Félag Heiðars tapaði 800 milljónum Hörður Ægisson skrifar 4. september 2019 07:00 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, tapaði samtals 787 milljónum króna á árinu 2018 borið saman við hagnað upp á 189 milljónir króna árið áður. Þar munaði mestu um neikvæða óinnleysta gengisbreytingu hlutabréfa, en Heiðar á um níu prósenta hlut í Sýn, að fjárhæð 588 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Ursus ehf. en eigið fé félagsins nam aðeins 25 milljónum króna í árslok 2018. Eignir Ursus námu á sama tíma tæplega 2.150 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið því rétt yfir eitt prósent. Heildarskuldir Ursus voru rúmlega 2.120 milljónir og þar af námu skammtímaskuldir, meðal annars gengistryggt lán, samtals 1.500 milljónum króna. Eignir félagsins samanstanda einkum af skráðum og óskráðum hlutabréfum en í árslok 2018 var bókfært virði þeirra um 1.700 milljónir króna. Þar munaði mestu um eignarhlut félagsins í Sýn sem er metinn á um 990 milljónir. Þá eru hlutabréf í P190, móðurfélagi Ásbrúar sem selur íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi, bókfærð á 400 milljónir, og bréf í HSV eignarhaldsfélagi, sem heldur utan um hlut í HS Veitum, eru metin á 258 milljónir. Heiðar, sem tók við starfi forstjóra Sýnar fyrr á árinu, er á meðal stærstu hluthafa félagsins en hlutabréfaverð þess lækkaði um liðlega 38 prósent á árinu 2018. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa Sýnar fallið í verði um þriðjung til viðbótar en afkomuspá fyrirtækisins hefur í fjórgang verið lækkuð á síðastliðnum níu mánuðum. Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar, tapaði samtals 787 milljónum króna á árinu 2018 borið saman við hagnað upp á 189 milljónir króna árið áður. Þar munaði mestu um neikvæða óinnleysta gengisbreytingu hlutabréfa, en Heiðar á um níu prósenta hlut í Sýn, að fjárhæð 588 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Ursus ehf. en eigið fé félagsins nam aðeins 25 milljónum króna í árslok 2018. Eignir Ursus námu á sama tíma tæplega 2.150 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið því rétt yfir eitt prósent. Heildarskuldir Ursus voru rúmlega 2.120 milljónir og þar af námu skammtímaskuldir, meðal annars gengistryggt lán, samtals 1.500 milljónum króna. Eignir félagsins samanstanda einkum af skráðum og óskráðum hlutabréfum en í árslok 2018 var bókfært virði þeirra um 1.700 milljónir króna. Þar munaði mestu um eignarhlut félagsins í Sýn sem er metinn á um 990 milljónir. Þá eru hlutabréf í P190, móðurfélagi Ásbrúar sem selur íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi, bókfærð á 400 milljónir, og bréf í HSV eignarhaldsfélagi, sem heldur utan um hlut í HS Veitum, eru metin á 258 milljónir. Heiðar, sem tók við starfi forstjóra Sýnar fyrr á árinu, er á meðal stærstu hluthafa félagsins en hlutabréfaverð þess lækkaði um liðlega 38 prósent á árinu 2018. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa Sýnar fallið í verði um þriðjung til viðbótar en afkomuspá fyrirtækisins hefur í fjórgang verið lækkuð á síðastliðnum níu mánuðum.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Markaðir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira