Kevin Hart slasaðist illa á hrygg en aðgerðin gekk vel Stefán Árni Pálsson skrifar 5. september 2019 10:30 Kevin Hart er einn vinsælasti grínisti heims. Myndir / Getty / TMZ Bandaríski grínistinn Kevin Hart slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Kaliforníu á sunnudaginn. Miðillinn TMZ hefur fjallað ítarlega um málið í vikunni. Hart var á ferð á Mullholand-veginum í Malibu þegar áreksturinn átti sér stað. Hart var farþegi í Plymouth Barracuda sem hafnaði utan vegar eftir að bílstjórinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór nokkrar veltur niður upphlaðinn vegkantinn. Auk Harts voru tveir til viðbótar í bílnum. Er ökumaðurinn einnig sagður hafa slasast alvarlega. TMZ segir að framundan sé löng og ströng endurhæfing hjá Hart en hann varð að gangast undir heljarinnar aðgerð þar sem læknar urðu að lagfæra skemmdir á hrygg á þremur mismunandi stöðum. Aðgerðin mun hafa gengið vel en leikarinn og grínistinn mun vera á sterkum verkjalyfjum allan sólahringinn. Hart ætti að ná fullum bata og telst ver mjög heppinn. TMZ segir frá því að grínistinn hefði getað lamast varanlega í slysinu. Framundan sé löng og ströng endurhæfing hjá Hart sem gæti tekið marga mánuði. Búið var að tilkynna um fimm ný verkefni sem Kevin Hart átti að taka þátt í og verða þau verkefni sett á ís í bili. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kevin Hart fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt umferðarslys Var á ferð ásamt tveimur til viðbótar. 1. september 2019 21:27 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Bandaríski grínistinn Kevin Hart slasaðist alvarlega í umferðarslysi í Kaliforníu á sunnudaginn. Miðillinn TMZ hefur fjallað ítarlega um málið í vikunni. Hart var á ferð á Mullholand-veginum í Malibu þegar áreksturinn átti sér stað. Hart var farþegi í Plymouth Barracuda sem hafnaði utan vegar eftir að bílstjórinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn fór nokkrar veltur niður upphlaðinn vegkantinn. Auk Harts voru tveir til viðbótar í bílnum. Er ökumaðurinn einnig sagður hafa slasast alvarlega. TMZ segir að framundan sé löng og ströng endurhæfing hjá Hart en hann varð að gangast undir heljarinnar aðgerð þar sem læknar urðu að lagfæra skemmdir á hrygg á þremur mismunandi stöðum. Aðgerðin mun hafa gengið vel en leikarinn og grínistinn mun vera á sterkum verkjalyfjum allan sólahringinn. Hart ætti að ná fullum bata og telst ver mjög heppinn. TMZ segir frá því að grínistinn hefði getað lamast varanlega í slysinu. Framundan sé löng og ströng endurhæfing hjá Hart sem gæti tekið marga mánuði. Búið var að tilkynna um fimm ný verkefni sem Kevin Hart átti að taka þátt í og verða þau verkefni sett á ís í bili.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Kevin Hart fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt umferðarslys Var á ferð ásamt tveimur til viðbótar. 1. september 2019 21:27 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Kevin Hart fluttur á sjúkrahús eftir alvarlegt umferðarslys Var á ferð ásamt tveimur til viðbótar. 1. september 2019 21:27