Innlent

Ferðamennirnir komnir í þyrluna og á leið til byggða

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir.
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir. Aðsend mynd
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um eittleytið í dag vegna ferðamanna í bíl sem eru innlyksa á vegi við Langavatn. Vegurinn er næstum alfarið í sundur og vatnavextir miklir.

Gul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum en appelsínugul úrkomuviðvörun er í gildi í Faxaflóa og Breiðafirði. Vatnavextir eru gríðarlegir og auknar líkur á skriðuföllum á vesturhelmingi landsins.

Þyrlan á vettvangi í dag.Landhelgisgæslan
Andrés Ólafsson, aðgerðarstjóri björgunarsveitarinnar á Vesturlandi, er á staðnum. Hann telur fólkið ekki í lífshættu.

„Nei ég myndi ekki telja það, ekki að svo stöddu að minnsta kosti.“

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni vestur en óvíst er hvort hún geti lent á svæðinu vegna erfiðra aðstæðna og veðurskilyrða, að sögn Andrésar.

Eins og sjá má er vegurinn í sundur þar sem fólkið varð innlyksa.
Uppfært klukkan 15:30



Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti hjá fólkinu klukkan 15:05 en það var þá statt á brúnni yfir Beilá í Langavatnsdal.

Fólkið var flutt um borð í þyrluna sem lagði af stað áleiðis til Reykjavíkur klukkan 15:17. 

Reiknað er með því að þyrlan lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan 15:45.

Ekkert amaði að fólkinu að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa hjá Landhelgisgæslunni.

Vísir tekur fagnandi við ábendingum, myndum eða myndböndum varðandi vatnavextina á Vesturlandi á ritstjorn(hja)visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×