Breyta brúðarkjólum í englaklæði til að jarða börn í Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. september 2019 16:30 Á myndinni má sjá kjólana sem Jessica og móðir hennar gáfu árið 2017. „Það að geta tekið lítið sandkorn af áhyggjum af skipulagningunni finnst mér sjálfsagt. Dóttir mín sem lést heldur þannig áfram að gefa á einhvern hátt,“ segir Jessica Leigh Andrésdóttir. Hún safnar nú brúðarkjólum í samstarfi við Gleym mér ei, styrktarfélag fyrir foreldra sem missa barn á meðgöngu eða eftir fæðingu. Brúðarkjólunum verður breytt í kjóla fyrir börn sem látast á meðgöngu og eftir fæðingu. Þetta málefni er Jessicu mjög persónulegt en hún hefur sjálf þurft að jarða barnið sitt. Katrín Helga Gunnarsdóttir fæddist fyrir tímann og lést í júlí árið 2015. „Hún fæddist eftir 23 vikur, slétt. Maður þarf að skipuleggja útför og við fórum að hugsa um allskonar eins og blóm en svo þegar það voru bara nokkrir dagar í þetta þá kom þessi hugsun, bíddu viljum við ekki hafa hana í einhverju?“ Jessica segir að sem betur fer hafi sá hausverkur verið tekinn af þeim af dásamlegum fjölskyldumeðlimi. „Sem betur fer á ég yndislega tengdamóður sem er ofboðslega klár að prjóna og hekla. Hún heklaði yndislegan kjól handa henni. Ég á fyrirbura fyrir sem er á lífi í dag og það hafði verið prjónuð húfa og sokkar á þá dóttur mína sem að passaði á Katrínu svo hún fékk það líka.“ Rætt var við Jessicu um fyrstu fyrirburafæðingu hennar í Íslandi í dag árið 2014, en Elísabet Anna dóttir hennar er fimm ára gömul í dag. Eftir missinn þeirra árið 2015 frétti móðir Jessicu af hópi kvenna í Bandaríkjunum sem sauma litla kjóla úr brúðarkjólum. „Hún horfði á mig syrgja og syrgði sjálf og vildi því að kjólinn sinn færi í eitthvað svona.“ Móðir Jessicu sendi sinn brúðarkjól til Bandaríkjanna og fékk til baka 13 fallega kjóla sem þær gáfu fæðingardeild Landspítalans í nafni Katrínar Helgu. „Þegar ég gerði þetta áður þá var þetta einn kjóll, klæðin voru gerð úr einum kjól frá mömmu minni og ég vissi náttúrulega að þetta myndi ekki duga mjög lengi. Svo hitti ég ljósmóður um daginn sem vinnur á fæðingardeildinni og hún sagði mér að kjólarnir væru búnir. Það fannst mér bara skelfilegt. Bæði að þeir væru búnir, að það væri svona mikil þörf á þeim og að það væri ekki hægt að létta undir syrgjandi foreldrum örlítið.“Jessica missti dóttur sína, Katrínu Helgu, í júlí 2015 eftir 23 vikna meðgöngu.Úr einkasafniOrðlaus yfir viðbrögðunum Jessica ákvað þá að láta reyna á mátt samfélagsmiðla í vikunni og setti inn auglýsingu á Facebook. „Mig vantar að finna hóp af fólki sem kann að sauma og er tilbúinn að gefa tíma sinn í verðugt verkefni. Verkefnið snýst um að taka brúðarkjóla og gera úr þeim klæði til að jarða börn í. Já, börn af öllum stærðum. Því miður er of mikið af fólki sem er í þessum aðstæðum að þurfa að jarða barnið sitt.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og þegar þetta er skrifað hefur hún nú þegar fengið 15 konur sem tilbúnar eru að sauma og meira en 30 konur hafa gefið brúðarkjólinn sinn í þetta verkefni. Þessar tölur hækka hratt og er greinilegt að margir vilja aðstoða. Verkefnið hefur nú fengið nafnið Englaklæði og stofnaði Jessica hóp á Facebook undir því nafni. „Ég á ekki orð yfir viðbrögðunum. Ég hef varla undan því að svara símtölum og skilaboðum á Facebook, allt frá konum. Þetta eru konur sem að vilja gefa kjóla og konur sem eiga ekki kjóla en kunna að sauma. Ég stofnaði því hópinn svo það væri auðveldara að halda utan um þetta og er best að fólk skrái sig og skrifi færslur þar inn.“ Rakel Ýr Leifsdóttir klæðskeri hefur tekið að sér að gera snið fyrir kjólana í stærðum frá XS upp í L. „Kjólarnir eru gerðir í mismunandi stærðum því að meðgöngulengdin hjá konum er mismunandi. Það eru líka gerðir vasar fyrir fóstur, þau sem eru of lítil til að klæða í kjól. Ég vil að þessir kjólar séu opnir að aftan svo það sé auðvelt að klæða þau í þá.“ Jessica segist djúpt snortin og verulega meyr yfir viðbrögðunum sem verkefnið er að fá. Þörfin fyrir þessa kjóla sé mikil þar sem fjöldi foreldra gangi í gegnum þessa sorg á hverju ári. „Það skiptir mig miklu máli að kjólarnir fari á alla landsbyggðina. Að þetta sé ekki bara í boði á fæðingardeildinni í Reykjavík heldur á öllum sjúkrahúsum þar sem konur fæða börn. Það sem Gleym mér ei segir mér er að það þurfi 120 klæði á ári.“Frekari upplýsingar um verkefnið má finna HÉR. Fjölskyldumál Tengdar fréttir Fær stundum óþægileg viðbrögð vegna fósturláts: „Það eru allir að meina vel en það er stundum betra að vera til staðar en að segja eitthvað“ Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. 14. október 2017 20:00 Lengra orlof fyrir foreldra andvana barna: „Við höfum fullt um þetta að segja” Fæðingarorlof foreldra sem fæða andvana börn var lengt í gær þegar lagasetning þess efnis var samþykkt á Alþingi. Kona sem missti tvo drengi á nítjándu viku meðgöngu fagnar því en saknar samráðs við þau sem þekki málið af eigin raun. 16. mars 2016 19:17 „Ert að missa drauminn um barn“ Fimmtán prósent kvenna missa fóstur eftir að hafa fengið staðfesta þungun með þungunarprófi og talið er að þriðja hver kona missi fóstur einhvern tímann á lífsleiðinni. 25. júlí 2019 08:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
„Það að geta tekið lítið sandkorn af áhyggjum af skipulagningunni finnst mér sjálfsagt. Dóttir mín sem lést heldur þannig áfram að gefa á einhvern hátt,“ segir Jessica Leigh Andrésdóttir. Hún safnar nú brúðarkjólum í samstarfi við Gleym mér ei, styrktarfélag fyrir foreldra sem missa barn á meðgöngu eða eftir fæðingu. Brúðarkjólunum verður breytt í kjóla fyrir börn sem látast á meðgöngu og eftir fæðingu. Þetta málefni er Jessicu mjög persónulegt en hún hefur sjálf þurft að jarða barnið sitt. Katrín Helga Gunnarsdóttir fæddist fyrir tímann og lést í júlí árið 2015. „Hún fæddist eftir 23 vikur, slétt. Maður þarf að skipuleggja útför og við fórum að hugsa um allskonar eins og blóm en svo þegar það voru bara nokkrir dagar í þetta þá kom þessi hugsun, bíddu viljum við ekki hafa hana í einhverju?“ Jessica segir að sem betur fer hafi sá hausverkur verið tekinn af þeim af dásamlegum fjölskyldumeðlimi. „Sem betur fer á ég yndislega tengdamóður sem er ofboðslega klár að prjóna og hekla. Hún heklaði yndislegan kjól handa henni. Ég á fyrirbura fyrir sem er á lífi í dag og það hafði verið prjónuð húfa og sokkar á þá dóttur mína sem að passaði á Katrínu svo hún fékk það líka.“ Rætt var við Jessicu um fyrstu fyrirburafæðingu hennar í Íslandi í dag árið 2014, en Elísabet Anna dóttir hennar er fimm ára gömul í dag. Eftir missinn þeirra árið 2015 frétti móðir Jessicu af hópi kvenna í Bandaríkjunum sem sauma litla kjóla úr brúðarkjólum. „Hún horfði á mig syrgja og syrgði sjálf og vildi því að kjólinn sinn færi í eitthvað svona.“ Móðir Jessicu sendi sinn brúðarkjól til Bandaríkjanna og fékk til baka 13 fallega kjóla sem þær gáfu fæðingardeild Landspítalans í nafni Katrínar Helgu. „Þegar ég gerði þetta áður þá var þetta einn kjóll, klæðin voru gerð úr einum kjól frá mömmu minni og ég vissi náttúrulega að þetta myndi ekki duga mjög lengi. Svo hitti ég ljósmóður um daginn sem vinnur á fæðingardeildinni og hún sagði mér að kjólarnir væru búnir. Það fannst mér bara skelfilegt. Bæði að þeir væru búnir, að það væri svona mikil þörf á þeim og að það væri ekki hægt að létta undir syrgjandi foreldrum örlítið.“Jessica missti dóttur sína, Katrínu Helgu, í júlí 2015 eftir 23 vikna meðgöngu.Úr einkasafniOrðlaus yfir viðbrögðunum Jessica ákvað þá að láta reyna á mátt samfélagsmiðla í vikunni og setti inn auglýsingu á Facebook. „Mig vantar að finna hóp af fólki sem kann að sauma og er tilbúinn að gefa tíma sinn í verðugt verkefni. Verkefnið snýst um að taka brúðarkjóla og gera úr þeim klæði til að jarða börn í. Já, börn af öllum stærðum. Því miður er of mikið af fólki sem er í þessum aðstæðum að þurfa að jarða barnið sitt.“ Viðbrögðin létu ekki á sér standa og þegar þetta er skrifað hefur hún nú þegar fengið 15 konur sem tilbúnar eru að sauma og meira en 30 konur hafa gefið brúðarkjólinn sinn í þetta verkefni. Þessar tölur hækka hratt og er greinilegt að margir vilja aðstoða. Verkefnið hefur nú fengið nafnið Englaklæði og stofnaði Jessica hóp á Facebook undir því nafni. „Ég á ekki orð yfir viðbrögðunum. Ég hef varla undan því að svara símtölum og skilaboðum á Facebook, allt frá konum. Þetta eru konur sem að vilja gefa kjóla og konur sem eiga ekki kjóla en kunna að sauma. Ég stofnaði því hópinn svo það væri auðveldara að halda utan um þetta og er best að fólk skrái sig og skrifi færslur þar inn.“ Rakel Ýr Leifsdóttir klæðskeri hefur tekið að sér að gera snið fyrir kjólana í stærðum frá XS upp í L. „Kjólarnir eru gerðir í mismunandi stærðum því að meðgöngulengdin hjá konum er mismunandi. Það eru líka gerðir vasar fyrir fóstur, þau sem eru of lítil til að klæða í kjól. Ég vil að þessir kjólar séu opnir að aftan svo það sé auðvelt að klæða þau í þá.“ Jessica segist djúpt snortin og verulega meyr yfir viðbrögðunum sem verkefnið er að fá. Þörfin fyrir þessa kjóla sé mikil þar sem fjöldi foreldra gangi í gegnum þessa sorg á hverju ári. „Það skiptir mig miklu máli að kjólarnir fari á alla landsbyggðina. Að þetta sé ekki bara í boði á fæðingardeildinni í Reykjavík heldur á öllum sjúkrahúsum þar sem konur fæða börn. Það sem Gleym mér ei segir mér er að það þurfi 120 klæði á ári.“Frekari upplýsingar um verkefnið má finna HÉR.
Fjölskyldumál Tengdar fréttir Fær stundum óþægileg viðbrögð vegna fósturláts: „Það eru allir að meina vel en það er stundum betra að vera til staðar en að segja eitthvað“ Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. 14. október 2017 20:00 Lengra orlof fyrir foreldra andvana barna: „Við höfum fullt um þetta að segja” Fæðingarorlof foreldra sem fæða andvana börn var lengt í gær þegar lagasetning þess efnis var samþykkt á Alþingi. Kona sem missti tvo drengi á nítjándu viku meðgöngu fagnar því en saknar samráðs við þau sem þekki málið af eigin raun. 16. mars 2016 19:17 „Ert að missa drauminn um barn“ Fimmtán prósent kvenna missa fóstur eftir að hafa fengið staðfesta þungun með þungunarprófi og talið er að þriðja hver kona missi fóstur einhvern tímann á lífsleiðinni. 25. júlí 2019 08:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Fær stundum óþægileg viðbrögð vegna fósturláts: „Það eru allir að meina vel en það er stundum betra að vera til staðar en að segja eitthvað“ Þú getur alltaf orðið ófrísk aftur eða þetta átti greinilega bara að fara svona eru algeng en óþægileg viðbrögð fólks við fósturmissi. Þetta segir móðir sem fæddi andvana dreng. Hún segir mikilvægt að opna umræðu um fósturmissi en að meðaltali missa ein til tvær konur fóstur á viku. 14. október 2017 20:00
Lengra orlof fyrir foreldra andvana barna: „Við höfum fullt um þetta að segja” Fæðingarorlof foreldra sem fæða andvana börn var lengt í gær þegar lagasetning þess efnis var samþykkt á Alþingi. Kona sem missti tvo drengi á nítjándu viku meðgöngu fagnar því en saknar samráðs við þau sem þekki málið af eigin raun. 16. mars 2016 19:17
„Ert að missa drauminn um barn“ Fimmtán prósent kvenna missa fóstur eftir að hafa fengið staðfesta þungun með þungunarprófi og talið er að þriðja hver kona missi fóstur einhvern tímann á lífsleiðinni. 25. júlí 2019 08:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent