Aftur heim til Azeroth Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 15:00 Horde-hetjur sjást hér reyna að stöðva eldþursinn Ragnaros í hinum Bráðna kjarna, fyrsta stóra áhlaupi WoW Classic. Venjulega þarf fjörutíu til þess að drepa þennan endakall. Mynd/Blizzard Klukkan níu á mánudagskvöld sátu fjölmargir Íslendingar, og enn fleiri úti í heimi, stjarfir við tölvurnar og biðu eftir því að fjölspilunarhlutverkaleikurinn World of Warcraft (WoW) færi í loftið. Eða réttara sagt færi í loftið aftur. WoW kom nefnilega út árið 2004, eða 2005 í Evrópu, og sló rækilega í gegn. Á annan tug milljóna borgaði áskrift að leiknum þegar mest var og í gegnum tíðina hafa komið út sjö aukapakkar sem hafa breytt söguheiminum, Azeroth, allverulega.Skýr krafa Breytingarnar hafa hins vegar ekki verið allra. Mikill fjöldi hefur spilað ólöglegar sjóræningjaútgáfur af leiknum eins og hann var fyrir útkomu fyrsta aukapakkans í gegnum tíðina, svokallaða klassíska eða jafnvel vanilluútgáfu leiksins. Eftir að framleiðandinn Blizzard lét loka vinsælasta sjóræningjavefþjóninum, Nostalrius, brýndu fortíðarþyrstir spilarar raustina. Kröfunni var loks svarað á BlizzCon, ráðstefnu sem Blizzard heldur árlega, árið 2017. „Áður en við komum að stóru fréttunum vil ég taka mér smástund til þess að tala um rjómaís. Hann er frábær. Einn uppáhaldseftirrétturinn minn. Ég er hrifnastur af súkkulaðiís og Oreo-ís. Það er raunar uppáhaldsísinn minn. En mér skilst að sum ykkar séu hrifnust … af vanillu,“ sagði J. Allen Brack, nú forseti Blizzard, er hann tilkynnti um að upprunalegi leikurinn yrði settur saman á ný við tryllt fagnaðarlæti viðstaddra. Náttálfur hleypur undan uggvænlegri risaeðlu í Un’Goro. Mynd/BlizzardFrábærar viðtökur Það var einmitt sú útgáfa, World of Warcraft Classic, sem fór í loftið í vikunni. Viðtökurnar hafa væntanlega farið fram úr björtustu vonum Blizzard. 1,1 milljón horfði á aðra spila leikinn, eða bíða eftir að spila leikinn, á streymissíðunni Twitch. Það er ekki ýkja langt frá þeim 1,3 milljónum sem horfðu á heimsmeistaramótið í hinum mun nýrri Fortnite þegar mest var á dögunum. Ansi gott fyrir fimmtán ára tölvuleik. Aðsóknin hefur raunar verið svo mikil að margir voru í stökustu vandræðum með að spila. Að minnsta kosti fyrstu dagana. Margra þúsunda manna raðir hafa verið inn á vefþjónana og hefur blaðamanni ekki gengið sérstaklega vel að komast inn til Azeroth. Fólk hefur gripið til örþrifaráða á borð við að spila um miðja nótt, láta sambýlisfólk skrá sig inn í leikinn fyrir sig eða jafnvel bara að skrá sig aldrei út. Eftir helgina má hins vegar væntanlega búast við því að öldurnar lægi og allir komist að.Skilaboð til lesenda Lesendur eru beðnir um að hafa það í huga að ráðast ekki á uppvakninginn og seiðskrattann Demonology, rekist þeir á hann á vefþjóninum Firemaw. Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Tækni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Klukkan níu á mánudagskvöld sátu fjölmargir Íslendingar, og enn fleiri úti í heimi, stjarfir við tölvurnar og biðu eftir því að fjölspilunarhlutverkaleikurinn World of Warcraft (WoW) færi í loftið. Eða réttara sagt færi í loftið aftur. WoW kom nefnilega út árið 2004, eða 2005 í Evrópu, og sló rækilega í gegn. Á annan tug milljóna borgaði áskrift að leiknum þegar mest var og í gegnum tíðina hafa komið út sjö aukapakkar sem hafa breytt söguheiminum, Azeroth, allverulega.Skýr krafa Breytingarnar hafa hins vegar ekki verið allra. Mikill fjöldi hefur spilað ólöglegar sjóræningjaútgáfur af leiknum eins og hann var fyrir útkomu fyrsta aukapakkans í gegnum tíðina, svokallaða klassíska eða jafnvel vanilluútgáfu leiksins. Eftir að framleiðandinn Blizzard lét loka vinsælasta sjóræningjavefþjóninum, Nostalrius, brýndu fortíðarþyrstir spilarar raustina. Kröfunni var loks svarað á BlizzCon, ráðstefnu sem Blizzard heldur árlega, árið 2017. „Áður en við komum að stóru fréttunum vil ég taka mér smástund til þess að tala um rjómaís. Hann er frábær. Einn uppáhaldseftirrétturinn minn. Ég er hrifnastur af súkkulaðiís og Oreo-ís. Það er raunar uppáhaldsísinn minn. En mér skilst að sum ykkar séu hrifnust … af vanillu,“ sagði J. Allen Brack, nú forseti Blizzard, er hann tilkynnti um að upprunalegi leikurinn yrði settur saman á ný við tryllt fagnaðarlæti viðstaddra. Náttálfur hleypur undan uggvænlegri risaeðlu í Un’Goro. Mynd/BlizzardFrábærar viðtökur Það var einmitt sú útgáfa, World of Warcraft Classic, sem fór í loftið í vikunni. Viðtökurnar hafa væntanlega farið fram úr björtustu vonum Blizzard. 1,1 milljón horfði á aðra spila leikinn, eða bíða eftir að spila leikinn, á streymissíðunni Twitch. Það er ekki ýkja langt frá þeim 1,3 milljónum sem horfðu á heimsmeistaramótið í hinum mun nýrri Fortnite þegar mest var á dögunum. Ansi gott fyrir fimmtán ára tölvuleik. Aðsóknin hefur raunar verið svo mikil að margir voru í stökustu vandræðum með að spila. Að minnsta kosti fyrstu dagana. Margra þúsunda manna raðir hafa verið inn á vefþjónana og hefur blaðamanni ekki gengið sérstaklega vel að komast inn til Azeroth. Fólk hefur gripið til örþrifaráða á borð við að spila um miðja nótt, láta sambýlisfólk skrá sig inn í leikinn fyrir sig eða jafnvel bara að skrá sig aldrei út. Eftir helgina má hins vegar væntanlega búast við því að öldurnar lægi og allir komist að.Skilaboð til lesenda Lesendur eru beðnir um að hafa það í huga að ráðast ekki á uppvakninginn og seiðskrattann Demonology, rekist þeir á hann á vefþjóninum Firemaw.
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Tækni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira