Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2019 13:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. Vísir/Einar Árnason Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi alþjóðlegra verðlauna Halldórs Laxness. Hann veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar í hádeginu. Verðlaunin nema tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistarinnar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhendir verðlaunin að þessu sinni. Hvers vegna er mikilvægt fyrir Ísland að veita alþjóðleg verðlaun? „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að halda á lofti sinni miklu hefð á sviði sagnaarfsins og bókmennta og frumsköpunar bókmennta. Við eigum auðvitað okkar Nóbelskáld sem við höldum á lofti með stofnun alþjóðlegra verðlauna. Ég auðvitað vonast til þess að þau muni bæði vekja thygli á íslenskum bókmenntum en halda um leið á lofti þessari sögu sem við eigum hér,“ segir Katrín. Eliza Reid, forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Höfundurinn veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld - húsi Vigdísar. McEwan hélt ræðu og gestum gafst tækifæri til að spjalla við höfundinn í lokin.Vísir/Einar Árnason Fjallar um málefni sem ná inn í hjarta samfélagsins Höfundarverkið samanstendur af átján útgefnum verkum og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar— yfir í samfélagssögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Katrín er hrifin af nýjustu skáldsögu McEwans, Vélar eins og ég. „Nýjasta bókin sem fjallar til dæmis um tengsl mennskunnar og gervigreindar þannig að hann er oft að fjalla um mál sem ná inn í hjarta samfélagsins,“ segir Katrín. Kakkalakki vaknar sem forsætisráðherraNú ert þú sjálf mjög bókelsk og sérstaklega mikið fyrir glæpasögur. Hver er þín eftirlætisbók eftir McEwan? „Ég var nú mjög hrifin af síðustu bókinni sem fjallar um þessi tengsl véla og manna. Ég á mjög erfitt með að velja uppáhalds bækur en ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir þeirri bók sem nú er von á frá honum sem mun heita Kakkalakkinn og fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra þannig að ég verð að segja að ég er mjög spennt, ekki síst starfs míns vegna að lesa þá bók,“ segir Katrín. Bókmenntir Menning Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36 Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi alþjóðlegra verðlauna Halldórs Laxness. Hann veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar í hádeginu. Verðlaunin nema tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistarinnar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhendir verðlaunin að þessu sinni. Hvers vegna er mikilvægt fyrir Ísland að veita alþjóðleg verðlaun? „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að halda á lofti sinni miklu hefð á sviði sagnaarfsins og bókmennta og frumsköpunar bókmennta. Við eigum auðvitað okkar Nóbelskáld sem við höldum á lofti með stofnun alþjóðlegra verðlauna. Ég auðvitað vonast til þess að þau muni bæði vekja thygli á íslenskum bókmenntum en halda um leið á lofti þessari sögu sem við eigum hér,“ segir Katrín. Eliza Reid, forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Höfundurinn veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld - húsi Vigdísar. McEwan hélt ræðu og gestum gafst tækifæri til að spjalla við höfundinn í lokin.Vísir/Einar Árnason Fjallar um málefni sem ná inn í hjarta samfélagsins Höfundarverkið samanstendur af átján útgefnum verkum og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar— yfir í samfélagssögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Katrín er hrifin af nýjustu skáldsögu McEwans, Vélar eins og ég. „Nýjasta bókin sem fjallar til dæmis um tengsl mennskunnar og gervigreindar þannig að hann er oft að fjalla um mál sem ná inn í hjarta samfélagsins,“ segir Katrín. Kakkalakki vaknar sem forsætisráðherraNú ert þú sjálf mjög bókelsk og sérstaklega mikið fyrir glæpasögur. Hver er þín eftirlætisbók eftir McEwan? „Ég var nú mjög hrifin af síðustu bókinni sem fjallar um þessi tengsl véla og manna. Ég á mjög erfitt með að velja uppáhalds bækur en ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir þeirri bók sem nú er von á frá honum sem mun heita Kakkalakkinn og fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra þannig að ég verð að segja að ég er mjög spennt, ekki síst starfs míns vegna að lesa þá bók,“ segir Katrín.
Bókmenntir Menning Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36 Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36
Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02