða þessi mál vel og hratt,“ segir ráðherrann sem einnig fundaði með Landssambandi lögreglumanna og Félagi lögreglustjóra í gær. „Það kom skýrt fram á fundi mínum með ríkislögreglustjóra að við erum sammála um að fyrirkomulagið í dag sé ekki að virka. Ég er opin fyrir breytingum sem gætu aukið hagkvæmni og minnkað yfirstjórn.“ Sjálfur hefur Haraldur sagst vilja hafa einn lögreglustjóra yfir landinu og vilja „fækka silkihúfum“.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Líkt og fram hefur komið hefur ríkislögreglustjóri verið mikið gagnrýndur. Aðfinnslur hafa snúist að persónu hans, en ekki síður rekstri embættisins, svo sem bílamiðstöðvarinnar sem sér lögregluembættum fyrir bifreiðum. Ákveðið hefur verið að leggja miðstöðina niður. Þá hefur Ríkisendurskoðun hafið úttekt á embættinu. Lögreglustjórafélagið hefur einnig fundað vegna málsins, þar sem viðtal Morgunblaðsins við ríkislögreglustjóra var meðal annars rætt. Í viðtalinu hótar hann því að ljóstra upp um spillingu innan lögreglunnar verði hann látinn fara. Samkvæmt heimildum hefur engin tilkynning borist frá ríkislögreglustjóra til héraðssaksóknara um meinta spillingu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá héraðssaksóknara um hvort hafin skuli rannsókn vegna þeirra fullyrðinga um spillingu sem hafðar voru eftir ríkislögreglustjóra í viðtalinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24