Bólginn og marinn en kominn heim til sín Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 14:12 Frá smábátahöfninni í Keflavík þar sem maðurinn stakk sér til sunds í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi. Atvik í líkingu við þetta hefur aldrei komið á borð formannsins á nær þrjátíu ára ferli hans í björgunarstarfi. Málið hefur vakið mikla athygli í dag en maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, stakk sér til sunds þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. Björgunarbátur var ræstur út og björgunarmenn drógu manninn, sem var þá hætt kominn, upp í bátinn. Við þetta reiddist maðurinn og byrjað að lemja björgunarsveitarmanninn sem hífði hann upp í bátinn. Ákveðið var að flytja björgunarsveitarmanninn til Reykjavíkur eftir skoðun í Keflavík. Haraldur Haraldsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir það hafa verið gert sökum eðlis áverkanna sem hann hlaut. „En sem betur fer varð hann ekki fyrir neinum varanlegum skaða. En hann er bólginn og marinn í andliti, brjóstkassa, kvið og nára. En hann er heima og hefur það ágætt í dag. Þetta virðist vera betra heldur en á horfðist í gær.“Árásarmaðurinn þurfti einnig aðhlynningu Árásarmaðurinn stakk sér til sunds fljótlega eftir að fyrstu flugeldum var skotið upp klukkan 22:30. Nokkrir björgunarmenn fóru í kjölfarið á eftir honum út á björgunarbát. „Þeir þurftu að fara úr bátnum til að bjarga manninum og svo byrjar þarna ákveðin atburðarás sem verður til þess að þegar er búið að bjarga honum verður hann svona æstur,“ segir Haraldur.Frá flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum. Flugeldasýningin var nýbyrjuð í gærkvöldi þegar atburðarásin hófst.Mynd/VísirSjálfur var Haraldur, sem starfar hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, á næturvakt þegar málið kom upp og var því ekki á staðnum. Hann þakkar viðbragðsaðilum úr röðum lögreglunnar á Suðurnesjum, brunavörnum Suðurnesja og björgunarsveitanna fyrir skjót viðbrögð og góða samvinnu. „Svo má ekki gleyma stráknum sem stakk sér til sunds. Hann þurfti auðvitað að fá sína hjálp líka. Þeir þurftu báðir á aðhlynningu að halda eftir þetta.“Hefur eitthvað þessu líkt komið fyrir áður í þínum störfum?„Ekki neitt þessu líkt, aldrei. Ekki svo ég muni eftir, og er nú búinn að starfa hjá björgunarsveitum í nær þrjátíu ár. En ég vona að þetta sé auðvitað algjört einsdæmi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið nú til rannsóknar. Ekki var frekari upplýsingar að fá hjá embættinu um líðan árásarmannsins eða stöðu rannsóknarinnar nú á þriðja tímanum. Björgunarsveitir Reykjanesbær Tengdar fréttir Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi. Atvik í líkingu við þetta hefur aldrei komið á borð formannsins á nær þrjátíu ára ferli hans í björgunarstarfi. Málið hefur vakið mikla athygli í dag en maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, stakk sér til sunds þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. Björgunarbátur var ræstur út og björgunarmenn drógu manninn, sem var þá hætt kominn, upp í bátinn. Við þetta reiddist maðurinn og byrjað að lemja björgunarsveitarmanninn sem hífði hann upp í bátinn. Ákveðið var að flytja björgunarsveitarmanninn til Reykjavíkur eftir skoðun í Keflavík. Haraldur Haraldsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir það hafa verið gert sökum eðlis áverkanna sem hann hlaut. „En sem betur fer varð hann ekki fyrir neinum varanlegum skaða. En hann er bólginn og marinn í andliti, brjóstkassa, kvið og nára. En hann er heima og hefur það ágætt í dag. Þetta virðist vera betra heldur en á horfðist í gær.“Árásarmaðurinn þurfti einnig aðhlynningu Árásarmaðurinn stakk sér til sunds fljótlega eftir að fyrstu flugeldum var skotið upp klukkan 22:30. Nokkrir björgunarmenn fóru í kjölfarið á eftir honum út á björgunarbát. „Þeir þurftu að fara úr bátnum til að bjarga manninum og svo byrjar þarna ákveðin atburðarás sem verður til þess að þegar er búið að bjarga honum verður hann svona æstur,“ segir Haraldur.Frá flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum. Flugeldasýningin var nýbyrjuð í gærkvöldi þegar atburðarásin hófst.Mynd/VísirSjálfur var Haraldur, sem starfar hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, á næturvakt þegar málið kom upp og var því ekki á staðnum. Hann þakkar viðbragðsaðilum úr röðum lögreglunnar á Suðurnesjum, brunavörnum Suðurnesja og björgunarsveitanna fyrir skjót viðbrögð og góða samvinnu. „Svo má ekki gleyma stráknum sem stakk sér til sunds. Hann þurfti auðvitað að fá sína hjálp líka. Þeir þurftu báðir á aðhlynningu að halda eftir þetta.“Hefur eitthvað þessu líkt komið fyrir áður í þínum störfum?„Ekki neitt þessu líkt, aldrei. Ekki svo ég muni eftir, og er nú búinn að starfa hjá björgunarsveitum í nær þrjátíu ár. En ég vona að þetta sé auðvitað algjört einsdæmi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið nú til rannsóknar. Ekki var frekari upplýsingar að fá hjá embættinu um líðan árásarmannsins eða stöðu rannsóknarinnar nú á þriðja tímanum.
Björgunarsveitir Reykjanesbær Tengdar fréttir Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50