Liverpool liðið með slökustu byrjun Evrópumeistara í aldarfjórðung Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 15:30 Sadio Mane og félagar uppskáru ekkert í Napoli í gærkvöldi. Getty/ Francesco Pecoraro Það þarf að fara langt aftur til að finna titilvörn í Meistaradeildinni sem byrjaði jafn illa og hjá Liverpool liðinu í gærkvöldi. Liverpool byrjaði titilvörn sína í Meistaradeildinni ekki vel eða með 2-0 tapi á útivelli á móti ítalska félaginu Napoli. Dries Mertens og Fernando Llorente skoruðu mörk Napoli á síðustu átta mínútunum en seinna markið kom á annarri mínútu í uppbótatíma. Fyrra markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem Andy Robertson fékk dæma á sig en það seinna eftir óvenjuleg mistök hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk Það þarf að fara aftur til ársins 1994 til að finna Evrópumeistara sem byrjuðu titilvörn sína á tapi.Liverpool is the first reigning UEFA Champions League winner to lose its opening match since AC Milan lost to Ajax in 1994. pic.twitter.com/9joTzFbCjF — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019AC Milan tapaði þá 2-0 á útivelli á móti Ajax og bæði mörkin komu í seinni hálfleiknum. Mörkin skoruðu þeir Ronald de Boer og Jari Litmanen. Bæði Ajax og AC Milan komust á endanum upp úr riðlinum. Ajax og AC Milan fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn þar sem Ajax vann 1-0 sigur með marki Patrick Kluivert fimm mínútum fyrir leikslok. Titilvörn Real Madrid í fyrra hófst á 3-0 heimasigri á Roma og árið á undan byrjaði titilvörn Real Madrid á 3-0 heimasigri á APOEL frá Kýpur. Real vann síðan 2-1 heimasigur á Sporting CP haustið 2016. Annars eru vandræði Liverpool mikil á útivelli í riðlakeppninni en liðið hefur nú tapað fjórum útileikjum í röð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.Liverpool have lost four consecutive #UCL group stage away games: Napoli 1-0 LFC Crvena Zvezda 2-0 LFC PSG 2-1 LFC Napoli 2-0 LFC Last season ended up alright though... https://t.co/L9Njg7vKJq — Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Það þarf að fara langt aftur til að finna titilvörn í Meistaradeildinni sem byrjaði jafn illa og hjá Liverpool liðinu í gærkvöldi. Liverpool byrjaði titilvörn sína í Meistaradeildinni ekki vel eða með 2-0 tapi á útivelli á móti ítalska félaginu Napoli. Dries Mertens og Fernando Llorente skoruðu mörk Napoli á síðustu átta mínútunum en seinna markið kom á annarri mínútu í uppbótatíma. Fyrra markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem Andy Robertson fékk dæma á sig en það seinna eftir óvenjuleg mistök hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk Það þarf að fara aftur til ársins 1994 til að finna Evrópumeistara sem byrjuðu titilvörn sína á tapi.Liverpool is the first reigning UEFA Champions League winner to lose its opening match since AC Milan lost to Ajax in 1994. pic.twitter.com/9joTzFbCjF — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019AC Milan tapaði þá 2-0 á útivelli á móti Ajax og bæði mörkin komu í seinni hálfleiknum. Mörkin skoruðu þeir Ronald de Boer og Jari Litmanen. Bæði Ajax og AC Milan komust á endanum upp úr riðlinum. Ajax og AC Milan fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn þar sem Ajax vann 1-0 sigur með marki Patrick Kluivert fimm mínútum fyrir leikslok. Titilvörn Real Madrid í fyrra hófst á 3-0 heimasigri á Roma og árið á undan byrjaði titilvörn Real Madrid á 3-0 heimasigri á APOEL frá Kýpur. Real vann síðan 2-1 heimasigur á Sporting CP haustið 2016. Annars eru vandræði Liverpool mikil á útivelli í riðlakeppninni en liðið hefur nú tapað fjórum útileikjum í röð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.Liverpool have lost four consecutive #UCL group stage away games: Napoli 1-0 LFC Crvena Zvezda 2-0 LFC PSG 2-1 LFC Napoli 2-0 LFC Last season ended up alright though... https://t.co/L9Njg7vKJq — Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira