Fögnuðu áheitameti í maraþoninu í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. september 2019 11:44 4.667 hlauparar á öllum aldri tóku þátt í þetta skiptið. Vísir/Einar Árnason Í ár söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags sem er nýtt met og 6,7 prósent hærri upphæð en safnaðist í fyrra. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 990 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 fór fram í gær. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunarinnar sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Íslandsbanki sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. „Þeir hlauparar sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í gær. Þá voru einnig veitt verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni. Um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur fyrir tvö félög sem voru með hvatningarstöð þar sem allir hlaupa hjá og 100 þúsund krónur fyrir eitt félag sem var með stöð þar sem aðeins maraþonhlauparar fara hjá. Það voru Samtök um endometriosu og Villikettir sem fengu 50.000 krónur hvort og Ljósið, Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda sem fékk 100.000 krónur.“Frá vinstri: Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Kolbrún Stígsdóttir frá Samtökum um enómetríósu, Agla Sól Pétursdóttir sem var í 3.sæti einstaklinga í áheitasöfnuninni, Olga Katrín Davíðsd. Skarstad sem safnaði mest allra einstaklinga, Mekkín Bjarkadóttir úr hlaupahópnum Vinir Ólavíu, Ólöf Ólafsdóttir frá Villiköttum dýraverndunarfélagi, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu, Ævar Ólafssson og Freyr Baldursson frá Deloitte og Gígja Gunnarsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.Aðsend myndÞað var Olga Katrín Davíðsd. Skarstad safnaði mest allra einstaklinga, 1.400.000 krónur fyrir Vinir Ólavíu – Styrktarfélag. Olga Katrín fékk einnig flest áheit, 240 talsins. Arnar Hallsson safnaði næst mest, 1.027.100 krónur fyrir CMT4A styrktarsjóð Þórdísar. Í þriðja sæti einstaklinga var Agla Sól Pétursdóttir sem safnaði 959.000 krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Vinir Ólavíu en þau söfnuðu 3.886.000 krónum og fyrirtækjahópurinn sem safnaði mestu var Deloitte sem safnaði 851.265 krónum. Alls bárust 38.539 einstök áheit í söfnunina á hlaupastyrkur.is í ár og var meðalupphæð áheita 4.346 krónur. Áheitin verða greidd til góðgerðafélaganna í lok október en þá berast síðustu greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum, samkvæmt tilkynningunni. „Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem fá mest í ár eru Ljósið 15 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 11,3 milljónir og Alzheimersamtökin 6,5 milljónir. 137 af þeim félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 42 félög fengu meira en milljón og sjö félög meira en fimm milljónir.“ Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Í ár söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags sem er nýtt met og 6,7 prósent hærri upphæð en safnaðist í fyrra. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í tæplega 990 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2019 fór fram í gær. Á uppskeruhátíðinni komu saman fulltrúar góðgerðafélaga, hlauparar, starfsmenn og stuðningsaðilar til að fagna góðum árangri áheitasöfnunarinnar sem fram fór á vefnum hlaupastyrkur.is. Íslandsbanki sem er aðalstyrktaraðili hlaupsins, bauð til hátíðarinnar í höfuðstöðvum sínum í Norðurturni. „Þeir hlauparar sem söfnuðu mest fengu viðurkenningu á áheitahátíðinni í gær. Þá voru einnig veitt verðlaun til góðgerðafélaga sem voru með hvatningarstöð á hlaupaleiðinni. Um var að ræða útdráttarverðlaun að upphæð 50 þúsund krónur fyrir tvö félög sem voru með hvatningarstöð þar sem allir hlaupa hjá og 100 þúsund krónur fyrir eitt félag sem var með stöð þar sem aðeins maraþonhlauparar fara hjá. Það voru Samtök um endometriosu og Villikettir sem fengu 50.000 krónur hvort og Ljósið, Endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda sem fékk 100.000 krónur.“Frá vinstri: Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupstjóri Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Kolbrún Stígsdóttir frá Samtökum um enómetríósu, Agla Sól Pétursdóttir sem var í 3.sæti einstaklinga í áheitasöfnuninni, Olga Katrín Davíðsd. Skarstad sem safnaði mest allra einstaklinga, Mekkín Bjarkadóttir úr hlaupahópnum Vinir Ólavíu, Ólöf Ólafsdóttir frá Villiköttum dýraverndunarfélagi, Sólveig Kolbrún Pálsdóttir frá Ljósinu, Ævar Ólafssson og Freyr Baldursson frá Deloitte og Gígja Gunnarsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar Íþróttabandalags Reykjavíkur.Aðsend myndÞað var Olga Katrín Davíðsd. Skarstad safnaði mest allra einstaklinga, 1.400.000 krónur fyrir Vinir Ólavíu – Styrktarfélag. Olga Katrín fékk einnig flest áheit, 240 talsins. Arnar Hallsson safnaði næst mest, 1.027.100 krónur fyrir CMT4A styrktarsjóð Þórdísar. Í þriðja sæti einstaklinga var Agla Sól Pétursdóttir sem safnaði 959.000 krónum fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB). Sá hlaupahópur sem safnaði mestu var Vinir Ólavíu en þau söfnuðu 3.886.000 krónum og fyrirtækjahópurinn sem safnaði mestu var Deloitte sem safnaði 851.265 krónum. Alls bárust 38.539 einstök áheit í söfnunina á hlaupastyrkur.is í ár og var meðalupphæð áheita 4.346 krónur. Áheitin verða greidd til góðgerðafélaganna í lok október en þá berast síðustu greiðslur frá korta- og símafyrirtækjum, samkvæmt tilkynningunni. „Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem fá mest í ár eru Ljósið 15 milljónir, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 11,3 milljónir og Alzheimersamtökin 6,5 milljónir. 137 af þeim félögum sem safnað var fyrir fengu meira en 100.000 krónur í sinn hlut, 42 félög fengu meira en milljón og sjö félög meira en fimm milljónir.“
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Stjörnuhlauparar gærdagsins misþreyttir en ánægðir: Fór að hágráta þegar 500 metrar voru eftir Ástandið á hlaupurum gærdagsins var misgott þegar blaðamaður heyrði í þeim. 25. ágúst 2019 14:01