Apahljóðin voru til þess að sýna virðingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2019 09:30 Lukaku skorar hér úr vítinu undir apahljóðunum. vísir/getty Ein furðulegasta yfirlýsing síðari tíma kom frá stuðningsmannahópi ítalska félagsins Inter í dag þar sem þeir verja apahljóðin hjá stuðningsmönnum Cagliari í garð Romelu Lukaku, framherja Inter. Lukaku tryggði Inter sigur á Cagliari um síðustu helgi með marki úr vítaspyrnu en á meðan hann tók spyrnuna voru stuðningsmenn Cagliari með apahljóð. Hreinn og klár rasismi enda horfði Lukaku reiður upp í stúku eftir að hafa skorað. Stuðningsmannahópurinn Curva Nord hefur sent Lukaku opið bréf og varið þessa hegðun stuðningsmanna andstæðinganna sem þeir segja að sé ekki rasismi. „Ítalskir áhorfendur eru ekki rasistar og okkur þykir miður að þú hafir upplifað þetta atvik sem rasisma. Þú verður að skilja að Ítalía er ekki eins og lönd í Norður-Evrópu þar sem rasismi er raunverulegt vandamál,“ skrifaði hópurinn á Facebook. „Við skiljum að þú hafir upplifað þetta atvik sem kynþáttaníð en það er ekki þannig. Á Ítalíu notum við alls konar aðferðir til þess að hjálpa liðunum okkar og gera andstæðinginn stressaðan. Þessi hegðun til þín var því virðing þar sem þeir óttuðust að þú myndir skora. Það hefur ekkert að gera með að þeir hati þig og séu rasistar.“ Það er ekkert annað. Yfirmenn Cagliari hafa hótað því að finna þessa áhorfendur og setja þá í bann. Þessi hegðun sé ekki ásættanleg. Kynþáttaníð á ítölskum völlum hefur verið mikið í umræðunni síðasta árið enda virðast hlutirnir breytast hægt þar í landi. Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Lukaku varð fyrir rasisma er hann skoraði úr vítaspyrnu í sigri Inter Skammarlega uppákoma hjá stuðningsmönnum Cagliari í kvöld. 1. september 2019 20:49 Segir viðbrögð Bonucci jafn slæm og kynþáttafordómana Franski heims- og Evrópumeistarinn fordæmir ummæli Leonardos Bonucci. 5. apríl 2019 16:45 Cagliari verður ekki refsað fyrir rasisma stuðningsmanna Ítalska knattspyrnusambandið ætlar ekkert að aðhafast vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Cagliari þó svo sambandið viðurkenni að stuðningsmennirnir hafi verið með níð í garð Moise Kean, leikmanns Juventus. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Ein furðulegasta yfirlýsing síðari tíma kom frá stuðningsmannahópi ítalska félagsins Inter í dag þar sem þeir verja apahljóðin hjá stuðningsmönnum Cagliari í garð Romelu Lukaku, framherja Inter. Lukaku tryggði Inter sigur á Cagliari um síðustu helgi með marki úr vítaspyrnu en á meðan hann tók spyrnuna voru stuðningsmenn Cagliari með apahljóð. Hreinn og klár rasismi enda horfði Lukaku reiður upp í stúku eftir að hafa skorað. Stuðningsmannahópurinn Curva Nord hefur sent Lukaku opið bréf og varið þessa hegðun stuðningsmanna andstæðinganna sem þeir segja að sé ekki rasismi. „Ítalskir áhorfendur eru ekki rasistar og okkur þykir miður að þú hafir upplifað þetta atvik sem rasisma. Þú verður að skilja að Ítalía er ekki eins og lönd í Norður-Evrópu þar sem rasismi er raunverulegt vandamál,“ skrifaði hópurinn á Facebook. „Við skiljum að þú hafir upplifað þetta atvik sem kynþáttaníð en það er ekki þannig. Á Ítalíu notum við alls konar aðferðir til þess að hjálpa liðunum okkar og gera andstæðinginn stressaðan. Þessi hegðun til þín var því virðing þar sem þeir óttuðust að þú myndir skora. Það hefur ekkert að gera með að þeir hati þig og séu rasistar.“ Það er ekkert annað. Yfirmenn Cagliari hafa hótað því að finna þessa áhorfendur og setja þá í bann. Þessi hegðun sé ekki ásættanleg. Kynþáttaníð á ítölskum völlum hefur verið mikið í umræðunni síðasta árið enda virðast hlutirnir breytast hægt þar í landi.
Ítalía Ítalski boltinn Tengdar fréttir Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30 Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00 Lukaku varð fyrir rasisma er hann skoraði úr vítaspyrnu í sigri Inter Skammarlega uppákoma hjá stuðningsmönnum Cagliari í kvöld. 1. september 2019 20:49 Segir viðbrögð Bonucci jafn slæm og kynþáttafordómana Franski heims- og Evrópumeistarinn fordæmir ummæli Leonardos Bonucci. 5. apríl 2019 16:45 Cagliari verður ekki refsað fyrir rasisma stuðningsmanna Ítalska knattspyrnusambandið ætlar ekkert að aðhafast vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Cagliari þó svo sambandið viðurkenni að stuðningsmennirnir hafi verið með níð í garð Moise Kean, leikmanns Juventus. 15. maí 2019 09:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Framherji Juventus varð fyrir kynþáttafordómum Hinn efnilegi framherji Juventus, Moise Kean, mátti þola kynþáttaníð úr stúkunni í gær er Juventus spilaði gegn Cagliari. Hinn 19 ára Kean átti þó síðasta orðið því hann skoraði síðara mark Juve á 85. mínútu í 2-0 sigri. 3. apríl 2019 08:30
Landsliðsþjálfari Ítalíu gagnrýnir linkindina gagnvart rasistum í landinu Þjálfari og einn varnarmaður Juventus þóttu sýna afar forneskjulegt viðhorf eftir leik Juve og Cagliari er þeir sögðu að leikmaður Juve, Moise Kean, hefði að hluta til átt sök á því að hann varð fyrir kynþáttaníði í leik liðanna. 5. apríl 2019 09:00
Lukaku varð fyrir rasisma er hann skoraði úr vítaspyrnu í sigri Inter Skammarlega uppákoma hjá stuðningsmönnum Cagliari í kvöld. 1. september 2019 20:49
Segir viðbrögð Bonucci jafn slæm og kynþáttafordómana Franski heims- og Evrópumeistarinn fordæmir ummæli Leonardos Bonucci. 5. apríl 2019 16:45
Cagliari verður ekki refsað fyrir rasisma stuðningsmanna Ítalska knattspyrnusambandið ætlar ekkert að aðhafast vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna Cagliari þó svo sambandið viðurkenni að stuðningsmennirnir hafi verið með níð í garð Moise Kean, leikmanns Juventus. 15. maí 2019 09:00