Meiðyrðamál Manna í vinnu tekin fyrir Björn Þorfinnsson skrifar 19. september 2019 06:15 Eiríkur baðst einn afsökunar á umfjöllun sinni um málið. Fréttablaðið/Valli Á morgun verða tekin fyrir tvö meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði fyrir hönd fyrirtækisins gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Málin voru höfðuð vegna þeirra þungu orða sem María Lóa og Unnur létu falla í fjölmiðlafárviðri sem skapaðist í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna fyrirtækisins. Hafði starfsemi fyrirtækisins verið í gjörgæslu í rúma fjóra mánuði eftir ítarlega umfjöllun fréttaskýringarþáttanna Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna og meðferð hennar á starfsfólki. Að mati Jóhannesar voru ásakanir sem komu fram um að Rúmenarnir hefðu verið leiknir grátt af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það hafi öll gögn málsins sýnt. „Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu,“ segir Jóhannes. Greint var frá því í byrjun mars að Jóhannes hefði sent bréf á fjölmarga aðila þar sem krafist var afsökunarbeiðni sem og greiðslu miskabóta fyrir meiðandi ummæli. Í þeim hópi voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Halldór Þór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, auk áðurnefndra tvímenninga. Þá var slíkt bréf einnig sent á forsvarsmenn Sýnar hf. og fjölmiðlamanninn Eirík Jónsson. „Sá eini sem baðst afsökunar á ummælum sínum var Eiríkur,“ segir Jóhannes. Í kjölfarið hafi málarekstur verið undirbúinn og síðan höfðað mál gegn Maríu Lóu og Unni í fyrstu lotu. „Það var öllum ljóst að fjárhagsstaða skjólstæðings míns var mjög slæm eftir þessa aðför sem kippti fótunum undan rekstri fyrirtækisins. Það gerði því stöðuna erfiða að dómari fór fram á að fyrirtækið myndi leggja fram 1,2 milljónir króna í málskostnaðartryggingu í hvoru máli fyrir sig. Að vandlega athuguðu máli var ákveðið að leggja fram þá tryggingu í málinu gegn Maríu Lóu en ekki í málinu gegn Unni sem mun þýða að því verður vísað frá á morgun. Skaðinn er gegn Mönnum í vinnu. Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“ bjornth@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Á morgun verða tekin fyrir tvö meiðyrðamál sem Jóhannes S. Ólafsson, lögmaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu ehf., höfðaði fyrir hönd fyrirtækisins gegn Maríu Lóu Friðjónsdóttur, sérfræðingi í vinnustaðaeftirliti ASÍ, og Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar. Málin voru höfðuð vegna þeirra þungu orða sem María Lóa og Unnur létu falla í fjölmiðlafárviðri sem skapaðist í febrúar eftir að fulltrúar ASÍ og lögreglunnar könnuðu aðstæður rúmenskra starfsmanna fyrirtækisins. Hafði starfsemi fyrirtækisins verið í gjörgæslu í rúma fjóra mánuði eftir ítarlega umfjöllun fréttaskýringarþáttanna Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna og meðferð hennar á starfsfólki. Að mati Jóhannesar voru ásakanir sem komu fram um að Rúmenarnir hefðu verið leiknir grátt af hálfu starfsmannaleigunnar úr lausu lofti gripnar, það hafi öll gögn málsins sýnt. „Þessi aftaka á fyrirtækinu í fjölmiðlum er sennilega einsdæmi hérlendis og því er það mat mitt og skjólstæðinga minna að það verði að fá úr því skorið hvort slík aðför líðist. Það er ljóst að öðru málinu verður vísað frá en við munum halda hinu til streitu,“ segir Jóhannes. Greint var frá því í byrjun mars að Jóhannes hefði sent bréf á fjölmarga aðila þar sem krafist var afsökunarbeiðni sem og greiðslu miskabóta fyrir meiðandi ummæli. Í þeim hópi voru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Halldór Þór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, auk áðurnefndra tvímenninga. Þá var slíkt bréf einnig sent á forsvarsmenn Sýnar hf. og fjölmiðlamanninn Eirík Jónsson. „Sá eini sem baðst afsökunar á ummælum sínum var Eiríkur,“ segir Jóhannes. Í kjölfarið hafi málarekstur verið undirbúinn og síðan höfðað mál gegn Maríu Lóu og Unni í fyrstu lotu. „Það var öllum ljóst að fjárhagsstaða skjólstæðings míns var mjög slæm eftir þessa aðför sem kippti fótunum undan rekstri fyrirtækisins. Það gerði því stöðuna erfiða að dómari fór fram á að fyrirtækið myndi leggja fram 1,2 milljónir króna í málskostnaðartryggingu í hvoru máli fyrir sig. Að vandlega athuguðu máli var ákveðið að leggja fram þá tryggingu í málinu gegn Maríu Lóu en ekki í málinu gegn Unni sem mun þýða að því verður vísað frá á morgun. Skaðinn er gegn Mönnum í vinnu. Það er að okkar mati brýnt réttlætismál að fá úr því skorið hvort svona aðför gegn fyrirtækjum líðist í íslensku samfélagi.“ bjornth@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira