Trúir á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrir henni Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2019 10:30 Lilja Alfreð byrjar alla daga á því að fara út að skokka. „Ég byrja alla morgna á hlaupi, sama hvernig viðrar og þá koma allar bestu hugmyndirnar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið í gegnum morguninn hjá ráðherra. Dagurinn byrjaði í hellirigningu með Lilju, og var farið yfir morgunrútínuna, metnaðarfull framtíðaráform hennar í pólitík, hvernig Klaustursmálið hefur breytt henni, hvaða áhrif það hafði á fjölskylduna og sterkar skoðanir hennar á hinum ýmsum málum. „Áður en ég fór í stjórnmálin var ég að hlaupa tvisvar í viku en núna er það bara allir dagar,“ segir Lilja sem fór aðeins yfir lögin sem hún hlustar á hlaupum. Eye Of The Tiger, Fjöllin hafa vakað og Under Pressure voru lögin sem hún nefndi. Hún hleypur samt sem áður oftast við lög eftir Bubba Morthens.En af hverju fór Lilja út í pólitík? „Ég hef alltaf verið virk í því að vinna að samfélagsmálum. Svo verð ég utanríkisráðherra sem er orðið svolítið frægt. Ég hafði miklu meira gaman af þessu heldur en ég hafði nokkur tímann ímyndað mér. Mér finnst heiður að starfa í stjórnmálum.“ Hún segir að það erfiðasta við stjórnmálin sé að passa upp á börnin sín. „Ég er auðvitað barn stjórnmálamanns og þekki það alveg frá fimm ára aldri að það sé hjólað í mann. Það er kannski smá ástæðan að það var smá hik á mér. Allt í lagi mín vegna en maður vill kannski ekki að börnin manns lendi í því. Það lentu allir í Klaustursmálinu. Þetta voru fyrrverandi félagar mínir en ég er líka þannig að maður verður líka að halda áfram. Ég er í frábæru starfi og það er heiður að vera þar sem ég er, en maður þarf að leggja sig fram á hverjum einasta degi.“ Lilja segir að staðan sé þannig í dag að hún geti ekki unnið með Miðflokksmönnum. „Þetta var ekki skemmtilegt en þetta er staðan og maður verður að vinna með það. Ég trúi á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrirgefningu og það á við um okkur öll.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Lilja setur menntamálin í fyrsta sæti þessa dagana. Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Ég byrja alla morgna á hlaupi, sama hvernig viðrar og þá koma allar bestu hugmyndirnar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra en í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið í gegnum morguninn hjá ráðherra. Dagurinn byrjaði í hellirigningu með Lilju, og var farið yfir morgunrútínuna, metnaðarfull framtíðaráform hennar í pólitík, hvernig Klaustursmálið hefur breytt henni, hvaða áhrif það hafði á fjölskylduna og sterkar skoðanir hennar á hinum ýmsum málum. „Áður en ég fór í stjórnmálin var ég að hlaupa tvisvar í viku en núna er það bara allir dagar,“ segir Lilja sem fór aðeins yfir lögin sem hún hlustar á hlaupum. Eye Of The Tiger, Fjöllin hafa vakað og Under Pressure voru lögin sem hún nefndi. Hún hleypur samt sem áður oftast við lög eftir Bubba Morthens.En af hverju fór Lilja út í pólitík? „Ég hef alltaf verið virk í því að vinna að samfélagsmálum. Svo verð ég utanríkisráðherra sem er orðið svolítið frægt. Ég hafði miklu meira gaman af þessu heldur en ég hafði nokkur tímann ímyndað mér. Mér finnst heiður að starfa í stjórnmálum.“ Hún segir að það erfiðasta við stjórnmálin sé að passa upp á börnin sín. „Ég er auðvitað barn stjórnmálamanns og þekki það alveg frá fimm ára aldri að það sé hjólað í mann. Það er kannski smá ástæðan að það var smá hik á mér. Allt í lagi mín vegna en maður vill kannski ekki að börnin manns lendi í því. Það lentu allir í Klaustursmálinu. Þetta voru fyrrverandi félagar mínir en ég er líka þannig að maður verður líka að halda áfram. Ég er í frábæru starfi og það er heiður að vera þar sem ég er, en maður þarf að leggja sig fram á hverjum einasta degi.“ Lilja segir að staðan sé þannig í dag að hún geti ekki unnið með Miðflokksmönnum. „Þetta var ekki skemmtilegt en þetta er staðan og maður verður að vinna með það. Ég trúi á fyrirgefningu en fólk þarf að vinna sér inn fyrirgefningu og það á við um okkur öll.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en Lilja setur menntamálin í fyrsta sæti þessa dagana.
Ísland í dag Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira