Hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans muni sprengja ríkisstjórnina Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2019 12:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. FBL/Anton Brink Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans um friðlýsingar muni valda stjórnarslitum. Segir Guðmundur að ákvarðanir hans séu byggðar á lögum og fullyrðingar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, séu á misskilningi byggðar. Jón Gunnarsson ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann var afar harðorður í garð Guðmundar Inga. Sagði hann aðferðafræði Guðmundar við friðlýsingar ekki standa skoðum og hann fari ekki eftir lögum í þeirri útfærslu sem hann boðar. „Ég get ekki séð að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins getum stutt stjórnarsamstarf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax,“ segir Jón. „Þetta er náttúrlega misskilningur það hefur verið farið að sjálfsögðu að lögum. Það er engum blöðum um það að flétta. Við erum að fara að lögum og þeim lögskýringargögnum sem eru þar að baki,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. „Bæði mat verkefnisstjórnar og faghópa miðað auðvitað við þetta. Ég vil líka taka fram að sumar af þessum tillögum sem við höfum verið að senda út í samráð hafa tekið einhverjum breytingum líka í samráðsferlinu þar sem bent var á eitthvað sem betur mætti fara eins og alltaf er,“ bætir Guðmundur Ingi. Spurður hvort hann ætli sér að ræða málið við Jón segist Guðmundur ekki búinn að íhuga það eins og er. Hann hefur engar áhyggjur af því að þetta mál muni sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. „Svo erum við að fá nýjan liðsmann í ríkisstjórnina, unga og kraftmikla konu, sem ég hlakka til að eiga samstarf við,“ segir Guðmundur Ingi og á þar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýskipaðan dómsmálaráðherra. Alþingi Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans um friðlýsingar muni valda stjórnarslitum. Segir Guðmundur að ákvarðanir hans séu byggðar á lögum og fullyrðingar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, séu á misskilningi byggðar. Jón Gunnarsson ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann var afar harðorður í garð Guðmundar Inga. Sagði hann aðferðafræði Guðmundar við friðlýsingar ekki standa skoðum og hann fari ekki eftir lögum í þeirri útfærslu sem hann boðar. „Ég get ekki séð að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins getum stutt stjórnarsamstarf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax,“ segir Jón. „Þetta er náttúrlega misskilningur það hefur verið farið að sjálfsögðu að lögum. Það er engum blöðum um það að flétta. Við erum að fara að lögum og þeim lögskýringargögnum sem eru þar að baki,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. „Bæði mat verkefnisstjórnar og faghópa miðað auðvitað við þetta. Ég vil líka taka fram að sumar af þessum tillögum sem við höfum verið að senda út í samráð hafa tekið einhverjum breytingum líka í samráðsferlinu þar sem bent var á eitthvað sem betur mætti fara eins og alltaf er,“ bætir Guðmundur Ingi. Spurður hvort hann ætli sér að ræða málið við Jón segist Guðmundur ekki búinn að íhuga það eins og er. Hann hefur engar áhyggjur af því að þetta mál muni sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. „Svo erum við að fá nýjan liðsmann í ríkisstjórnina, unga og kraftmikla konu, sem ég hlakka til að eiga samstarf við,“ segir Guðmundur Ingi og á þar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýskipaðan dómsmálaráðherra.
Alþingi Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33