Á Pilsudskitorgi Davíð Stefánsson skrifar 2. september 2019 08:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í gær viðstaddur táknræna minningarathöfn á Pilsudskitorgi í Varsjá í Póllandi. Hann tók þar, ásamt fleiri þjóðhöfðingjum og fulltrúum ríkja, þátt í athöfn til að minnast innrásar Þjóðverja í Pólland en sá atburður markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu árið 1939. Á 80 árum fennir í sporin. Í tíma færist saga seinna stríðs sífellt fjær. En á hildarleikinn þarf að minna. Afleiðingar stríðsins voru ægilegar og hörmungarnar ólýsanlegar, ekki síst í Póllandi og Austur-Evrópu. Eða eins og forsetinn komst að orði í yfirlýsingu sinni: „Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helfo¨rinni gegn gyðingum auk annarra u´try´mingarherferða nasista og handbenda þeirra.“ Aðdragandi stríðsins var langur. Átökin og mannfall gríðarlegt og afleiðingar miklar bæði pólitískar og menningarlegar. Enn þann dag í dag er svo margt í umhverfi okkar sem er litað af þessum atburðum. Minnisvarðar um ægilegt mannfall Sovétmanna eru í hverju þorpi og borg undir Úralfjöllum. Enn þann dag í dag ríkir tortryggni milli þjóða vegna þessa. Seinni heimsstyrjöldin, sem og stríð nútímans, ætti að vera okkur áminning um mikilvægi friðsamlegrar alþjóðasamvinnu, -samskipta og -viðskipta. Þannig komum við best í veg fyrir styrjaldir: Með því að samþætta lífshagsmuni og örlög ólíkra þjóða. Þannig mætum við líka best nýjum ógnum samtímans, hryðjuverkum, netógnum og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum, mengun og ógnum við líffræðilega fjölbreytni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina benti forseti Íslands á að seinna stríð sýni í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur. Það eru skýr skilaboð ekki síst nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin. Boðað er að réttur hins sterka ráði til að fá sínu framgengt og með valdi ef með þarf. Þá skipta grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis litlu, hvað þá opinská umræðuhefð og umburðarlyndi. Þá er stutt í kynþáttahyggju og ofbeldisverk. Hér er þörf á árvekni og hugrekki til að standa í ístaðið og standa gegn yfirgangsseggjum. Athöfnin á Pilsudskitorgi er líka áminning um að huga þarf að eigin þjóðaröryggi. Fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her tryggir öryggi sitt og varnir best með virkri alþjóðasamvinnu. Það gerum við með samvinnu við Evrópuþjóðir. Það gerum við með nánum samskiptum við Bandaríkin. Að þessu miðar starf Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnana á borð við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuráðið og NATO. Síðast en ekki síst eru atburðirnir sem minnst var á Pilsudskitorgi áminning um mikilvægi þess að eiga staðfasta og sterka bandamenn. Í því ljósi ætti að skoða heimsókn varaforseta Bandaríkjanna á miðvikudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í gær viðstaddur táknræna minningarathöfn á Pilsudskitorgi í Varsjá í Póllandi. Hann tók þar, ásamt fleiri þjóðhöfðingjum og fulltrúum ríkja, þátt í athöfn til að minnast innrásar Þjóðverja í Pólland en sá atburður markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu árið 1939. Á 80 árum fennir í sporin. Í tíma færist saga seinna stríðs sífellt fjær. En á hildarleikinn þarf að minna. Afleiðingar stríðsins voru ægilegar og hörmungarnar ólýsanlegar, ekki síst í Póllandi og Austur-Evrópu. Eða eins og forsetinn komst að orði í yfirlýsingu sinni: „Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helfo¨rinni gegn gyðingum auk annarra u´try´mingarherferða nasista og handbenda þeirra.“ Aðdragandi stríðsins var langur. Átökin og mannfall gríðarlegt og afleiðingar miklar bæði pólitískar og menningarlegar. Enn þann dag í dag er svo margt í umhverfi okkar sem er litað af þessum atburðum. Minnisvarðar um ægilegt mannfall Sovétmanna eru í hverju þorpi og borg undir Úralfjöllum. Enn þann dag í dag ríkir tortryggni milli þjóða vegna þessa. Seinni heimsstyrjöldin, sem og stríð nútímans, ætti að vera okkur áminning um mikilvægi friðsamlegrar alþjóðasamvinnu, -samskipta og -viðskipta. Þannig komum við best í veg fyrir styrjaldir: Með því að samþætta lífshagsmuni og örlög ólíkra þjóða. Þannig mætum við líka best nýjum ógnum samtímans, hryðjuverkum, netógnum og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum, mengun og ógnum við líffræðilega fjölbreytni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina benti forseti Íslands á að seinna stríð sýni í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur. Það eru skýr skilaboð ekki síst nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin. Boðað er að réttur hins sterka ráði til að fá sínu framgengt og með valdi ef með þarf. Þá skipta grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis litlu, hvað þá opinská umræðuhefð og umburðarlyndi. Þá er stutt í kynþáttahyggju og ofbeldisverk. Hér er þörf á árvekni og hugrekki til að standa í ístaðið og standa gegn yfirgangsseggjum. Athöfnin á Pilsudskitorgi er líka áminning um að huga þarf að eigin þjóðaröryggi. Fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her tryggir öryggi sitt og varnir best með virkri alþjóðasamvinnu. Það gerum við með samvinnu við Evrópuþjóðir. Það gerum við með nánum samskiptum við Bandaríkin. Að þessu miðar starf Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnana á borð við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuráðið og NATO. Síðast en ekki síst eru atburðirnir sem minnst var á Pilsudskitorgi áminning um mikilvægi þess að eiga staðfasta og sterka bandamenn. Í því ljósi ætti að skoða heimsókn varaforseta Bandaríkjanna á miðvikudag.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar