Erlent

Harry Potter bækur fjarlægðar af bókasafni kaþólsks skóla vegna „raunverulegra“ galdra

Samúel Karl Ólason skrifar
Bókaserían, sem skrifuð var af J.K. Rowling hafa lengi þótt umdeildar en Vatíkanið hefur aldrei tekið opinbera afstöðu gagnvart þeim.
Bókaserían, sem skrifuð var af J.K. Rowling hafa lengi þótt umdeildar en Vatíkanið hefur aldrei tekið opinbera afstöðu gagnvart þeim. Getty/Alex Wong
Nemendur í kaþólskum skóla í Nashville í Bandaríkjunum geta ekki lengur lesið bækurnar um galdramanninn Harry Potter á bókasafni St. Edward skólans. Það er eftir að prestur við skólann ákvað að lestur bókanna gæti leitt til uppvakningu illra anda og gaf hann í skyn að um raunverulega galdra væri að ræða.

„Bækurnar sýna galdra sem bæði góða og illa, sem er ekki satt og er í raun snjöll blekking,“ skrifaði presturinn Dan Reehill í tölvupósti sem miðilinn Tennessean kom höndum yfir. „Bölvanirnar og álögin sem notuð eru í bókunum eru raunverulegar bölvanir og álög sem gætu vakið upp illa anda þegar þau eru lesin.“



Þá sagðist Reehil hafa rætt við særingamenn í Bandaríkjunum og Vatíkaninu og þeir hafi lagt til að bækurnar yrðu fjarlægðar. Bækurnar um galdramanninn knáa eru í raun ekki bannaðar í skólanum sjálfum og er börnum leyfilegt að lesa þær, ef þau koma með þær að heiman.

Bókaserían, sem skrifuð var af J.K. Rowling hafa lengi þótt umdeildar en Vatíkanið hefur aldrei tekið opinbera afstöðu gagnvart þeim. CNN vísar til þess að árið 2006 hafi samband bókasafna í Bandaríkjunum sett Harry Potter bækurnar efst á lista yfir umdeildustu bækur 21. aldarinnar. Þær eru þó ekki lengur sýnilegar á listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×