Trúir á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrir henni Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2019 10:30 Lilja Alfreð byrjar alla daga á því að fara út að skokka. „Ég byrja alla morgna á hlaupi, sama hvernig viðrar og þá koma allar bestu hugmyndirnar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið í gegnum morguninn hjá ráðherra. Dagurinn byrjaði í hellirigningu með Lilju, og var farið yfir morgunrútínuna, metnaðarfull framtíðaráform hennar í pólitík, hvernig Klaustursmálið hefur breytt henni, hvaða áhrif það hafði á fjölskylduna og sterkar skoðanir hennar á hinum ýmsum málum. „Áður en ég fór í stjórnmálin var ég að hlaupa tvisvar í viku en núna er það bara allir dagar,“ segir Lilja sem fór aðeins yfir lögin sem hún hlustar á hlaupum. Eye Of The Tiger, Fjöllin hafa vakað og Under Pressure voru lögin sem hún nefndi. Hún hleypur samt sem áður oftast við lög eftir Bubba Morthens.En af hverju fór Lilja út í pólitík? „Ég hef alltaf verið virk í því að vinna að samfélagsmálum. Svo verð ég utanríkisráðherra sem er orðið svolítið frægt. Ég hafði miklu meira gaman af þessu heldur en ég hafði nokkur tímann ímyndað mér. Mér finnst heiður að starfa í stjórnmálum.“ Hún segir að það erfiðasta við stjórnmálin sé að passa upp á börnin sín. „Ég er auðvitað barn stjórnmálamanns og þekki það alveg frá fimm ára aldri að það sé hjólað í mann. Það er kannski smá ástæðan að það var smá hik á mér. Allt í lagi mín vegna en maður vill kannski ekki að börnin manns lendi í því. Það lentu allir í Klaustursmálinu. Þetta voru fyrrverandi félagar mínir en ég er líka þannig að maður verður líka að halda áfram. Ég er í frábæru starfi og það er heiður að vera þar sem ég er, en maður þarf að leggja sig fram á hverjum einasta degi.“ Lilja segir að staðan sé þannig í dag að hún geti ekki unnið með Miðflokksmönnum. „Þetta var ekki skemmtilegt en þetta er staðan og maður verður að vinna með það. Ég trúi á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrirgefningu og það á við um okkur öll.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Lilja setur menntamálin í fyrsta sæti þessa dagana. Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég byrja alla morgna á hlaupi, sama hvernig viðrar og þá koma allar bestu hugmyndirnar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið í gegnum morguninn hjá ráðherra. Dagurinn byrjaði í hellirigningu með Lilju, og var farið yfir morgunrútínuna, metnaðarfull framtíðaráform hennar í pólitík, hvernig Klaustursmálið hefur breytt henni, hvaða áhrif það hafði á fjölskylduna og sterkar skoðanir hennar á hinum ýmsum málum. „Áður en ég fór í stjórnmálin var ég að hlaupa tvisvar í viku en núna er það bara allir dagar,“ segir Lilja sem fór aðeins yfir lögin sem hún hlustar á hlaupum. Eye Of The Tiger, Fjöllin hafa vakað og Under Pressure voru lögin sem hún nefndi. Hún hleypur samt sem áður oftast við lög eftir Bubba Morthens.En af hverju fór Lilja út í pólitík? „Ég hef alltaf verið virk í því að vinna að samfélagsmálum. Svo verð ég utanríkisráðherra sem er orðið svolítið frægt. Ég hafði miklu meira gaman af þessu heldur en ég hafði nokkur tímann ímyndað mér. Mér finnst heiður að starfa í stjórnmálum.“ Hún segir að það erfiðasta við stjórnmálin sé að passa upp á börnin sín. „Ég er auðvitað barn stjórnmálamanns og þekki það alveg frá fimm ára aldri að það sé hjólað í mann. Það er kannski smá ástæðan að það var smá hik á mér. Allt í lagi mín vegna en maður vill kannski ekki að börnin manns lendi í því. Það lentu allir í Klaustursmálinu. Þetta voru fyrrverandi félagar mínir en ég er líka þannig að maður verður líka að halda áfram. Ég er í frábæru starfi og það er heiður að vera þar sem ég er, en maður þarf að leggja sig fram á hverjum einasta degi.“ Lilja segir að staðan sé þannig í dag að hún geti ekki unnið með Miðflokksmönnum. „Þetta var ekki skemmtilegt en þetta er staðan og maður verður að vinna með það. Ég trúi á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrirgefningu og það á við um okkur öll.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Lilja setur menntamálin í fyrsta sæti þessa dagana.
Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira