Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 16:36 Þessir hundar, sem sjást hér á vappi í miðbænum, eru þegar komnir til landsins og þurfa ekki að hafa áhyggjur af innflutningsbanninu. Vísir/vilhelm Matvælastofnun hefur ákveðið að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem lagst hefur á hunda þar í landi síðustu daga. Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekktum orsökum í hundum í Noregi. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og samkvæmt síðustu upplýsingum Matvælastofnonar er talið að á annan tug hunda hafi drepist. Þeir gætu þó verið fleiri. Helstu einkenni sjúkdómsins eru blóðug uppköst og niðurgangur. Norska dýraheilbrigðisstofnunin ásamt norsku matvælastofnuninni (Mattilsynet) vinnur nú að greiningu í samráði við dýralæknaháskólann í Noregi og þá dýraspítala sem hafa haft veika hunda til meðhöndlunar. Fjöldi sýna hefur veri tekinn til rannsóknar og fjórir hundar hafa verið krufðir. Flest tilfellin hafa komið upp í Ósló og nágrenni en einnig víðar í Noregi. „Um er að ræða mjög bráð veikindi sem dregur hundana til dauða á u.þ.b. sólarhring, jafnvel þrátt fyrir mikla meðhöndlun. Þó eru dæmi um hunda sem sýna vægari einkenni og virðast hafa komist yfir veikindin,“ segir í tilkynningu MAST.Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal um hinn dularfulla sjúkdóm við Þorvald Þórðarson dýralækni í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Grunur hefur hingað til beinst að smitefnum, svo sem veirum og bakteríum en þegar er búið að útiloka rottueitur og smit af völdum salmonellu. Hvoru tveggja getur valdið einkennum sem hér um ræðir. Engin merki eru um að eitrað hafi verið fyrir hundunum en ekki hefur þó verið útilokað að orsökina sé að finna í umhverfisþáttum á borð við fóður og hundanammi. Verið er að afla upplýsinga hjá eigendum þeirra hunda sem veikst hafa. Norska matvælastofnunin mælir með að hundaeigendur haldi hundum sínum aðskildum frá öðrum hundum og nú þegar hefur fjölda námskeiða, móta, sýninga og annarra samkoma þar sem hundar koma við sögu verið aflýst í Noregi. Hundaræktarfélögin í Svíþjóð og Danmörku hafa bannað þátttöku hunda frá Noregi á sýningum, keppnum o.fl. „Matvælastofnun hefur upplýst innflytjendur sem hugðu á innflutning hunda frá Noregi í næstu viku um ofangreinda ákvörðun. Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um orsök sjúkdómsins eða meðgöngutíma hans er litið svo á að áhættan af innflutningi hunda frá Noregi á þessari stundu sé óásættanleg,“ segir í tilkynningu MAST. Dýr Noregur Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Matvælastofnun hefur ákveðið að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem lagst hefur á hunda þar í landi síðustu daga. Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. Á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekktum orsökum í hundum í Noregi. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og samkvæmt síðustu upplýsingum Matvælastofnonar er talið að á annan tug hunda hafi drepist. Þeir gætu þó verið fleiri. Helstu einkenni sjúkdómsins eru blóðug uppköst og niðurgangur. Norska dýraheilbrigðisstofnunin ásamt norsku matvælastofnuninni (Mattilsynet) vinnur nú að greiningu í samráði við dýralæknaháskólann í Noregi og þá dýraspítala sem hafa haft veika hunda til meðhöndlunar. Fjöldi sýna hefur veri tekinn til rannsóknar og fjórir hundar hafa verið krufðir. Flest tilfellin hafa komið upp í Ósló og nágrenni en einnig víðar í Noregi. „Um er að ræða mjög bráð veikindi sem dregur hundana til dauða á u.þ.b. sólarhring, jafnvel þrátt fyrir mikla meðhöndlun. Þó eru dæmi um hunda sem sýna vægari einkenni og virðast hafa komist yfir veikindin,“ segir í tilkynningu MAST.Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal um hinn dularfulla sjúkdóm við Þorvald Þórðarson dýralækni í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.Grunur hefur hingað til beinst að smitefnum, svo sem veirum og bakteríum en þegar er búið að útiloka rottueitur og smit af völdum salmonellu. Hvoru tveggja getur valdið einkennum sem hér um ræðir. Engin merki eru um að eitrað hafi verið fyrir hundunum en ekki hefur þó verið útilokað að orsökina sé að finna í umhverfisþáttum á borð við fóður og hundanammi. Verið er að afla upplýsinga hjá eigendum þeirra hunda sem veikst hafa. Norska matvælastofnunin mælir með að hundaeigendur haldi hundum sínum aðskildum frá öðrum hundum og nú þegar hefur fjölda námskeiða, móta, sýninga og annarra samkoma þar sem hundar koma við sögu verið aflýst í Noregi. Hundaræktarfélögin í Svíþjóð og Danmörku hafa bannað þátttöku hunda frá Noregi á sýningum, keppnum o.fl. „Matvælastofnun hefur upplýst innflytjendur sem hugðu á innflutning hunda frá Noregi í næstu viku um ofangreinda ákvörðun. Þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um orsök sjúkdómsins eða meðgöngutíma hans er litið svo á að áhættan af innflutningi hunda frá Noregi á þessari stundu sé óásættanleg,“ segir í tilkynningu MAST.
Dýr Noregur Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira