Bjarni kynnir nýjan dómsmálráðherra Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. september 2019 16:41 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur valið nýjan dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun kynna nýjan dómsmálaráðherra til leiks á fundi sem hann hefur boðað til klukkan 17 í Valhöll. Vísir hefur fjallað ítarlega um fyrirhugaðar hrókeringar í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var uppi sú kenning að hann færi í víðtækari breytingar en þær að kynna nýjan ráðherra í dómsmálaráðuneytið. Fyrir lá að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gegndi því embætti aðeins til bráðabirgða eftir að Sigríður Á. Andersen hrökklaðist þaðan í kjölfar Landsréttarmálsins.Sjá einnig:Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinuÝmsir eru kallaðir enda togast ýmis sjónarmið á; staða forystunnar gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu annars vegar og á hinn bóginn gagnvart óánægðum hópi innan flokksins sem hefur látið ófriðlega meðal annars í Orkupakkamálinu og reyndar fleiri málum. Þá takast á kynjasjónarmið andspænis sjónarmiðum sem snúa að kjördæmafyrirkomulagi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið nefnd en hún þykir hafa það á móti sér að vera ritari flokksins sem myndi þá þýða að öll forystan; formaður, varaformaður og ritari væru komin í ríkisstjórn. Hún er auk þess ekki vinsæl meðal hinna ósáttu í flokknum. Þannig eru ýmis sjónarmið sem Bjarni þarf að líta til. Brynjar Níelsson hefur verið nefndur sem mögulegur ráðherra, Páll Magnússon oddviti á Suðurlandi, Haraldur Benediksson, Birgir Ármannsson og þá hefur Vísir einnig heyrt því fleygt að Bryndís Haraldsdóttir komi til greina. Auk þess er ekki hægt að líta fram hjá því að Sigríður Á. Andersen kemur til greina en Bjarni hefur sagt að hún eigi að afturkvæmt. Samkvæmt heimildum Vísis mun nokkur órói vera í röðum Vinstri grænna, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, en það yrði túlkað sem ögrun við Katrínu Jakobsdóttur sem taldi á sínum tíma ekki stætt á því að Sigríði væri sætt. Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 14:54 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun kynna nýjan dómsmálaráðherra til leiks á fundi sem hann hefur boðað til klukkan 17 í Valhöll. Vísir hefur fjallað ítarlega um fyrirhugaðar hrókeringar í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars var uppi sú kenning að hann færi í víðtækari breytingar en þær að kynna nýjan ráðherra í dómsmálaráðuneytið. Fyrir lá að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gegndi því embætti aðeins til bráðabirgða eftir að Sigríður Á. Andersen hrökklaðist þaðan í kjölfar Landsréttarmálsins.Sjá einnig:Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinuÝmsir eru kallaðir enda togast ýmis sjónarmið á; staða forystunnar gagnvart ríkisstjórnarsamstarfinu annars vegar og á hinn bóginn gagnvart óánægðum hópi innan flokksins sem hefur látið ófriðlega meðal annars í Orkupakkamálinu og reyndar fleiri málum. Þá takast á kynjasjónarmið andspænis sjónarmiðum sem snúa að kjördæmafyrirkomulagi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið nefnd en hún þykir hafa það á móti sér að vera ritari flokksins sem myndi þá þýða að öll forystan; formaður, varaformaður og ritari væru komin í ríkisstjórn. Hún er auk þess ekki vinsæl meðal hinna ósáttu í flokknum. Þannig eru ýmis sjónarmið sem Bjarni þarf að líta til. Brynjar Níelsson hefur verið nefndur sem mögulegur ráðherra, Páll Magnússon oddviti á Suðurlandi, Haraldur Benediksson, Birgir Ármannsson og þá hefur Vísir einnig heyrt því fleygt að Bryndís Haraldsdóttir komi til greina. Auk þess er ekki hægt að líta fram hjá því að Sigríður Á. Andersen kemur til greina en Bjarni hefur sagt að hún eigi að afturkvæmt. Samkvæmt heimildum Vísis mun nokkur órói vera í röðum Vinstri grænna, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, en það yrði túlkað sem ögrun við Katrínu Jakobsdóttur sem taldi á sínum tíma ekki stætt á því að Sigríði væri sætt.
Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 14:54 Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 14:54
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00