Kári: Af hverju að breyta vinningsliði? Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 7. september 2019 18:54 Kári Árnason átti náðugan dag í íslensku vörninni. Vísir/Bára „Það ætlast allir til þess að við vinnum svona leiki en það er engu að síður erfitt að vinna 3-0, það eru frábær úrslit,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason eftir sigur Íslands gegn Moldóvum í dag. „Við byrjuðum þetta illa, bara mjög illa fyrstu tíu mínúturnar. Kannski var eitthvað ryð í mönnum eða við ekki alveg tilbúnir. Þeir sýndu alveg að þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum án þess að skapa sér færi. Svo spýttum við í lófana og þetta varð miklu betra.“ Moldóvar ógnuðu íslenska liðinu í raun aldrei í leiknum og íslenska vörnin, með Kára í broddi fylkingar, réði nokkuð auðveldlega við þeirra tilraunir. „Við spiluðum mjög þéttan varnarleik. Það var í nokkur skipti sem við brjótum klaufalega á þeim. Við töluðum um það fyrir leik og í hálfleik að þeir væru líklegir í föstum leikatriðum og að við ættum ekki að brjóta á þeim þegar þeir eiga ekki séns á að ná boltanum. Það kom samt fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að skoða það,“ sagði Kári. Þetta var í þriðja sinn í undankeppninni sem íslenska liðið heldur hreinu og ljóst að varnarleikur liðsins er öflugur. „Til þess erum við hérna í vörninni, að reyna að halda hreinu og skapa usla í föstum leikatriðum. Við gerðum það svo sannarlega í dag.“ Í byrjunarliðinu í dag voru 9 af 11 sem byrjuðu flesta leiki liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. „Það er nóg eftir á tankinum hjá flestum. Af hverju að breyta vinningsliði?“ Kári sagði lítið mál að skipta úr Pepsi Max-gírnum yfir í landsliðið en hann leikur sem kunnugt er með Víkingi eftir að hafa leikið erlendis í fjölmörg ár. „Þetta er allt annað dæmi, ég er búinn að spila með þessu lið í tug ára. Maður leggur sig auðvitað 100% fram í allt sem maður gerir en þetta er svolitið öðruvísi. Ég er 100% á hreinu með mitt hlutverk og hvað ég þarf að gera til að sinna mínu í þessu liði. Það hefur ekkert breyst.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Albaníu þar sem þeir eiga leik á þriðjudaginn. „Það er hörkulið og við vorum alveg í smá vandræðum með þá hér heima en náðum að vinnna 1-0. Við höfum farið þarna áður og það var mjög erfitt við erfiðar aðstæður. Það verður allt undir og það gerir okkur erfitt fyrir ef við misstígum okkur, við þurfum að klára okkar leiki.“ Með sigrinum í dag er Ísland í efsta sæti riðilsins en ekki ólíklegt að það breytist í kvöld þegar Frakkar og Tyrkir hafa leikið sína leiki í umferðinni. „Fjórir sigrar og eitt tap er ekki slæmt þegar Frakkland er annars vegar. Auðvitað hefðum við getað tapað með minni mun gegn þeim en það er erfitt að fara á Stade de France og sækja eitthvað. Við verðum tilbúnir í október þegar þeir mæta, með aðeins betri leikáætlun og vonandi verða sem flestir heilir. Þá getur allt gerst.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01 Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
„Það ætlast allir til þess að við vinnum svona leiki en það er engu að síður erfitt að vinna 3-0, það eru frábær úrslit,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason eftir sigur Íslands gegn Moldóvum í dag. „Við byrjuðum þetta illa, bara mjög illa fyrstu tíu mínúturnar. Kannski var eitthvað ryð í mönnum eða við ekki alveg tilbúnir. Þeir sýndu alveg að þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum án þess að skapa sér færi. Svo spýttum við í lófana og þetta varð miklu betra.“ Moldóvar ógnuðu íslenska liðinu í raun aldrei í leiknum og íslenska vörnin, með Kára í broddi fylkingar, réði nokkuð auðveldlega við þeirra tilraunir. „Við spiluðum mjög þéttan varnarleik. Það var í nokkur skipti sem við brjótum klaufalega á þeim. Við töluðum um það fyrir leik og í hálfleik að þeir væru líklegir í föstum leikatriðum og að við ættum ekki að brjóta á þeim þegar þeir eiga ekki séns á að ná boltanum. Það kom samt fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að skoða það,“ sagði Kári. Þetta var í þriðja sinn í undankeppninni sem íslenska liðið heldur hreinu og ljóst að varnarleikur liðsins er öflugur. „Til þess erum við hérna í vörninni, að reyna að halda hreinu og skapa usla í föstum leikatriðum. Við gerðum það svo sannarlega í dag.“ Í byrjunarliðinu í dag voru 9 af 11 sem byrjuðu flesta leiki liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi árið 2016. „Það er nóg eftir á tankinum hjá flestum. Af hverju að breyta vinningsliði?“ Kári sagði lítið mál að skipta úr Pepsi Max-gírnum yfir í landsliðið en hann leikur sem kunnugt er með Víkingi eftir að hafa leikið erlendis í fjölmörg ár. „Þetta er allt annað dæmi, ég er búinn að spila með þessu lið í tug ára. Maður leggur sig auðvitað 100% fram í allt sem maður gerir en þetta er svolitið öðruvísi. Ég er 100% á hreinu með mitt hlutverk og hvað ég þarf að gera til að sinna mínu í þessu liði. Það hefur ekkert breyst.“ Á morgun heldur íslenska liðið til Albaníu þar sem þeir eiga leik á þriðjudaginn. „Það er hörkulið og við vorum alveg í smá vandræðum með þá hér heima en náðum að vinnna 1-0. Við höfum farið þarna áður og það var mjög erfitt við erfiðar aðstæður. Það verður allt undir og það gerir okkur erfitt fyrir ef við misstígum okkur, við þurfum að klára okkar leiki.“ Með sigrinum í dag er Ísland í efsta sæti riðilsins en ekki ólíklegt að það breytist í kvöld þegar Frakkar og Tyrkir hafa leikið sína leiki í umferðinni. „Fjórir sigrar og eitt tap er ekki slæmt þegar Frakkland er annars vegar. Auðvitað hefðum við getað tapað með minni mun gegn þeim en það er erfitt að fara á Stade de France og sækja eitthvað. Við verðum tilbúnir í október þegar þeir mæta, með aðeins betri leikáætlun og vonandi verða sem flestir heilir. Þá getur allt gerst.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01 Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Kolbeinn bestur Ísland vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Moldóvu, 3-0, á Laugardalsvelli í undankeppni EM í dag. 7. september 2019 18:01
Umfjöllun: Ísland - Moldóva | Skyldusigur hjá strákunum Strákarnir okkar áttu fullkomið síðdegi í Laugardalnum þar sem allt gekk upp. 7. september 2019 18:30