Á Pilsudskitorgi Davíð Stefánsson skrifar 2. september 2019 08:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í gær viðstaddur táknræna minningarathöfn á Pilsudskitorgi í Varsjá í Póllandi. Hann tók þar, ásamt fleiri þjóðhöfðingjum og fulltrúum ríkja, þátt í athöfn til að minnast innrásar Þjóðverja í Pólland en sá atburður markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu árið 1939. Á 80 árum fennir í sporin. Í tíma færist saga seinna stríðs sífellt fjær. En á hildarleikinn þarf að minna. Afleiðingar stríðsins voru ægilegar og hörmungarnar ólýsanlegar, ekki síst í Póllandi og Austur-Evrópu. Eða eins og forsetinn komst að orði í yfirlýsingu sinni: „Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helfo¨rinni gegn gyðingum auk annarra u´try´mingarherferða nasista og handbenda þeirra.“ Aðdragandi stríðsins var langur. Átökin og mannfall gríðarlegt og afleiðingar miklar bæði pólitískar og menningarlegar. Enn þann dag í dag er svo margt í umhverfi okkar sem er litað af þessum atburðum. Minnisvarðar um ægilegt mannfall Sovétmanna eru í hverju þorpi og borg undir Úralfjöllum. Enn þann dag í dag ríkir tortryggni milli þjóða vegna þessa. Seinni heimsstyrjöldin, sem og stríð nútímans, ætti að vera okkur áminning um mikilvægi friðsamlegrar alþjóðasamvinnu, -samskipta og -viðskipta. Þannig komum við best í veg fyrir styrjaldir: Með því að samþætta lífshagsmuni og örlög ólíkra þjóða. Þannig mætum við líka best nýjum ógnum samtímans, hryðjuverkum, netógnum og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum, mengun og ógnum við líffræðilega fjölbreytni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina benti forseti Íslands á að seinna stríð sýni í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur. Það eru skýr skilaboð ekki síst nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin. Boðað er að réttur hins sterka ráði til að fá sínu framgengt og með valdi ef með þarf. Þá skipta grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis litlu, hvað þá opinská umræðuhefð og umburðarlyndi. Þá er stutt í kynþáttahyggju og ofbeldisverk. Hér er þörf á árvekni og hugrekki til að standa í ístaðið og standa gegn yfirgangsseggjum. Athöfnin á Pilsudskitorgi er líka áminning um að huga þarf að eigin þjóðaröryggi. Fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her tryggir öryggi sitt og varnir best með virkri alþjóðasamvinnu. Það gerum við með samvinnu við Evrópuþjóðir. Það gerum við með nánum samskiptum við Bandaríkin. Að þessu miðar starf Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnana á borð við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuráðið og NATO. Síðast en ekki síst eru atburðirnir sem minnst var á Pilsudskitorgi áminning um mikilvægi þess að eiga staðfasta og sterka bandamenn. Í því ljósi ætti að skoða heimsókn varaforseta Bandaríkjanna á miðvikudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í gær viðstaddur táknræna minningarathöfn á Pilsudskitorgi í Varsjá í Póllandi. Hann tók þar, ásamt fleiri þjóðhöfðingjum og fulltrúum ríkja, þátt í athöfn til að minnast innrásar Þjóðverja í Pólland en sá atburður markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu árið 1939. Á 80 árum fennir í sporin. Í tíma færist saga seinna stríðs sífellt fjær. En á hildarleikinn þarf að minna. Afleiðingar stríðsins voru ægilegar og hörmungarnar ólýsanlegar, ekki síst í Póllandi og Austur-Evrópu. Eða eins og forsetinn komst að orði í yfirlýsingu sinni: „Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helfo¨rinni gegn gyðingum auk annarra u´try´mingarherferða nasista og handbenda þeirra.“ Aðdragandi stríðsins var langur. Átökin og mannfall gríðarlegt og afleiðingar miklar bæði pólitískar og menningarlegar. Enn þann dag í dag er svo margt í umhverfi okkar sem er litað af þessum atburðum. Minnisvarðar um ægilegt mannfall Sovétmanna eru í hverju þorpi og borg undir Úralfjöllum. Enn þann dag í dag ríkir tortryggni milli þjóða vegna þessa. Seinni heimsstyrjöldin, sem og stríð nútímans, ætti að vera okkur áminning um mikilvægi friðsamlegrar alþjóðasamvinnu, -samskipta og -viðskipta. Þannig komum við best í veg fyrir styrjaldir: Með því að samþætta lífshagsmuni og örlög ólíkra þjóða. Þannig mætum við líka best nýjum ógnum samtímans, hryðjuverkum, netógnum og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum, mengun og ógnum við líffræðilega fjölbreytni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina benti forseti Íslands á að seinna stríð sýni í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur. Það eru skýr skilaboð ekki síst nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin. Boðað er að réttur hins sterka ráði til að fá sínu framgengt og með valdi ef með þarf. Þá skipta grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis litlu, hvað þá opinská umræðuhefð og umburðarlyndi. Þá er stutt í kynþáttahyggju og ofbeldisverk. Hér er þörf á árvekni og hugrekki til að standa í ístaðið og standa gegn yfirgangsseggjum. Athöfnin á Pilsudskitorgi er líka áminning um að huga þarf að eigin þjóðaröryggi. Fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her tryggir öryggi sitt og varnir best með virkri alþjóðasamvinnu. Það gerum við með samvinnu við Evrópuþjóðir. Það gerum við með nánum samskiptum við Bandaríkin. Að þessu miðar starf Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnana á borð við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuráðið og NATO. Síðast en ekki síst eru atburðirnir sem minnst var á Pilsudskitorgi áminning um mikilvægi þess að eiga staðfasta og sterka bandamenn. Í því ljósi ætti að skoða heimsókn varaforseta Bandaríkjanna á miðvikudag.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar