Tíu eftirminnilegustu atvikin á ferli Atla Eðvaldssonar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2019 12:00 Atli í leik með Fortuna Düsseldorf þar sem hann lék í fjögur ár. vísir/getty Atli Eðvaldsson lést í fyrradag eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Hann var 62 ára. Atli markaði djúp spor í íslenskri fótboltasögu, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hér heima lék Atli með Val, KR og HK. Hann lék með Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Uerdingen og TuRU Düsseldorf í Þýskalandi og Genclerbirligi í Tyrklandi. Hann þjálfaði HK, ÍBV, KR, Þrótt R., Val, Reyni S., Aftureldingu og Hamar hér á landi og Kristianstad í Svíþjóð. Undir hans stjórn varð KR tvöfaldur meistari 1999. Atli þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1999-2003. Hann lék 70 landsleiki á árunum 1976-1991 og var lengi fyrirliði landsliðsins. Hér fyrir neðan má lesa um tíu eftirminnilegustu og stærstu atvikin á fótboltaferli Atla. Tímabilið 1978Atli lék með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu.Atli var lykilmaður í liði Vals sem varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum 1978. Valsmenn unnu 17 af 18 leikjum sínum og gerðu eitt jafntefli. Þeir skoruðu 45 mörk og fengu aðeins á sig átta. Atli skoraði tíu mörk sumarið 1978 og var næstmarkahæstur í liði Vals á eftir Inga Birni Albertssyni. Eftir tímabilið 1979 var Atli svo seldur til Borussia Dortmund. Atli varð tvisvar Íslandsmeistari með Val; 1976 og 1978. Sex marka helginAtli var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni tímabilið 1982-83.vísir/gettyHelgin 4.-5. júní var sennilega sú ótrúlegasta á ferli Atla. Á laugardeginum skoraði hann fimm mörk í sigri Fortuna Düsseldorf á Eintracht Frankfurt, 5-1. Atli varð þar með fyrsti erlendi leikmaðurinn sem skorar fimm mörk í leik í þýsku úrvalsdeildinni. Aðeins tveir leikmenn hafa afrekað það síðan; Robert Lewandowski og Luka Jovic. Atli skoraði alls 21 mark í þýsku deildinni tímabilið 1982-83. Aðeins Rudi Völler (Werder Bremen) skoraði fleiri mörk (23). Eðlilega var landsleikur daginn eftir lokaumferðina í þýsku deildinni. Atla var flogið til Íslands með Arnarflugi og skoraði að sjálfsögðu sigurmarkið gegn Möltu í undankeppni EM 1984.Nánar má lesa um helgina ótrúlegu hjá Atla 1983 með því að smella hér. Sigurmarkið gegn MonacoAtli skorar sigurmarkið gegn Monaco. Úr umfjöllun DV um leikinn.mynd/skjáskot úr dvEftir átta ár í atvinnumennsku kom Atli heim og lék með Val 1988. Um haustið mætti Valur Frakklandsmeisturum Monaco í 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða. Þjálfari Monaco á þessum tíma var Arsene Wenger og meðal leikmanna í liðinu voru Glenn Hoddle, Manuel Amoros, Patrick Battiston og Jean-Luc Ettori. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri leik Vals og Monaco á Laugardalsvellinum. Það gerði Atli með viðstöðulausu skoti á lofti á 55. mínútu. Hann tryggði Val því einn glæsilegasta sigur sem íslenskt félagslið hefur unnið í Evrópukeppni. Monaco vann seinni leikinn á Stade Louis II, 2-0. George Weah, sem vann Gullboltann 1995 og er forseti Líberíu í dag, skoraði annað mark Monaco. Hælspyrnan gegn FrökkumAtli skorar með hælnum gegn Frakklandi 1990. Úr umfjöllun DV um leikinn.mynd/skjáskot úr dvAtli skoraði átta mörk fyrir íslenska landsliðið. Það síðasta kom gegn Frakklandi í undankeppni EM 5. september 1990. Frakkar byrjuðu leikinn betur og komust yfir með marki Jean-Pierres Papin á 12. mínútu. Stundarfjórðungi fyrir leikslok skoraði Eric Cantona svo annað mark franska liðsins sem var á þessum tíma undir stjórn Michels Platini. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka minnkaði Atli muninn í 1-2 með skemmtilegri hælspyrnu eftir hornspyrnu og skalla Arnórs Guðjohnsen. Síðasta landsliðsmarkið hans var líklega það fallegasta. Slær landsleikjametiðAtli hefur auga með Mark Hughes í landsleik Íslands og Wales.vísir/gettyAtli sló leikjamet Marteins Geirssonar með íslenska landsliðinu gegn Tékkóslóvakíu í undankeppni EM 5. júní 1990, sama dag og hann skoraði sigurmarkið gegn Möltu sjö árum fyrr. Þetta var 68. landsleikur Atla en hann lék þann fyrsta 1976. Ísland tapaði leiknum fyrir Tékkóslóvakíu, 0-1. Atli lék tvo landsleiki til viðbótar; gegn Tyrklandi 17. júlí og sá síðasti var gegn Danmörku 4. september 1990. Það var jafnframt síðasti leikur Bo Johansson með íslenska liðið. Ásgeir Elíasson tók við og valdi Atla ekki í landsliðið sem vakti mikla athygli. Atli lék alls 70 leiki fyrir íslenska landsliðið og var fyrirliði síðasta 31 leik sínum fyrir það. Markið gegn Val 1992Umfjöllun DV um sigur KR á Val 1992.mynd/skjáskot úr dvEin umdeildustu félagaskipti í íslenskri fótboltasögu voru þegar Valsmaðurinn Atli gekk í raðir erkifjendanna í KR fyrir tímabilið 1990. Atli var fljótur að stimpla sig inn hjá KR og lék með liðinu í fjögur ár. Eftirminnilegasta mark hans í svarthvítu treyjunni kom gegn gömlu félögunum í Val í lokaumferðinni 1992. KR vann þá ótrúlegan 1-9 sigur á Hlíðarenda. Það er stærsti sigur KR í efstu deild og næststærsta tap Vals í efstu deild. Atli kom KR á bragðið á 20. mínútu með skoti, nánast frá endalínu. Átta mörk fylgdu í kjölfarið. „Ég vona að þetta sé byrjunin á öðru stórveldinu hjá KR,“ sagði Atli eftir leikinn. KR-ingar þurftu reyndar að bíða í nokkur ár í viðbót eftir stóra titlinum en hann kom loks 1999 og Atli átti hvað stærstan þátt í því. Eyjaliðið 1995ÍBV og fögn liðsins vöktu mikla athygli.mynd/skjáskot úr dvEftir að hafa byrjað þjálfaraferilinn með HK 1994 tók Atli við ÍBV fyrir tímabilið 1995. Atli gerði afar góða hluti með ÍBV og reif liðið upp úr fallbaráttunni sem það hafði verið í árin á undan. ÍBV byrjaði tímabilið með flugeldasýningu og rúllaði yfir Val, 8-1. Eyjamenn voru með gríðarlega skemmtilegt lið, skoruðu fullt af mörkum og fögnuðu þeim jafnan með stæl. Eyjafögnin svokölluðu vöktu mikla athygli. ÍBV endaði í 3. sæti efstu deildar 1995. Árið á eftir, seinna ár Atla með liðið, enduðu Eyjamenn í 4. sæti og komust í bikarúrslit. Segja má að hann hafi lagt grunninn að Íslandsmeistaraliðum ÍBV 1997 og 1998. Biðinni löngu lýkurTvöfaldir meistarar KR 1999.mynd/hilmar þórAtli tók við KR eftir hið stormasama tímabil 1997. Eftir rólega byrjun voru KR-ingar frábærir í seinni umferðinni 1998 og komust í hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni þar sem þeir töpuðu fyrir ÍBV, 2-0. Árið 1999, sem var 100 ára afmælisár KR, fékk ekkert stöðvað þá svörtu og hvítu. Þeir voru með besta liðið og urðu loks Íslandsmeistarar eftir 31 árs bið. „Sjáiði fólkið,“ sagði Atli í sjónvarpsviðtali og horfði upp í stúku eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Víkingi, 0-4, á Laugardalsvellinum í næstsíðustu umferðinni. „Þetta erum við og við erum sérþjóðflokkur. Við elskum þetta fólk. Þetta er KR. Það er enginn einn. Við eigum þetta skilið. Við vorum bestir, langbestir.“ Atli talaði um að það þyrfti KR-ing til að koma loksins með þann stóra í Vesturbæinn. Og það gerði hann. KR fullkomnaði svo tímabilið og afmælisárið með því að vinna ÍA í bikarúrslitaleiknum, 3-1. Sigurinn á SvíumEftir að hafa gert KR að tvöföldum meisturum tók Atli við karlalandsliðinu af Guðjóni Þórðarsyni haustið 1999. Landsliðsþjálfaraferill hans fór frábærlega af stað og Ísland var taplaust í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Atla. Enginn landsliðsþjálfari hefur byrjað betur en Atli. Eftir þrjá sigra og eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum mætti Ísland sterku sænsku liði í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 16. ágúst 2000. Á þessum tíma þjálfaði Lars nokkur Lagerbäck Svía ásamt Tommy Söderberg. Helgi Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar sex mínútur voru til leiksloka. Helgi hafði skorað þrennu í síðasta landsleik, 5-0 sigri á Möltu. Sigurinn á TékkumHápunkturinn á landsliðsþjálfaraferli Atla var án nokkurs vafa sigur Íslands á Tékklandi, 3-1, á Laugardalsvelli í undankeppni HM 1. september 2001. Tékkar unnu fyrri leikinn gegn Íslendingum, 4-0, og voru með ógnarsterkt lið á þessum tíma. Jan Köller, ein af stórstjörnum tékkneska liðsins, var rekinn út af á 40. mínútu fyrir að hrækja á Hermann Hreiðarsson. Fimm mínútum síðar kom Eyjólfur Sverrisson Íslandi yfir. Andri Sigþórsson jók muninn í 2-0 á 66. mínútu og ellefu mínútum síðar skoraði Eyjólfur annað mark sitt með skoti beint úr aukaspyrnu. Marek Jankulovski klóraði í bakkann undir lokin en sigur Íslands var öruggur. „Við höfum áður náð eftirtektarverðum úrslitum og þar má nefna jafnteflið gegn Sovétríkjunum í Moskvu og gegn Frökkum á Laugardalsvelli. En það voru jafntefli – þetta var sigur og að auki þrjú mörk gegn þessari þjóð. Það hefur ekki áður gerst þegar Ísland hefur mætt liði í þessum styrkleikaflokki þannig að þetta er í mínum huga stærsta stundin í knattspyrnusögu okkar til þessa,“ sagði Atli eftir sigurinn frækna á Tékkum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Atli Eðvaldsson lést í fyrradag eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Hann var 62 ára. Atli markaði djúp spor í íslenskri fótboltasögu, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hér heima lék Atli með Val, KR og HK. Hann lék með Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Uerdingen og TuRU Düsseldorf í Þýskalandi og Genclerbirligi í Tyrklandi. Hann þjálfaði HK, ÍBV, KR, Þrótt R., Val, Reyni S., Aftureldingu og Hamar hér á landi og Kristianstad í Svíþjóð. Undir hans stjórn varð KR tvöfaldur meistari 1999. Atli þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1999-2003. Hann lék 70 landsleiki á árunum 1976-1991 og var lengi fyrirliði landsliðsins. Hér fyrir neðan má lesa um tíu eftirminnilegustu og stærstu atvikin á fótboltaferli Atla. Tímabilið 1978Atli lék með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu.Atli var lykilmaður í liði Vals sem varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum 1978. Valsmenn unnu 17 af 18 leikjum sínum og gerðu eitt jafntefli. Þeir skoruðu 45 mörk og fengu aðeins á sig átta. Atli skoraði tíu mörk sumarið 1978 og var næstmarkahæstur í liði Vals á eftir Inga Birni Albertssyni. Eftir tímabilið 1979 var Atli svo seldur til Borussia Dortmund. Atli varð tvisvar Íslandsmeistari með Val; 1976 og 1978. Sex marka helginAtli var næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni tímabilið 1982-83.vísir/gettyHelgin 4.-5. júní var sennilega sú ótrúlegasta á ferli Atla. Á laugardeginum skoraði hann fimm mörk í sigri Fortuna Düsseldorf á Eintracht Frankfurt, 5-1. Atli varð þar með fyrsti erlendi leikmaðurinn sem skorar fimm mörk í leik í þýsku úrvalsdeildinni. Aðeins tveir leikmenn hafa afrekað það síðan; Robert Lewandowski og Luka Jovic. Atli skoraði alls 21 mark í þýsku deildinni tímabilið 1982-83. Aðeins Rudi Völler (Werder Bremen) skoraði fleiri mörk (23). Eðlilega var landsleikur daginn eftir lokaumferðina í þýsku deildinni. Atla var flogið til Íslands með Arnarflugi og skoraði að sjálfsögðu sigurmarkið gegn Möltu í undankeppni EM 1984.Nánar má lesa um helgina ótrúlegu hjá Atla 1983 með því að smella hér. Sigurmarkið gegn MonacoAtli skorar sigurmarkið gegn Monaco. Úr umfjöllun DV um leikinn.mynd/skjáskot úr dvEftir átta ár í atvinnumennsku kom Atli heim og lék með Val 1988. Um haustið mætti Valur Frakklandsmeisturum Monaco í 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða. Þjálfari Monaco á þessum tíma var Arsene Wenger og meðal leikmanna í liðinu voru Glenn Hoddle, Manuel Amoros, Patrick Battiston og Jean-Luc Ettori. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri leik Vals og Monaco á Laugardalsvellinum. Það gerði Atli með viðstöðulausu skoti á lofti á 55. mínútu. Hann tryggði Val því einn glæsilegasta sigur sem íslenskt félagslið hefur unnið í Evrópukeppni. Monaco vann seinni leikinn á Stade Louis II, 2-0. George Weah, sem vann Gullboltann 1995 og er forseti Líberíu í dag, skoraði annað mark Monaco. Hælspyrnan gegn FrökkumAtli skorar með hælnum gegn Frakklandi 1990. Úr umfjöllun DV um leikinn.mynd/skjáskot úr dvAtli skoraði átta mörk fyrir íslenska landsliðið. Það síðasta kom gegn Frakklandi í undankeppni EM 5. september 1990. Frakkar byrjuðu leikinn betur og komust yfir með marki Jean-Pierres Papin á 12. mínútu. Stundarfjórðungi fyrir leikslok skoraði Eric Cantona svo annað mark franska liðsins sem var á þessum tíma undir stjórn Michels Platini. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka minnkaði Atli muninn í 1-2 með skemmtilegri hælspyrnu eftir hornspyrnu og skalla Arnórs Guðjohnsen. Síðasta landsliðsmarkið hans var líklega það fallegasta. Slær landsleikjametiðAtli hefur auga með Mark Hughes í landsleik Íslands og Wales.vísir/gettyAtli sló leikjamet Marteins Geirssonar með íslenska landsliðinu gegn Tékkóslóvakíu í undankeppni EM 5. júní 1990, sama dag og hann skoraði sigurmarkið gegn Möltu sjö árum fyrr. Þetta var 68. landsleikur Atla en hann lék þann fyrsta 1976. Ísland tapaði leiknum fyrir Tékkóslóvakíu, 0-1. Atli lék tvo landsleiki til viðbótar; gegn Tyrklandi 17. júlí og sá síðasti var gegn Danmörku 4. september 1990. Það var jafnframt síðasti leikur Bo Johansson með íslenska liðið. Ásgeir Elíasson tók við og valdi Atla ekki í landsliðið sem vakti mikla athygli. Atli lék alls 70 leiki fyrir íslenska landsliðið og var fyrirliði síðasta 31 leik sínum fyrir það. Markið gegn Val 1992Umfjöllun DV um sigur KR á Val 1992.mynd/skjáskot úr dvEin umdeildustu félagaskipti í íslenskri fótboltasögu voru þegar Valsmaðurinn Atli gekk í raðir erkifjendanna í KR fyrir tímabilið 1990. Atli var fljótur að stimpla sig inn hjá KR og lék með liðinu í fjögur ár. Eftirminnilegasta mark hans í svarthvítu treyjunni kom gegn gömlu félögunum í Val í lokaumferðinni 1992. KR vann þá ótrúlegan 1-9 sigur á Hlíðarenda. Það er stærsti sigur KR í efstu deild og næststærsta tap Vals í efstu deild. Atli kom KR á bragðið á 20. mínútu með skoti, nánast frá endalínu. Átta mörk fylgdu í kjölfarið. „Ég vona að þetta sé byrjunin á öðru stórveldinu hjá KR,“ sagði Atli eftir leikinn. KR-ingar þurftu reyndar að bíða í nokkur ár í viðbót eftir stóra titlinum en hann kom loks 1999 og Atli átti hvað stærstan þátt í því. Eyjaliðið 1995ÍBV og fögn liðsins vöktu mikla athygli.mynd/skjáskot úr dvEftir að hafa byrjað þjálfaraferilinn með HK 1994 tók Atli við ÍBV fyrir tímabilið 1995. Atli gerði afar góða hluti með ÍBV og reif liðið upp úr fallbaráttunni sem það hafði verið í árin á undan. ÍBV byrjaði tímabilið með flugeldasýningu og rúllaði yfir Val, 8-1. Eyjamenn voru með gríðarlega skemmtilegt lið, skoruðu fullt af mörkum og fögnuðu þeim jafnan með stæl. Eyjafögnin svokölluðu vöktu mikla athygli. ÍBV endaði í 3. sæti efstu deildar 1995. Árið á eftir, seinna ár Atla með liðið, enduðu Eyjamenn í 4. sæti og komust í bikarúrslit. Segja má að hann hafi lagt grunninn að Íslandsmeistaraliðum ÍBV 1997 og 1998. Biðinni löngu lýkurTvöfaldir meistarar KR 1999.mynd/hilmar þórAtli tók við KR eftir hið stormasama tímabil 1997. Eftir rólega byrjun voru KR-ingar frábærir í seinni umferðinni 1998 og komust í hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni þar sem þeir töpuðu fyrir ÍBV, 2-0. Árið 1999, sem var 100 ára afmælisár KR, fékk ekkert stöðvað þá svörtu og hvítu. Þeir voru með besta liðið og urðu loks Íslandsmeistarar eftir 31 árs bið. „Sjáiði fólkið,“ sagði Atli í sjónvarpsviðtali og horfði upp í stúku eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Víkingi, 0-4, á Laugardalsvellinum í næstsíðustu umferðinni. „Þetta erum við og við erum sérþjóðflokkur. Við elskum þetta fólk. Þetta er KR. Það er enginn einn. Við eigum þetta skilið. Við vorum bestir, langbestir.“ Atli talaði um að það þyrfti KR-ing til að koma loksins með þann stóra í Vesturbæinn. Og það gerði hann. KR fullkomnaði svo tímabilið og afmælisárið með því að vinna ÍA í bikarúrslitaleiknum, 3-1. Sigurinn á SvíumEftir að hafa gert KR að tvöföldum meisturum tók Atli við karlalandsliðinu af Guðjóni Þórðarsyni haustið 1999. Landsliðsþjálfaraferill hans fór frábærlega af stað og Ísland var taplaust í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Atla. Enginn landsliðsþjálfari hefur byrjað betur en Atli. Eftir þrjá sigra og eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum mætti Ísland sterku sænsku liði í vináttulandsleik á Laugardalsvelli 16. ágúst 2000. Á þessum tíma þjálfaði Lars nokkur Lagerbäck Svía ásamt Tommy Söderberg. Helgi Sigurðsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar sex mínútur voru til leiksloka. Helgi hafði skorað þrennu í síðasta landsleik, 5-0 sigri á Möltu. Sigurinn á TékkumHápunkturinn á landsliðsþjálfaraferli Atla var án nokkurs vafa sigur Íslands á Tékklandi, 3-1, á Laugardalsvelli í undankeppni HM 1. september 2001. Tékkar unnu fyrri leikinn gegn Íslendingum, 4-0, og voru með ógnarsterkt lið á þessum tíma. Jan Köller, ein af stórstjörnum tékkneska liðsins, var rekinn út af á 40. mínútu fyrir að hrækja á Hermann Hreiðarsson. Fimm mínútum síðar kom Eyjólfur Sverrisson Íslandi yfir. Andri Sigþórsson jók muninn í 2-0 á 66. mínútu og ellefu mínútum síðar skoraði Eyjólfur annað mark sitt með skoti beint úr aukaspyrnu. Marek Jankulovski klóraði í bakkann undir lokin en sigur Íslands var öruggur. „Við höfum áður náð eftirtektarverðum úrslitum og þar má nefna jafnteflið gegn Sovétríkjunum í Moskvu og gegn Frökkum á Laugardalsvelli. En það voru jafntefli – þetta var sigur og að auki þrjú mörk gegn þessari þjóð. Það hefur ekki áður gerst þegar Ísland hefur mætt liði í þessum styrkleikaflokki þannig að þetta er í mínum huga stærsta stundin í knattspyrnusögu okkar til þessa,“ sagði Atli eftir sigurinn frækna á Tékkum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Sex mörk á tveimur dögum og leikirnir voru í þýsku bundesligunni og í undankeppni EM. 3. september 2019 12:30
Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14
Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17