Sinnir ekki lögbundnum skyldum vegna manneklu Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2019 07:48 Lagning nýrra raflína krefst umhverfismats. Hér sést raforkuflutningskerfi Landsnets við Hellisheiðarvirkjun í Hverahlíð. Fréttablaðið/GVA Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor. Tafir Skipulagsstofnunar valda því að ekki er hægt að hefjast handa við að styrkja raforkukerfið og tengja Þeistareykjasvæðið við Eyjafjarðarsvæðið með öflugum hætti. Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, segir matið verða birt í dag. Matið hafi verið mikið að umfangi þar sem um stórt verkefni hafi verið að ræða. Einnig hafi verið mikið að gera hjá stofnuninni og mörg mál á hennar borði sem hafi valdið þessum töfum. „Við skiluðum inn matsskýrslu vegna Hólasandslínu 3 í lok mars 2019. Því eru um 24 vikur síðan eða næstum hálft ár. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að skila áliti. Fyrir okkur hjá Landsneti þýðir þetta óvissu með verkefnið, og leiðir til tafa og aukins kostnaðar,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Í raun er það þannig að við getum ekkert eða lítið gert fyrr en álitið liggur fyrir. Það er áhyggjuefni að okkar stærstu framkvæmdir eru allar háðar þessum ferlum og við stöndum frammi fyrir töfum eins og þessum.“ Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu á landinu öllu og auka flutningsgetu á svæðinu. Með lagningu Hólasandslínu 3 er tryggður stöðugleiki flutningskerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Jakob segir það rétt að samkvæmt lögum þurfi að skila mati á umhverfisáhrifum á skemmri tíma. Hann segir að stofnunin geti ekki sinnt þessum lögbundnu skyldum sínum vegna manneklu þar sem mikið sé að gera hjá stofnuninni. Því þurfi að ráða fleira fólk með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. „Við höfum áður vakið athygli á mikilvægi þess að opinberir ferlar séu skilvirkir. Það á ekki síst við um verkefni eins og Hólasandslínu 3, sem fellur að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem markmiðið er að engja lykilsvæði og tryggja afhendingaröryggi, en Eyjafjarðarsvæði er eitt af þremur svæðum sem stjórnvöld hafa sett í forgang að styrkja,“ bætir Steinunn við. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsti á sameiginlegum fundi sínum í gær yfir áhyggjum sínum af þessari miklu töf sem hefur orðið. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Landsnet bíður enn eftir því að Skipulagsstofnun skili áliti sínu vegna Hólasandslínu 3 en Landsnet, sem áformar uppbyggingu raforkukerfisins á þessu svæði, lagði inn skýrslu til Skipulagsstofnunar um verkefnið síðastliðið vor. Tafir Skipulagsstofnunar valda því að ekki er hægt að hefjast handa við að styrkja raforkukerfið og tengja Þeistareykjasvæðið við Eyjafjarðarsvæðið með öflugum hætti. Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, segir matið verða birt í dag. Matið hafi verið mikið að umfangi þar sem um stórt verkefni hafi verið að ræða. Einnig hafi verið mikið að gera hjá stofnuninni og mörg mál á hennar borði sem hafi valdið þessum töfum. „Við skiluðum inn matsskýrslu vegna Hólasandslínu 3 í lok mars 2019. Því eru um 24 vikur síðan eða næstum hálft ár. Samkvæmt lögum hefur Skipulagsstofnun fjórar vikur til að skila áliti. Fyrir okkur hjá Landsneti þýðir þetta óvissu með verkefnið, og leiðir til tafa og aukins kostnaðar,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. „Í raun er það þannig að við getum ekkert eða lítið gert fyrr en álitið liggur fyrir. Það er áhyggjuefni að okkar stærstu framkvæmdir eru allar háðar þessum ferlum og við stöndum frammi fyrir töfum eins og þessum.“ Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu á landinu öllu og auka flutningsgetu á svæðinu. Með lagningu Hólasandslínu 3 er tryggður stöðugleiki flutningskerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Jakob segir það rétt að samkvæmt lögum þurfi að skila mati á umhverfisáhrifum á skemmri tíma. Hann segir að stofnunin geti ekki sinnt þessum lögbundnu skyldum sínum vegna manneklu þar sem mikið sé að gera hjá stofnuninni. Því þurfi að ráða fleira fólk með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð. „Við höfum áður vakið athygli á mikilvægi þess að opinberir ferlar séu skilvirkir. Það á ekki síst við um verkefni eins og Hólasandslínu 3, sem fellur að stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, þar sem markmiðið er að engja lykilsvæði og tryggja afhendingaröryggi, en Eyjafjarðarsvæði er eitt af þremur svæðum sem stjórnvöld hafa sett í forgang að styrkja,“ bætir Steinunn við. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, sem er sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð um atvinnumál, lýsti á sameiginlegum fundi sínum í gær yfir áhyggjum sínum af þessari miklu töf sem hefur orðið.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira