Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2019 16:07 Bercow var upphaflega þingmaður Íhaldsflokksins en hefur bakað sér óvinsældir flokksins vegna framgöngu sinnar í tengslum við Brexit. Vísir/EPA John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að láta af embættinu á næstu vikum. Hann varaði ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra á sama tíma við því að „niðurlægja“ þingið. Þingforsetinn hefur verið umdeildur, ekki síst í þeim hatrömmu deilum sem hafa geisað í þinginu vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bercow, sem hefur setið á þingi frá árinu 1997 og verið þingforseti frá 2009, er talinn hafa beygt þingsköp til að leyfa þingmönnum að andæfa stefnu ríkisstjórnarinnar í útgöngumálum. Hluti þingheims veitti Bercow standandi lófaklapp þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag. Sagðist hann ekki ætla að bjóða sig fram til endurkjörs samþykki þingið tillögu Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga í næsta mánuði.Sjá einnig:Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Líklegra er þó að þingið felli tillöguna um kosningar. Í því tilfelli sagðist Bercow ætla að hætta 31. október, sama dag og Bretar eiga að yfirgefa ESB að óbreyttu. „Við niðurlægjum þetta þing á eigin ábyrgð,“ sagði Bercow þegar hann greindi frá brotthvarfi sínu. Þingfundum verður frestað í mánuð eftir daginn í dag samkvæmt ákvörðun Johnson forsætisráðherra. Sú ákvörðun var talin tilraun hans til að koma í veg fyrir að þingið samþykkti frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings."This has been the greatest privilege and honour of my professional life"John Bercow receives a standing ovation from MPs, as he announces his intention to stand down as House of Commons Speakerhttps://t.co/e3Shcat2ql pic.twitter.com/TqtEmoI9yE— BBC Politics (@BBCPolitics) September 9, 2019 Bercow hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana vegna tilþrifa hans úr forsetastólnum. Hann er þekktur fyrir að skipa þingmönnum að róa sig á litríkan og oft kíminn hátt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Sjá meira
John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að láta af embættinu á næstu vikum. Hann varaði ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra á sama tíma við því að „niðurlægja“ þingið. Þingforsetinn hefur verið umdeildur, ekki síst í þeim hatrömmu deilum sem hafa geisað í þinginu vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bercow, sem hefur setið á þingi frá árinu 1997 og verið þingforseti frá 2009, er talinn hafa beygt þingsköp til að leyfa þingmönnum að andæfa stefnu ríkisstjórnarinnar í útgöngumálum. Hluti þingheims veitti Bercow standandi lófaklapp þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag. Sagðist hann ekki ætla að bjóða sig fram til endurkjörs samþykki þingið tillögu Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga í næsta mánuði.Sjá einnig:Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Líklegra er þó að þingið felli tillöguna um kosningar. Í því tilfelli sagðist Bercow ætla að hætta 31. október, sama dag og Bretar eiga að yfirgefa ESB að óbreyttu. „Við niðurlægjum þetta þing á eigin ábyrgð,“ sagði Bercow þegar hann greindi frá brotthvarfi sínu. Þingfundum verður frestað í mánuð eftir daginn í dag samkvæmt ákvörðun Johnson forsætisráðherra. Sú ákvörðun var talin tilraun hans til að koma í veg fyrir að þingið samþykkti frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings."This has been the greatest privilege and honour of my professional life"John Bercow receives a standing ovation from MPs, as he announces his intention to stand down as House of Commons Speakerhttps://t.co/e3Shcat2ql pic.twitter.com/TqtEmoI9yE— BBC Politics (@BBCPolitics) September 9, 2019 Bercow hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana vegna tilþrifa hans úr forsetastólnum. Hann er þekktur fyrir að skipa þingmönnum að róa sig á litríkan og oft kíminn hátt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Sjá meira
Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05